Kópavogur - 26.04.2013, Síða 10

Kópavogur - 26.04.2013, Síða 10
10 26. apríl 2013 Árni Páll Árnason skrifar: Stöðugleika strax! Á laugardaginn göngum við öll að kjörborðinu og fáum að marka stjórnmálastefnu næstu fjögurra ára. Ég bið þig um að styðja Samfylkinguna. Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki, né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru lyk- ilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meiru en við eyðum. Við horfðumst í augu við vandann sem við blasti og við tókum á honum. Með sama hætti horfumst við núna í augu við tækifærin sem bíða og viljum nýta þau. Við þurfum að leyfa atvinnulífinu að blómstra og tryggja að fyrirtæki geti greitt góð laun og fjölgað starfsfólki. Með því sköpum við ný verðmæti. Þannig vinnum við líka á vanda heim- ilanna því einungis meiri verðmæta- sköpun getur gert okkur kleift að ná endum saman. Eina örugga leiðin til að vinna á skuldum er með auknum tekjum. Við verðum líka að treysta þjóðinni að kjósa um aðild að Evrópusam- bandinu. Annað væri ábyrgðarleysi. Við eigum ekki að loka leiðum að óþörfu og verðum að halda öllum dyrum opnum sem geta gert okkur auðveldara að halda í okkar besta fólk og fyrirtæki. Við þurfum að tryggja jafnaðar- mönnum öfluga rödd á næsta kjör- tímabili. Það er mikið í húfi. Sjaldan hefur jafn mikill þrýstingur á að málum verði hagað í þágu sérhags- muna afmarkaðra samfélagshópa. Jafn- aðarmenn hafa alltaf staðið gegn slíku og barist fyrir opnu hagkerfi, frjálsri samkeppni og öflugri velferð. Þess vegna þurfum við þinn stuðn- ing. Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi Eygló Harðardóttir skrifar: Stöndum með íslenskum heimilum Í kosningunum næstkomandi laugar-dag stendur þjóðin frammi fyrir skýru vali. Við munum geta valið raunverulegar breytingar. Ríkisstjórn sem leiðréttir þann forsendubrest sem íslensk heimili urðu fyrir, tryggir að fortíðarvandi verði ekki að framtíðar- vanda með því að afnema verðtryggingu neytendalána og skapar góð lífskjör með öflugu atvinnulífi. Ríkisstjórn undir forystu okkar framsóknarmanna sem stendur með íslenskri þjóð gegn er- lendum kröfuhöfum. Við getum líka valið meira af því sama. Ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og líta svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leið- réttingu eftir hrunið. Ríkisstjórn sem hefur verið tilbúin að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Í okkar huga er leiðrétting skulda og afnám verðtryggingar ekki aðeins sann- gjörn og réttlát krafa. Hún er skynsama leiðin. Heimilin eru gangverk efnahags- lífsins. Þau munu alltaf á endanum standa undir útgjöldum ríkissjóðs í gegnum skattgreiðslur sínar. Ef heimilin eru að drukkna í skuldum, kaupa þau ekki vöru og þjónustu. Fyrirtæki hækka þá ekki laun starfsmanna, ráða ekki nýtt fólk, fara ekki í nýjar fjárfestingar. Tekjur ríkissjóðs standa þá í stað eða dragast saman. Þetta er ástæða þess að fjárfestingar hafa verið í sögulegu lágmarki, þetta er ástæða þess að hagvaxtaspár ganga ekki eftir. Með því að leiðrétta skuldirnar fer gangverkið aftur af stað. Forgangsmálið er því að gera heim- ilum og fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Það gerum við með því að létta af þeim skuldafjötrunum. Þannig aukum við tekjur ríkissjóðs og gerum honum kleift að greiða niður skuldir sínar. Þess vegna þorum við að standa með íslenskum heimilum. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og oddviti flokks- ins í Suðvesturkjördæmi kopavogur.is Kópavogsbær leigir út matjurtagarða, sk. garðlönd, á nokkrum stöðum í bænum. Hvert garðland er 25 m2 að stærð og leigugjald er 4.200 kr. Hver leigjandi getur verið með tvo skika, en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi. Enn eru laus garðlönd á eftirfarandi stöðum: • við Fossvogsbrún í Blesugróf, sunnan við Gróðrarstöðina Mörk • neðan Kjarrhólma í austanverðum Fossvogsdal, í trjásafninu • neðan Víðigrundar í vestanverðum Fossvogsdal, við skólagarða • við Arnarnesveg, á mótum Sala- og Kórahverfis Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kopavogur.is/gardlond og í Þjónustuveri Kópavogsbæjar að Fannborg 2, sími 570 1500. Garðlönd í Kópavogi Hvernig væri að rækta grænmeti í sumar? PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 31 16 0 Margrét Tryggvadóttir skrifar: Lýðræði er svarið Á yfirborðinu virðist Ísland vera þróað, lýðræðisríki. Maður þarf þó ekki að kafa djúpt til að sjá og skilja að það er í raun blekking. Við erum komin mun styttra í lýðræðis- legum þroska. Saga lýðveldisins Íslands er ekki löng. Við vorum nýlenda öldum saman og sá veruleiki virðist hafa haft dýpri og meiri áhrif á okkur en margir vilja viðurkenna. Oft finnst mér sem Íslendingar virðist almennt upplifa sig valdalausa. Fyrir rétt rúmlega tvö hundruð árum yfirtók Jörundur hundadagakonungur landið með því að handtaka Trampe greifa og hengja upp miða á nokkurra daga fresti í miðbæ Reykjavíkur. Þar stóð meðal annars Ísland er laust og lið- ugt frá Danmerkur Ríkisráðum. Og það varð; Íslendingar voru um stund lausir undan oki nýlenduherranna. En hvað svo? Tveimur mánuðum síðan undirritaði embættismannastéttin yfirlýsingu sem ógilti auglýsingar Jör- undar og þjóðin varð aftur undir stjórn Dana. Og hvað gerðu landsmenn í því? Ekki neitt. Hversu auðvelt hefði það verið skerast í leikinn? Sennilega hefði ekki þurft mikið til þess. Hefur þetta breyst mikið á síðustu tvö hundruð árum? Hefur fólkið tekið völdin í sínar hendur? Við gerðum það í janúar 2009 en ætlum við virkilega að afsala okkur þeim aftur? Við leyfum stjórnmálamönnum að komast upp með loforðaflaum í að- draganda kosninga en svik daginn eftir. Því verður að linna. Staðreyndin er sú að í litlu samfélagi geta einstaklingar haft mikil og sterk áhrif. Það eina sem þeir þurfa að gera er að rísa upp og láta til sín taka. Því að vera borgari fylgja ekki einungis réttindi heldur líka skyldur. Sem borgarar berum við ábyrgð á að grípa í taumana þegar stjórnmálamenn eru úti á túni eða vilja ekki lúta þjóðarvilja. Allt vald er komið frá fólkinu. Við framseljum það einungis tímabundið til fulltrúa okkar á Alþingi og við eigum að gera þá kröfu að þeir standi við orð sín, standi við gefin loforð. Við eigum að gera þá kröfu að þeir vinni að þjóðarhag en ekki í þágu sérhagsmunaafla, hvaða nafni sem þau nefnast eða í þágu eigin hagsmuna. Fyrir síðustu Alþingiskosningar lof- uðu fjögur þeirra framboða sem náðu kjöri endurskoðun á stjórnarskránni. Þau fjögur hlutu samtals 76,3% atkvæð- anna. Auk þess sagðist Sjálfstæðisflokk- urinn vilja vinna áfram að breytingum á stjórnarská og flokkurinn tók þátt í upphafi þess ferlis sem við sjáum nú fyrir endan á. Eigum við ekki að gera þá kröfu að þeir standi við stóru orðin? Margrét Tryggvadóttir, skipar 1. sæti á lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi. Árni páll Árnason. Margrét Tryggvadóttir, Eygló Harðardóttir. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is www.fotspor.is

x

Kópavogur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.