Selfoss - 18.10.2012, Blaðsíða 9
918 október 2012
Hver erum við – og hvert ætlum við að fara?
- Nýja stjórnarskráin gerir ráð fyrir miklu öflugra
almannavaldi en við höfum átt að venjast,
segir sr. Baldur Kristjánsson um tillögur stjórnlagaráðs.
Drögin að stjórnarskrá sem við greiðum atkvæði um á laugardaginn myndu
að mínum dómi sóma sér vel sem
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Þau standast að mínu viti fyllilega
samanburð við aðrar nýrri stjórn-
arskrár í Evrópu og eru í sama fasa
og þær.
Það má alveg sjá aldur stjórnar-
skráa eftir uppbyggingu þeirra og
innihaldi. Eftir því sem mann-
réttindaákvæði eru fyrirferðar-
meiri því nýrri er stjórnarskráin.
Mannréttindakafli draganna er
bæði ítarlegur og í fullu samræmi
við Mannréttindasáttmála Evrópu
og Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu Þjóðanna. Þessi ákvæði eru
í stíl við það sem gerist nútildags
en ef við flettum gömlum stjórn-
arskrám eins og þeirri dönsku þá
eru mannréttindákvæðin miklu
fábrotnari.
Vantað sameiginlegan skilning
Flestar stjórnarskrár í Evrópu
verða til eftir stríð og verða til í
kjölfar mikilla umbrota. Sú ítalska
1947 og sú þýska 1949. Flest eða
mörg fyrrum austantjaldsríki hafa
sett sér stjórnarskrá síðan 1990.
Í þeim hópi eru Eystrasaltsríkin
Eistland og Litháen sem setja sér
stjórnarskrá nýfrjáls 1992. Löndin
á Balkanskaga hafa verið að setja
sér stjórnarskrá. Þar vil ég nefna
stjórnarskrá Svartfjallalands frá
2007, mjög nútímaleg. Önn-
ur ríki hafa endurskoðað stjórn-
arskrár sínar. Danmörk 1953,
Svíþjóð 1974 og Holland 1982
og Finnland 2000. Ísland sjálft
hefur veriða að bæta sína bótum
og má nefna mannréttindaákvæði
um miðjan tíunda áratuginn og
kjördæmisskipunarklastur af og til
en þessi drög núna eru fyrsta heil-
stæða tilraunin til þess að þjóðin
setji sér stjórnarskrá en sú fyrri er
að uppistöðu til eins og við vitum
arfur frá Dönum sem sjálfir hafa
fyrir löngu endurritað sína.
Ástæðan: Það hefur sennilega
alltaf vantað sameiginlegan skiln-
ing á því hver við erum og hvert við
ætlum að fara. Við sitjum hér fá á
feykilega stóru landi með miklar og
verðmætar auðlindir. Aðgengi að
þeim skiptir öllu máli og þess vegna
hafa stjórnmálin einkennst af átök-
um. Á seinni hluta 20. aldar er hér
hvorki stéttarskipting til að leysa
málin eða sterk stjórnunarhefð og
því hafa stjórnmálin einkennst um
of af upplausn og átökum.
Náttúran hefur gildi í sjálfu sér
Auðlindaákvæði draganna er óvenju
skorinort enda býr Ísland yfir auð-
lindum sem eru þess eðlis að að-
gangur að þeim og umgjörðin um
þann aðgang skiptir miklu máli.
Umhverfisverndarkaflar hafa orðið
æ marktækari eftir því sem tíminn
líður. Náttúruverndarákvæðum má
skipta í tvennt. Þeim sem gera ráð
fyrir að náttúran sé til mannanna
vegna og það sé vegna okkar sjálfra
og afkomenda okkar sem okkur beri
að fara vel með hana. Hins vegar
eru ákvæði sem gera ráð fyrir því
að náttúran hafi gildi í sjálfu sér,
án tillits til manna. Þessi hugsun
hefur verið að ryðja sér til rúms
og 33. grein draganna ber vott um
slíka hugsun. Annars má segja það
sama um nátturuverndarkaflann og
mannréttindakaflann. Í þessa átt
hafa stjórnarskrár verið að þróast.
Öflugra almannavald
Stjórnarskrár eru í eðli sínu sáttmál-
ar um samfélag þeirra sem byggja
tiltekið landssvæði og þar er líka
lagður grunnur að því hvernig fólk
velur sér aðila til að stýra almanna-
valdinu. Ásamt því að festa í sessi
þingræðið sem við megum vera stolt
af gerir nýja stjórnarskráin ráð fyr-
ir miklu öflugra almannavaldi en
við höfum átt að venjast og tölu-
verðri breytingu á kosningalögum ,
starfi þings, ríkisstjórnar og forseta.
Ekkert af þessu er þó nýtt. Allt
á sér fyrirmyndir í stjórnarskrám
annarra ríkja þó samsetningin verði
séríslensk eins og stjórnkerfið okkar
er nú.
Helstu breytingar þær að vald-
mörk eru skýrari og réttur almenn-
ings til ákvarðantöku aukinn.
Kveikjan að þessari stuttu sama-
tekt er að undirritaður hefur
unnið með stjórnarskrár margra
Evrópuríkja. Ekkert í þessum ís-
lensku drögum kemur á óvart. Í
megindráttum eru þetta nútímaleg
stjórnarskrárdrög og stjórnarskrá
byggð á þeim yrði mikil bót frá því
sem er.
Baldur Kristjánsson,
prestur í Þorlákshöfn
Ég tel það skyldu mína
sem þegns í lýð-
ræðisríki. Aukin
heldur má ýmislegt
færa til betri vegar
í stjórnarskránni
þótt klúðurslega
og kjánalega sé að
þessari atkvæða-
greiðslu staðið í þetta sinn. En fall
er vonandi faraheill. Þjóðin á að ráða
miklu meiru en hún hefur fengið
hingað til.
Ég nýti að sjálf-sögðu lýðræðis-
legan rétt minn og
tek þátt í þessari
mikilvægu þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ég
styð endurskoðun
stjórnarskrár Íslands
og tel sérstaklega
mikilvægt að til-
lögur stjórnlagaráðs
um náttúru Íslands og náttúruauð-
lindir verði í nýrri stjórnarskrá.
Alveg sama um-hvað er kos-
ið þá er rétturinn
til þess alltaf jafn
dýrmætur. Það vill
örugglega engin að
í framtíðinni verði
litið til baka og ekki
kosið um einhver
málefni því sagan
sanni að fólk mæti
hvort eð er ekki til
að kjósa.
Af því að ég bý í lýðræðisríki
og trúi á lýðræðið
og þau mann-
réttindi að fá að
segja mína skoðun
í kosningu.
Ég tel það skyldu mína sem þegn
í lýðræðisþjóðfélagi
og með því heiðra
ég minningu þeirra
kvenna sem börð-
ust fyrir því að kon-
ur fengju kosninga-
rétt.
Já, ég ætla að taka þátt í þjóðarat-
kvæðargreiðslunni
20. október vegna
þess að ég vil
breytingar
Af því að ég vil í fyrsta lagi nýta
kosningaréttinn, tel
það afar mikilvægt
að fólk nýti hann
og geri sér grein
fyrir því að það að
hafa kosningarétt
séu ekki sjálfgefin
réttindi. Í öðru lagi
vil ég koma mínum sjónarmiðum á
framfæri með atkvæði mínu.
Því það er einstakur at-
burður að geta
kosið um stjórnar-
skrá. Okkur ber, í
lýðræðislegu þjóð-
félagi, að taka þátt
í þjóðaratkvæða-
greiðslum. Hvort
sem við erum á
móti einhverjum liðum eða með,
þá er mikilvægt að mæta á kjörstað
og skila inn sínu atkvæði. Með því
erum við að stuðla að auknu lýðræði
og einnig erum við að sýna forverum
okkar, sem barist hafa fyrir lýðræði
áður fyrr, verðskuldaða virðingu.
Vil þessar breytingar
allar inn.
Ætla sunnlendingar að taka þátt
í kosningunum á laugardag?
Guðmundur
Sæmundsson
háskóla-
kennari,
Laugarvatni
Daníel Haukur
Arnarsson,
söngvari,
Þorlákshöfn
ólafía Jak-
obsdóttir,
forstöðumaður
kirkjubæjar-
stofu á kirkju-
bæjarklaustri
elín
einarsdóttir,
oddviti
Mýrdalshrepps
Arndís Ásta
Gestsdóttir,
leikskóla-
kennari
Selfossi
berglind rós
Magnúsdóttir,
eigandi og
yfirhönnuður
beroma, Sel-
fossi. Snáðinn
á myndinni er
Hafberg Snær
Guðrún Vald-
emarsdóttir
garðyrkjukona,
Hveragerði
Sædís ósk
Harðardóttir
sérkennari,
eyrarbakka
björn e. Har-
aldsson fram-
kvæmdastjóri,
Stokkseyri
Tölvupóstur var
sendur út af ritstjórn-
arskrifstofunni.
Allir sem svöruðu
ætla á kjörstað.
En hvers vegna?
Hér koma
svör þeirra.
Sr. baldur kristjánsson
Við sitjum hér fá á feykilega stóru landi með miklar og verðmætar auðlindir, segir baldur