Selfoss - 18.10.2012, Blaðsíða 8
8 18. október 2012
Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp til stjórnskipunarlaga:
FÚSK EÐA TIL FYRIRMYNDAR
Líklegt er að niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag muni verða pólitísku marki brenndar fremur en að upplýst þjóð segi álit sitt.
Þingskjal 1398, 138. löggjaf-arþing 112. mál: framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna
(heildarlög).
Lög nr. 91 25. júní 2010.
Lög um framkvæmd þjóðarat-
kvæðagreiðslna.
1. gr.
Álykti Alþingi að fram skuli fara
almenn og leynileg þjóðaratkvæða-
greiðsla um tiltekið málefni eða
lagafrumvarp fer um framkvæmdina
samkvæmt lögum þessum. Niður-
staða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráð-
gefandi ...
Þannig hljóðar upphaf laga um
þjóðaratkvæðagreiðslu – eins og
þá sem fram fer á laugardaginn. Í
núgildandi stjórnarskrá segir ekk-
ert um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það er rangt sem haldið er fram að
þjóðaratkvæðagreiðslan um tillög-
ur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til
stjórnarskipunarlaga (eins og segir
á kjörseðlinum) sé einhvern veginn
öðruvísi en þjóðaratkvæðagreiðsla
geti verið eða eigi að vera.
Það var Alþingi sjálft sem
samþykkti að atkvæðagreiðslan
skyldi vera ráðgefandi. Það er
ekki við aðra að sakast. Það er
heldur ekki þannig að ráðgefandi
atkvæðagreiðsla sé ómerkilegri en
önnur atkvæðagreiðsla. Alþingi er
og verður æðsta löggjafarsamkoma
þjóðarinnar.
Rétt er að drattast á kjörstað
til að segja nei
Formaður Sjálfstæðisflokksins tekur
meðal annarra undir þær vangaveltur
sem fjalla um að þjóðaratkvæða-
greiðslan skipti ekki svo miklu máli.
Rétt sé þó að drattast á kjörstað (fólk
ætti að mæta á kjörstað) ... jafnvel
þótt ekki sé um EIGINLEGA (leturbr.
ÞHH) þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða,
þar sem mál er til lykta leitt, heldur
ráðgefandi kosningu (eins og segir í
netbréfi til samherja frá formann-
inum).
Þetta eru skilaboðin til þjóðar-
innar sem tók þátt í þjóðfundi og
til þeirra þúsunda sem hafa lagt
sig fram um að hafa skoðanir á því
hvernig stjórnskipun skuli vera í
landinu. Það tekur enginn völdin
af Alþingi, æðstu löggjafarsamkomu
þjóðarinnar. Þess vegna er atkvæða-
greiðslan á laugardag ráðgefandi.
Alþingi ákvað spurningarnar
Það er ekki við Stjórnlagaráð að sak-
ast. Ráðsmenn gátu ekki ákveðið
að niðurstöðurnar í þjóðaratkvæða-
greiðslunni yrðu bindandi fyrir
land og þjóð. Meira að segja var
það Alþingi Íslendinga sem ákvað
hvaða spurningar skyldu lagðar fyrir
þjóðina á laugardaginn. Það var ekki
Stjórnlagaráð sem ákvað þær. Og
röðun spurninganna er ekki þeirra
verk. Í dag er umræðan hvað mest
um það hvað NEI eða JÁ við fyrstu
spurningunni þýði. Ef fólk segir JÁ
er það þá að samþykkja allar greinar
í tillögum Stjórnlagaráðs. Þannig
er reynt að túlka það. JÁ-svar er
vissulega leiðbeinandi og alþingis-
menn munu taka tillit til þess. Eins
er um Nei-svar. Það er auðvitað ekki
hægt að hundsa það sem kjósandi
mun gera.
Fúsk eða til fyrirmyndar
Það sem ég og væntanlega fleiri óttu-
mst er að skotgrafir flokkanna muni
túlka niðurstöðurnar eftir flokkslín-
um. Línan er útgefin fyrirfram eins
og sjá má af viðbrögðum sumra
foystumanna flokkanna. Áðurnefnd-
ur formaður Sjálfstæðisflokksins gef-
ur afdráttarlaust í skyn að ...
óþarfi sé að taka stjórnskipunina til
heildstæðrar endurskoðunar, enda hafi
meginstoðir hennar reynst vel (eins
og segir í netbréfi til samherja frá
formanninum).
Niðurstöður Stjórnlagaráðs eru
heildarendurskoðun á stjórnskip-
uninni. Hver einasta grein er í sam-
hengi við þá heildarsýn sem speglast
í verkum og tillögum ráðsmanna.
Samkvæmt þessu er lyfseðill for-
mannsins til sjálfstæðismanna (og
annarra) að hafna skuli tillögunum.
Og hvernig sem fer er stefnan tekin
á að efnið skuli ekki skoða í heild
sinni. Það sé óþarfi. Formaðurinn
leyfir sér að kalla verk Stjórnlaga-
ráðsmanna FÚSK. Fólk eigi að
flykkjast á kjörstað til að koma í
veg fyrir að fúskið ráði ekki för, eins
og formaðurinn komst að orði. Sr.
Baldur Kristjánsson sem ritar grein
í Selfoss-Suðurland í dag kemst að
annarri niðurstöðu en formaður
Sjálfstæðisflokksins. Baldur telur að
drög Stjórnlagaráðs myndu sóma
sér vel sem stjórnarskrá lýðveldisins
Íslands.
Hefði átt að spyrja
annarra spurninga?
Menn geta haft skoðanir á því hvort
önnur atriði í tillögum Stjórnlaga-
ráðs hafi lýst betur andanum í tillög-
um ráðsins en það sem fram kemur í
spurningunum sem eru lagðar fyrir
þjóðina á laugardaginn. Kosningin
á laugardag er áfangi á leið. Þjóðin
sjálf í gegnum Þjóðfund kom að
endurskoðunarvinnunni, þúsundir
hafa tjáð sig á netheimum og í öðr-
um miðlum, á alls kyns samkomum,
525 manns (þar af 46 úr Suðurkjör-
dæmi) buðu sig fram í kosningum
til Stjórnlagaþings (sem síðar varð að
ráði) og 25 manns í Stjórnlagaráði
tóku að sér heildarskoðun á stjórn-
arskránni í ljósi mikilla gagna sem
sköpuðust á þeim vettvangi sem á
undan var genginn og meðan á starfi
ráðsins stóð. Sérfræðingar voru kall-
aðir til og samanburður var gerður
á íslensku stjórnarskránni og stjórn-
skipun annarra landa. Hægt er að
öðlast innsýn í starf Stjórnlagaráðs
með því að rýna í fundargerðir þess.
Fundir þess voru opnir og aðgangur
að efni.
Skilaboðin hafa verið skýr
– og við taka samræður
Viðbrögð talsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins eru á
svipaða lund. Líklegast er að niður-
stöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar á
laugardag verði fremur gæddar sterk-
um pólitískum lit en að þær byggist
á ígrunduðum athugunum og bolla-
leggingum. Það styttist í Alþingiskosn-
ingar og eru margir komnir í próf-
kjörsham. Að loknum kosningunum
á laugardag taka við samræður á Al-
þingi Íslendinga til að leiða málið – og
væntanlega - til lykta með endanlegu
lagafrumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Skilaboð þúsunda úti í þjóðfélaginu
hafa verið skýr. Alþingismenn þurfa
að skilja þau og skilgreina þau og gefa
öllum færi á að gera upp hug sinn í at-
kvæðagreiðslunni. Forystumenn stóru
stjórnarandstöðuflokkanna virtust
ætla að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una (og hvetja aðra til þess sama) en
hafa nú snúið við blaði. Hvetja fólk
til að taka þátt í fúskinu og segja nei.
Því miður bendir flest til að niður-
stöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
endurnýjun stjórnarskrár muni fremur
spegla átök milli stjórnmálaflokka en
að upplýst þjóð gangi að kjörborði til
að láta í ljós álit sitt á hvort og hvernig
stjórnskipan og áherslur þjóðar í mik-
ilvægum málaflokkum; um auðlindir,
mannréttindi og miklu fleira skal verða
leiðarvísir að nýju samfélagi.
Fréttaskýring:
Þorlákur Helgi Helgason
Þjóðaratkvæðagreiðsla á laugardag