Kópavogur - 26.04.2013, Síða 14
14 26. apríl 2013
Rokkað í Digraneskirkju – þemamessur og fjölbreytt helgihald
Kántrý-, fornbíla- og mótorhjólamessa
-kirkjan á að vera öllum opin, segir Sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur.
Það er gaman að hafa fjölbreytni í helgihaldinu þannig að allir finni sig í kirkjustarfinu og það
er langt síðan við byrjuðum að vera
með svona þemamessur“ segir sr.
Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í
Digraneskirkju. Hinir ýmsu viðburðir
í kirkjunni hafa vakið mikla athygli
og eru sumir svo vel sóttir, að kirkjan
er löngu búin að sprengja utan af sér
húsnæðið en hún tekur um 320 manns
í sæti.
„Við erum búnir að vera með tvær
kántrýmessur í vor. Önnur var síðasta
laugardag sem var mjög vel sótt. Tón-
listin var flutt af bandi sem kom saman
vegna þessa þema og kallar sig „Kántrý-
bandið Digra“ segir sr. Gunnar. „Það
voru spiluð kántrýlög, sum hver við
texta sem ég bý til sjálfur og í messunni
tók fólk upp á því að dansa línudans, al-
gjörlega óumbeðið, og ég sá ekki annað
en menn kynnu vel að meta. Ég bjó til
íslenskan texta við lagið „Folsom Prison
Blues“ og svo enduðum við á sálminum
„Í bljúgri bæn“ sem er í raun þekktur
slagari“ segir sr. Gunnar.
Hann nefnir að kántrýmessurnar
séu vissan hátt upphitun við fyrir hina
árlegu mótorhjólamessu sem verður
annan í hvítasunnu, 20. maí, og er löngu
búin að sanna ágæti sitt. „Þá yfirfyllist
kirkjan og allir taka þátt af mikilli inn-
lifun“. Sr. Gunnar segir að lagavalið í
mótorhjólamessunni sé aldrei það sama.
,,Í fyrra vorum við með Led Zeppelin
tónlist við texta sem ég hef samið og nú
er undirbúningur fyrir mótorhjólames-
suna í fullum gangi“ segir sr. Gunnar
sem sjálfur er mikill mótorhjólamaður
og ekur um á öflugum vélfáki, Yamaha
Wild Star 1600 cc hvorki meira né
minna. „Það er jú ansi öflugt hjól“ segir
hann aðspurður.
„ Og við komum víðar við í helgi-
haldinu“ segir sr. Gunnar og nefnir
að á sunnudaginn verði vorhátíð
sunnudagaskólans, síðasta samvera
fyrir sumarfrí, og þá verður ekki
hefðubundin messa heldur verða allir
með í samverunni með börnunum
og pylsupartí að lokinni helgistund.
„Síðan verð ég að nefna fornbíla-
messuna á Uppstigningadag, þann
9. maí, en þá koma félagar úr Forn-
bílaklúbbnum ásamt vonandi fleiri
klúbbum sem hafa sérstakan áhuga
á þeim menningararfi þjóðarinnar
sem varðveittur er í gömlum bílum“.
Bílarnir verða til sýnis á bílaplani
kirkjunnar og Fornbílaklúbburinn
býður upp á gamaldags kirkjukaffi
eftir messuna. Einar Clausen syngur
að venju „Áfram veginn í vagninum
ek ég“. Svona er hægt að sameina
áhugamálin kirkjustarfinu“ segir Sr.
Gunnar glaðbeittur.
Aðspurður um viðbrögð fólks við
að sóknarpresturinn fari svo óhefð-
bundnar leiðir í helgihaldinu segir
hann þetta mælast vel fyrir. „Við
erum að reyna að höfða til sem flestra
og það er okkar prestanna hlutverk,
að fá fólkið í kirkjuna og boða kristið
orð“ segir hann galvaskur og greini-
legt að þarna fer maður með margar
hugmyndir um hvað hægt sé að gera
til að fá fólk til að taka meiri þátt í
kirkjustarfinu. Nánar um dagskrá
helgihalds í kirkjunni er að finna á
www.digraneskirkja.is
n Undirfötin fjársjóður sem eykur á munúð
Erna
Skipholti 3
Sími: 552 0775
www.erna.is
Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október
312 fyrir réttum 1700 árum, sá
Konstantín mikli teikn krossins
á himni og orðin “in hoc signo
vinces” “Undir þessu tákni muntu
sigra”. Árið 313 er Konstantín var
orðinn keisari veitti hann kristnum
mönnum trúfrelsi eftir langvarandi
ofsóknir.
Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd
Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,-
úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og
úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-).
IN HOC SIGNO VINCES
(Undir þessu tákni muntu sigra)
„Folsom Prison Blues“ e. Johnny Cash
í þýðingu Sr. Gunnars Sigurjónssonar:
„Ég heyri lestar hljóminn“
Ég heyri lestar hljóminn
sem kemur eftir mér
Ég heyri óm af öllu
sem enginn annar sér.
Endastöð er engin
og eilíft ferðalag
Þá grár ég er og genginn
þann Guðsvolaða dag.
Þegar allt er þá á enda
ævi dagatal.
Þá á ég þessa einu
ósk þá hún er hér
að Guð þá fái fundið
fyrirheit í mér.
Þá færist lestin framhjá
og frelsarann fæ sjá.
Soooey!
Ég lifði mínu lífi
við lesti, böl og fíkn
Og nú er lestin nálgast
er náð Guð ein mín líkn.
Ég bænar bið og vona
er bærist lestin nær
Að berist hún í burtu
svo berist undan fjær.
Ég heyri klukkna hljóminn
Ég heyri´ í drottins hjörð
Ég heyri engla óminn
enduróma‘ um jörð
Lestin fer þá framhjá
ferðin hefst hjá mér
Hjá drottni fæ að dvelja
daglega hjá þér.