Selfoss - 24.01.2013, Blaðsíða 9
924. janúar 2013
4. október 2012
12. tölublað 1. árgangur S U Ð U R L A N D
Ölfusárb
rú
Austurvegur
Ey
rav
eg
ur Selfoss
Verið velkomin,
Lára og Arinbjörn.
EVÍTA g jafavörur | Eyraveg i 38 | 800 Selfoss | Sími 553-1900 | ww w.evita.is
gjafavörur á Selfossi
| evita@evita.is
Mikið úrval af fallegum vörum
fyrir heimili og bústaði.
Gott verð og persónuleg þjónusta
Erum á - Evíta gjafavörur
Efnisala–Framleiðsla –Renniverkstæði – Stálsmíði – Landbúnaðartæki
2 Selfossvirkjun út af borðinu? 6 Nýtt brúarstæði á Ölfusá: Suður eða norður – eða niður? Sökin ekki Guðs - heldur mannanna verk8-10
Á að leggja niður jólin?
Umræðan um kosningar um stjórnarskrá sem fer fram 20. október tekur á sig undarleg-
ustu myndir. Fólk er hvatt til að hunsa
þjóðaratkvæðagreiðsluna. Spurningar sem
svara beri séu óljósar og marklitlar. Hvers
vegna má fólk ekki kjósa um áherslur
í stjórnarskrá lýðveldisins? Kosningin
annan laugardag, 20. október er eðlilegt
framhald Búsáhaldabyltingarinnar, til-
lagna Stjórnlaganefndar, Þjóðfundar, þar
sem sat þverskurður af þjóðinni valinn
með slembiúrtaki, ítarlegrar umfjöllunar
Stjórnlagaráðs, margbrotinnar umræðu á
bloggsíðum og öðrum torgum sem fólk
sækir til að tjá sig um efnið. Þá hefur
Alþingi fjallað um tillögurnar og afgreiddi
það út til atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
Alþingi hefur gert margar burðarlitlar til-
raunir til að endurnýja stjórnarskrána án
verulegs árangurs. Nú tóku Alþingismenn
á sig rögg og leggja það í dóm þjóðarinnar
hverjar áherslurnar eiga að vera.
20. október svörum við því skýrt og
skorinort, en þetta er textinn á kjörseðl-
inum:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá?
Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá.
Nei, ég vil ekki að tillögur stjórn-
lagaráðs verði lagðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
náttúruauðlindir sem ekki eru í einka-
eigu lýstar þjóðareign?
Já.
Nei.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já.
Nei.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
persónukjör í kosningum til Alþingis
heimilað í meira mæli en nú er?
Já.
Nei.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
ákvæði um að atkvæði kjósenda alls
staðar að af landinu vegi jafnt?
Já.
Nei.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði
ákvæði um að tiltekið hlutfall kosn-
ingarbærra manna geti krafist þess að
mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já.
Nei.
ÞHH
12. tbl.
8 20. september 2012
Jafnaðarstefnan ein getur gert líf okkar bærilegra
Viðtal við Árna Gunnarsson, fyrrum Alþingismann og fréttamann
Hann býr í dag fyrir utan á á Selfossi og lítur til baka um langan veg. Árni segir
að skemmtilegustu árin hafi verið á
fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Ég fæddist í gamla, fallega sjúkra-
húsinu á Ísafirði 14. 4. 1940. Það
þarf því ekki að koma á óvart, að 4
eru óska- og heillatalan mín. Faðir
minn, Gunnar Stefánsson, var þá
við nám í Háskóla Íslands, en móðir
mín, Ásta Árnadóttir, var hjá bróður
sínum á Ísafirði og fæddi mig við það
tækifæri. Móðurætt mín rekur sögu
sína til Aðalvíkur á Ströndum. Móð-
urafi minn og nafni var skipstjóri
og fórst með togaranum Robertson
í Halaveðrinu 1925. Stór hluti af
karllegg ættarinnar fór í sjóinn.
Móðuramma mín Þorbjörg Magn-
úsdóttir flutti til Reykjavíkur eftir
að afi drukknaði og lést þar sama ár.
Margrét Þorbjörg, eiginkona Thors
Jensen var frænka mín.
– Föðurætt mín er úr Breiða-
fjarðareyjum og af Skógarströnd.
Afi minn Stefán Guðmundsson bjó
á Ósi á Skógarströnd og var einnig
ferjumaður. Þarna átti ég frændfólk
á hverjum bæ; skáld og uppfinninga-
menn. Einn frændinn var kunnur
fræðimaður og átti lengi í bréfa-
skiptum við franska vísindamenn.
Amma mín var Valgerður Hallvarðs-
dóttir, en hún var svo heilsulaus, að
afi varð að bregða búi og flytjast á
mölina í Reykjavík, sem var honum
mikið harmsefni. Það bætti heldur
ekki úr skák, að föðurbróðir minn,
Guðmundur, sem var efnilegt skáld,
drukknaði ungur í lendingu neðan
við Ós í augsýn heimamanna, sem
fengu ekkert að gert. Ég held að þá
hafi amma orðið veik.
Hljóp út úr kirkjunni þegar
pabbi var jarðaður
Foreldrar mínir tóku sér bólfestu í
Reykjavík. Við bjuggum lengi við
Bjargarstíg í Þingholtunum. Þar var
eldað við gas og einn stór kakalón
var í stofunni. Önnur upphitun var
ekki í íbúðinni og hún var helköld á
vetrum. Ég gekk í Miðbæjarbarna-
skólann og átti þar góða daga.
Á þessu varð breyting í febrúar
1951 þegar faðir minn fórst með
flugvélinni Glitfaxa, sem var að
koma frá Vestmannaeyjum, ásamt
19 öðrum farþegum og áhöfn. Þetta
varð mér mikið áfall og heimur
minn hrundi. Ég hafði dýrkað föður
minn. Við minningarathöfn í Dóm-
kirkjunni, þegar lesin voru upp nöfn
hinna látnu og kom að nafni föður
míns, hljóp ég út úr kirkjunni og
fór að bera út dagblaðið Vísi, sem ég
hafði gert um nokkurt skeið.
Barnshugurinn hafnaði þeirri
staðreynd, að faðir minn kæmi
aldrei aftur. Ég hygg að hluti af
sálarheill minni hafi bjargast í dvöl
minni hjá yndislegu fólki í Næfur-
holti á Rangárvöllum, en þar var
ég sumarstrákur og kúareki frá 7
ára aldri í 6 sumur. Hvergi hefur
mér liðið betur um ævina og á þeim
slóðum vil ég liggja eftir ævilok, og
helst sjá til Heklu. Þegar ég hætti að
fara í sveitina, fékk ég sumarvinnu í
frystihúsi í Höfnum á Reykjanesi og
komst þannig á humarbát, sem sótti
mið við Eldey. Verkefni mitt var að
slíta humarinn. Yfir því verki sat ég
nánast allan túrinn. Ég var þá rétt 14
ára. Síðar fór ég kokkur á síldarbát,
Arnfirðing II, og gekk bærilega, en
stýrimaðurinn, sem aldrei fékk ætan
bita heima, kallaði mig stríðskokk
og eiturbyrlara.
Húsnæðisskortur í Reykjavík
Ekki voru þær burðugar trygginga-
greiðslurnar, sem móðir mín fékk
eftir lát föður míns. Við misstum
íbúðina á Bjargarstígnum og urð-
um að sæta afarkostum til að fá
einhversstaðar inni. Á þessum árum
var húsnæðisskortur í Reykjavík
gríðarlegur. Á fáum árum fluttum
við fimm sinnum og ég gekk í þrjá
skóla. Móðir mín starfaði hjá Mjólk-
ursamsölunni og var forstöðukona í
nokkrum mjólkurverslunum. Þetta
var þrælavinna við tilfærslu á þung-
um mjólkurbrúsum og grindum
með hyrnum og fernum. Fyrir var
hún illa gigtveik, með slitgigt, sem
ætt mín hefur glímt við í margar
kynslóðir. En henni tókst að halda
heimili fyrir okkur systkinin.
Mér láðist raunar að segja frá
systur minni, Valgerði Þorbjörgu,
sem ung giftist Jónasi Friðriks-
syni, sómamanni úr Borgarnesi.
Hann hafði hlotið menntun sína
í Bandaríkjunum, ásamt 4 bræðr-
um, og starfaði fyrir bandaríska
herinn við rekstur díselrafstöðva.
Þau bjuggu ýmist á Aludaeyjum í
Alaska eða á Bermundaeyjum. Þau
búa nú í Seattle, eiga þrjá stráka,
mestu myndarmenn, Gunnar, sem
„Barnshugurinn hafnaði þeirri staðreynd, að
faðir minn kæmi aldrei aftur. Ég hygg að hluti
af sálarheill minni hafi bjargast í dvöl minni
hjá yndislegu fólki í Næfurholti á Rangárvöll-
um, en þar var ég sumarstrákur og kúareki frá
7 ára aldri í 6 sumur. Hvergi hefur mér liðið
betur um ævina og á þeim slóðum vil ég liggja
eftir ævilok, og helst sjá til Heklu.“
sem fréttamaður ríkisútvarpsins á vettvangi í surtseyjargosinu 1963. Það
þótti glæfralegt að standa þarna, segir Árni.Leggur og skel í búinu í Næfurholti. Árni (lengst til vinstri) 7-8 ára með Karli Valgarðssyni og Hjördísi morthens.
Í heimsókn í fæðingarbænum Ísafirði. Þarna er ég í góðum höndum með
vinkonu minni, Ingu birnu.
11. tbl.
920. september 2012
Flest brann til grunna, nema tryggingarnar
Á langri ævi minnist ég þess ekki, að ríkisstjórnir hafi
siglt um hið pólitíska haf í koppa-
logni og blíðum byr. Linnulítið
hafa störf allra ríkisstjórna verið
gagnrýnd harkalega, stundum mál-
efnalega en oftar með stóryrtum
fullyrðingum um getuleysi, svik og
hverskonar ræfildóm. Núverandi
ríkisstjórn hefur líklega mátt þola
meiri vammir og skammir en aðrar
ríkisstjórnir í lýðveldissögunni.
Varla getur þó nokkur sanngjarn
maður neitað því með góðri sam-
visku, að núverandi ríkisstjórn hafi
ekki tekist að leysa verulegan hluta
af þeim ógnarvanda, sem steðjaði
að þjóðinni eftir efnahagshrunið.
Vel má spyrja í þessu sambandi
hverjir hefðu betur staðið að verki;
hverjum hefði betur tekist að verja
velferðarkerfið og til að beita skött-
um til meiri tekjujöfnunar.
Núverandi ríkisstjórn hefur nú í
rúm þrjú ár fengist við að slökkva
elda í rústum nýfrjálshyggjunnar.
Þar brann nánast allt til grunna og
vonandi kenningar nýfrjálshyggj-
unnar þar með. Uppbygginga-
starfið er hafið, og þótt sumum
þyki hægt ganga, þá benda flestar
vísitölur hagkvarða til þess, að um-
talsverður árangur hafi náðst.
Það hlýtur hins vegar að valda
áhyggjum, að ferli og hegðan hluta
þjóðarinnar virðist á ný taka á sig
mynd 2007 fáránleikans.
Myndbirtingin er víða og ber að
taka hana alvarlega.
Hörmungar án trygginga.
Sjaldan eða aldrei hefur mikilvægi
almannatrygginga og lífeyrissjóða
komið eins skýrt í ljós og í krepp-
unni. Menn geta velt því fyrir sér
hvernig farið hefði ef þessi öryggis-
net hefðu ekki verið fyrir hendi.
Ég leyfi mér að fullyrða, að án
þessara trygginga hefði skapast hér
eitt mesta hörmungarástand, sem
þjóðin hefði lifað á síðari tímum.
Stundum hvarflar það að mér, að
við lítum á öryggisnetið okkar sem
svo sjálfsagðan hlut, að við gerum
okkur litla grein fyrir mikilvægi
þess og því síður þeim sögulegu
staðreyndum, sem að baki liggja.
Kerfið er bara þarna!
Endurskoðun
almannatrygginga.
Eitt af mikilvægum verkefnum
stjórnvalda er að láta endurskoða
lög um almannatryggingar. Til að
sinna því verkefni skipaði velferð-
arráðherra starfshóp í apríl á síð-
asta ári. Í honum sitja fulltrúar at-
vinnulífsins, hagsmunasamtaka og
stjórnmálaflokka. Í þessum starfs-
hópi hefur náðst samkomulag um
breytingar á kerfi ellilífeyris, þar
sem bótaflokkar eru sameinaðir og
stefnt að lækkun skerðinga vegna
annarra tekna. Þá starfa undirhóp-
ar að skipulagi barnatrygginga og
starfsgetumats.
Almannatryggingar eru einn
veigamesti burðarbiti velferðarkerf-
isins. Víða um lönd eiga velferðar-
kerfi undir högg að sækja í kjölfar
hruns og kreppu. Hér á landi hefur
tekist bærilega að viðhalda kerfi
almannatrygginga, þótt grípa hafi
þurft til nokkurra skerðinga á bót-
um, eins og raunar á ýmsum öðrum
sviðum.
Þróun trygginga.
Áður en farið var að huga að al-
þýðutryggingum hér á landi, voru
kjör fátækra, sjúkra og þeirra,
sem bjuggu við örbirgð, vægast
sagt skelfileg. Í Grágás og einnig
í Jónsbók er getið um framfærslu-
mál, þegar hluti tíundar var ætl-
uð til framfærslu ómaga. Allt frá
1281 og langt fram á 19. öld giltu
hér sérstakar reglur um meðferð
ómaga. Þeir skyldu fá framfærslu
í því sveitarfélagi, sem þeir voru
fæddir í, eða þar sem nægilega
efnaður og nákominn ættingi bjó.
Sveitarfélögin reyndu ákaft að losa
sig við ómegð, og voru ómagar
fluttir á milli sveitarfélaga eins og
hver önnur óværa, sem enginn vildi
sinna. Þeir, sem þáðu framfærslu,
urðu við það réttlausir, m.a. sviptir
kosningarétti.
Í skýrslu hreppstjóra nokkurs frá
1895 um sveitarómaga má m.a.
lesa skilgreiningar hans á ástandi
þeirra: Örvasa gamalmenni, heilsu-
lítill og illa liðinn, heilsulítill og
fákænn, munarlaus aumingi, faðir
félítill hreppsómagi, faðir dáinn
móðir félaus, foreldrar fjarlægir
og kona holdsveik. Sveitarfélög,
eins og Reykjavík, höfðu heimild
til að banna mönnum að setjast að
í sveitarfélaginu, ef slíkt var talið
auka á útgjöld þess.
Í rétta átt.
Fyrsti vísir að almannatryggingum
voru styrktarsjóðir handa heilsu-
litlu og ellihrumu alþýðufólki, sem
stofnaðir voru árið 1890. Slysa-
tryggingar hófust með setningu
laga árið 1903 um dánarbætur til
fjölskyldna sjómanna, sem drukkn-
að höfðu við fiskveiðar. Prentarar
stofnuðu fyrsta sjúkrasamlagið
1897 og Sjúkrasamlag Reykja-
víkur tók til starfa aldamótaárið
1900. Þá var atvinnulaust fólk fyrst
skráð í Reykjavík árið 1926 og lög
um verkamannabústaði voru sett
1929. Fyrstu lífeyrisgreiðslur á Ís-
landi má rekja aftur til ársins 1855,
þegar embættismenn fengu greidd-
an lífeyri samkvæm konunglegri
tilskipan. Engir aðrir nutu slíkra
hlunninda.
Mikil tímamót urðu árið 1936
þegar samþykkt voru lög um alþýð-
utryggingar og Tryggingastofnun
ríkisins var stofnuð. Í greinargerð
með lögunum er á það minnt, að
í stjórnarskrá væri svo fyrir mælt
að hver sá, sem eigi væri fær að sjá
fyrir sér og sínum, skyldi eiga rétt
á sæmilegum framfærslulífeyri. Þá
urðu vatnaskil árið 1969 þegar al-
mennu lífeyrissjóðirnir voru stofn-
aðir með kjarasamningum ASÍ og
VSÍ.
Skortur á markmiðssetningu.
Almannatryggingar hafa tekið
miklum breytingum síðustu ára-
tugi og orðið æ veigameiri þáttur í
uppbyggingu velferðarsamfélags á
Íslandi. Hins vegar hefur nokkuð
á það skort, að sett væru ákveðin
og skýr markmið um tilgang og
þróun almannatrygginga. Þær hafa
tekið breytingum, verið bættar og
endurbættar, án skýrrar markmiðs-
setningar. Breytingar hafa orðið í
kjölfar kjarasamninga, stjórnar-
myndana og stundum í mikilli
skyndingu með illa grundaðri laga-
smíð. Það er því mjög mikilvægt að
endurskoða allt kerfið, eins og nú
er byrjað að gera.
Framtíð velferðar-
samfélagsins.
Framtíð velferðarsamfélagsins
hefur mikið verið til umræðu að
undanförnu, einkum meðal þeirra
þjóða, sem hafa tileinkað sér þau
grundvallaratriði velferðarsamfé-
lagsins, að beita skattakerfi til að
leiðrétta tekjudreifingu markaðar-
ins.
Það er hins vegar útbreiddur
misskilningur, að velferðarsamfé-
lög eins og þau hafa t.d. þróast á
Norðurlöndunum, séu eingöngu
til orðin fyrir fátækt fólk. Það er
einnig mikill misskilningur, að
skattgreiðslur vegna velferðar komi
í veg fyrir jákvæða efnahagslega
þróun.
Almannatryggingar eru hluti af
öryggisneti fyrir alla. Þær koma við
sögu einstaklinga, sem af margvís-
legum ástæðum, s.s. vegna sjúk-
dóma, elli eða örorku, geta ekki
tryggt sér bærilega afkomu. Vel-
ferðin er mælikvarði á siðað samfé-
lag, þar sem ábyrgð manns á manni
er viðurkennd. Það er óumdeild
staðreynd, að óvíða er velmegun
meiri en einmitt í þeim samfélög-
um, sem búa við þróaða velferð.
Stærsta verkefnið, sem nú blasir
við í vestrænum samfélögum, er
stöðugt hækkandi meðalaldur íbú-
anna. Í Evrópu er fyrirsjáanlegt, að
meðalaldur karla muni hækka um 7
ár fram til ársins 2050. Hjá konum
verður hækkunin 6 ár. Talið er, að
þessi þróun muni koma mörgum
ríkjum í mikinn fjárhagsvanda og
er eindregið hvatt til þess, að þegar
verði kannað til hvaða aðgerða
unnt sé að grípa. Staða Íslendinga
gagnvart fjölgun í hópi eldri borg-
ara er um margt góð. Þar vegur
þyngst tiltölulega traust lífeyris-
sjóðakerfi og mikil atvinnuþátttaka
eldri borgara.
Færar leiðir.
Þær leiðir, sem helstu eru nefndar
til að takast á við þessar aldurs-
hækkanir eru:
1. Að seinka lífeyristöku með því
að lengja starfsaldur.
2. Að reyna að draga úr fjölgun ör-
yrkja með áherslu á starfsendur-
hæfingu og starfsgetumati.
3. Aðlögun lífeyrisréttinda að
breyttum lífslíkum og hagvexti
viðkomandi þjóðar og þá stund-
um með rýrnun lífeyrisréttinda.
4. Hækkun iðgjalda til lífeyriskerfa
eða skattahækkanir.
Fulltrúar markaðsaflanna halda
því stöðugt fram, að velferðarkerfi
vesturlanda leggi lamandi hönd á
efnahagslega framþróun. Nauðsyn-
legt sé, að einkavæða trygginga-
kerfin, bæði sjúkratryggingar og
lífeyristryggingar. Þó hefur verið
sýnt fram á, að opinberar almanna-
tryggingar eru fjárhagslega mun
hagkvæmari og réttlátari og stuðla
að meiri jöfnuði.
Góðar og traustar almanna-
tryggingar og lífeyrissjóðir eru
besta vörn hverrar þjóðar gegn
þeirri misskiptingu, sem getur þrýst
hluta hennar niður fyrir fátæktar-
mörk. Að kalla eftir nafngiftinni
velferðarríki og að geta talist meðal
siðaðra þjóða, gerir miklar kröfur
um ábyrgð manns á manni og um
skilning á orðinu SAMFÉLAG.
Það er skylda okkar allra, að
sameinast um að vernda og efla
almannatryggingar og lífeyrissjóði
og búa þannig í haginn fyrir okkur
sjálf og komandi kynslóðir.
Árni Gunnarsson
er verkfræðingur, Jónas, sem kennir
börnum með sérþarfir, og Friðrik,
sem er háttsettur herforingi í land-
gönguliði hersins.
Á unglingsárunum var ég mjög
lausbeislaður. Ég var latur í skóla,
glímdi við skort á einbeitingu,
kannski með athyglisbrest, en lá
endalaust í bókum. Ég eignaðist
góða vini, en minn besti vinur í
barnæsku var Bergsteinn Stefánsson,
sem síðar varð optiker. Ég var mikið
á heimili hans og bjó þar við ástríki.
Vináttubönd
Síðar naut ég þess, að faðir minn og
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum formaður
Alþýðuflokksins og ráðherra, voru
skólabræður og vinir. Gylfi var mér
afskaplega góður og við Þorsteinn,
sonur hans, áttum samleið um skeið.
Á þessum árum voru bundin vin-
áttubönd, sem aldrei hafa slitnað,
og í áratugi höfum við nokkurrir
æskuvinir borðað saman í hádegi
hvern einasta föstudag. Sú vinátta
hefur orðið stöðugt mikilvægari,
en nú hefur, því miður, kvarnast úr
hópnum. -
Þegar ég var 18 ára ákvað ég
að læra flug. Það var dýrt nám en
skemmtilegt. Það var þrælfúlt, þegar
ég þurfti að hverfa frá þessu námi
bæði vegna peningaleysis og sjón-
kvilla, sem ég glímdi við. Ég hafði
nokkru áður farið til Bandaríkjanna
í boði blaðs í New York. Þar var ég
ásamt ungmennum frá 12 löndum,
sem höfðu fengið ferðina í verðlaun í
ritgerðarsamkeppni. Þar kynntist ég
í fyrsta sinn blaðamennsku, og taldi
strax, að á þeim vettvangi myndi ég
kunna vel við mig. Um tvítugt réðist
ég svo til Alþýðublaðsins. Ungur var
ég orðinn mjög pólitískur.
Afinn minn, bóndinn,
var glerharður krati
Merkilegt nokk, þá var bóndinn
hann afi minn glerharður krati,
mikill baráttumaður, og átti stóran
þátt í því, að séra Sigurbjörn Einars-
son varð prestur á Breiðabólstað. En
með þeim og föður mínum var rík
vinátta og séra Sigurbjörn skírði
okkur systkinin. Faðir minn fór í
framboð fyrir Alþýðuflokkinn í
Dalasýslu, en fláði ekki feitan gölt.
Hann starfaði síðan á Alþýðublaðinu
um skeið. Ég gekk í FUJ í Reykjavík
14 eða 15 ára gamall og hef tilheyrt
þessari hreyfingu í meira en hálfa
öld. Ég var kjörinn í stjórn SUJ
og síðar ritari Alþýðuflokksins. Þá
sat ég í ýmsum samstarfsnefndum
norrænu krataflokkanna. Semsagt:
jafnaðarstefnan hefur verið, er og
mun verða í blóðinu til síðasta dags.
Ástæðan er einföld: jafnaðarstefnan
er skynsemisstefna, hún er mann-
úðarstefna og ég hef oft sagt, að
hún tæki verulegt mið af kristnum
Heillaskref, kallar Jóhann Óli, for-
maður Fuglaverndar ákvörðun bæj-
arráðs Árborgar að friðlýsa friðlandið
í Flóa (upp af Eyrarbakka). Ölf-
usréttir í klukkustund. Ítarlegt viðtal
(fyrri hluti) við Árna Gunnarsson:
Jafnaðarstefnan ein getur gert líf okkar
bærilegra.
8 29. nóvember 2012
23.11.1982
Sameinað þing: 20. fundur,
105. löggjafarþing. 88. mál,
vantraust á ríkisstjórnina.
Vilmundur Gylfason:
Herra forseti. Væntanlegt Bandalag
jafnaðarmanna verður andvígt nú-
verandi ríkisstjórn. Ég stend því að
vantrausti því sem mælt hefur verið
fyrir hér í kvöld.
Verðþensla í landinu nemur
næstum 70%, erlendar skuldir
landsmanna nema nær 4 þúsund.
Bandaríkjadölum á hvert manns-
barn, stjórnkerfið er forspillt. Margir
háttvirtir alþingismenn hafa af því
starfa að afla sér fylgismanna með
setu t.d. í bankaráðum og Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. Á meðan
blæðir landinu og hafið er ofnytjað.
Núverandi ríkisstjórn stendur fyrir
frið. Hún stendur fyrir þær sögulegu
sættir sem Morgunblaðið boðaði á
sinni tíð. Þar eru Alþýðubandalag,
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur, þó að nokkrir þeirra séu
að forminu til fyrir utan vegna
persónulegrar styggðar. Og innan
míns gamla flokks eru þau mörg,
sem vilja fá að vera með, þrátt fyrir
vantraustið í dag. Ég vísa í viðtal við
háttvirtan þingmann Magnús H.
Magnússon í Morgunblaðinu fyrir
hálfum mánuði.
Friður gegn fólkinu
En friðurinn í núverandi hæstvirtri
ríkisstjórn er friður gegn fólkinu í
landinu, friður utan um ekki neitt.
Þetta er friður hins þrönga og lokaða
flokkavalds, friður til varnar völdum
og hagsmunum. Þess vegna væri best
að vantraustið væri samþykki og rík-
isstjórnin færi þegar frá. Hvað svo?
Alþingi er skylt að gera tvennt
áður en næstu alþingiskosningar
fara fram. Koma því skikki á efna-
hagsmál sem hægt er, þó það sé
auðvitað þolinmæðisverk sem tek-
ur tíma, og ganga frá frumvarpi til
nýrrar stjórnarskrár. Þetta væri póli-
tískt óhæfuverk að efna til kosninga
í skyndingu áður en slíku verki er
lokið. Þess vegna á að kjósa í vor,
þó svo hið þrönga valdakerfi sé nú
ótt og uppvægt að efna í skyndingu
til kosninga þegar það finnur hina
þungu undirstrauma samfélagsins,
hina hljóðlátu og ábyrgu uppreisn
gegn því sjálfu.
Þegar núverandi hæstvirt rík-
isstjórn, sem auðvitað hefur ekki
aðeins glatað trausti samfélagsins
heldur einnig sjálfstrausti og sjálfs-
virðingu, hefur sagt af sér er það
samt að fara úr ösku í eld, ef ein-
hver ímyndar sér að háttvirtir þing-
menn Geir Hallgrímsson og Kjartan
Jóhannsson ráði við þau verkefni
sem hæstvirtir ráðherrar Gunnar
Thoroddsen og Svavar Gestsson
hafa ekki ráðið við. Slæmt er það,
en verra getur það verið. Slíkt er auð-
vitað engin lausn, í besta lagi brosleg
hugmynd.
Nei, lausnin verður að vera
öðruvísi hugsuð. Við reynum fyrst
meirihlutastjórn á Alþingi. En vænt-
anlega mun það ekki reynast fær leið.
Við reynum þá minnihluta stjórn.
Það er einnig ólíklegt að það gangi,
en þó ekki útilokað. Ef það bregst
verðum við að mynda ríkisstjórn ut-
anþingsmanna. Vitaskuld eru þeir
háttvirtir alþingismenn til, þverpóli-
tískt talað, sem mundu sýna utan-
þingsstjórn fulla ábyrgð meðan verið
væri að koma skikki á efnahagsmál,
eftir því sem hægt er, og ganga frá
drögum að nýrri stjórnarskrá.
Ég treysti til slíkra verka t.d. hátt-
virtum þingmanni Geir Gunnars-
syni, Sighvati Björgvinssyni, Hall-
dóri Ásgrímssyni og Eyjólfi Konráð
Jónssyni. Á meðan þessu færi fram
eru háttvirtir þingmenn Matthías
Bjarnason, Helgi Seljan, Stefán
Valgeirsson og Jón Hannibalsson
að dunda við atkvæðaöflun í Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, banka-
ráðum ríkisbankanna og rándýrum
fjölskylduhátíðum í Broadway.
Menn spyrja: Hver ætti að veita
slíkri utanþingsstjórn forstöðu? Ég
treysti t.d. Jóhannesi Nordal seðla-
bankastjóra til þess, manni sem hef-
ur verið níddur sem ímynd kerfis-
mennskunnar, en hefur nýverið gert
heilli ríkisstjórn og ónýtu valdakerfi
skömm til með því að freista þess að
halda uppi landslögum og réttum
leikreglum í verðtryggingarmálum,
meðan fyrirgreiðslukerfið hefur
skolfið og titrað, nítt og nagað og
reynst ófært um einföldustu stjórn-
arathafnir.
Þeir háttvirtu alþingismenn eru
til, meira að segja margir, sem
mundu koma fram af fullri ábyrgð
við slíkar aðstæður, þó svo flokka-
kerfið, hin þrönga lokaða lágkúra
mundi auðvitað segja nei.
Þetta um ríkisstjórn og van-
traustið. Samandregið er svarið ein-
falt. Ríkisstjórnin er ónýt og á að fara
frá. Og bráðabirgðalögin, eignatil-
færslan vegna hinnar heimatilbúnu
kreppu hins ónýta stjórnkerfis, eiga
auðvitað að falla. Ef menn og samtök
þeirra hafa samið af sér, þá skulu
stjórnvöld gefa samninga lausa. Það
er einföld leið, ábyrgðin til fólksins.
Tillögur Bandalags
jafnaðarmanna
Menn hljóta að sjá og skilja undir-
strikun þeirrar staðreyndar að valda-
kerfið í landinu, hin þröngu og lok-
uðu flokksvöld, hin fölsku völd hafa
brugðist, því að stjórnmálasamtök
sem enn eru ekki formlega til þó
undirbúningur sé vel á veg kominn,
Bandalag jafnaðarmanna, hafa ein
stjórnmálasamtaka sett fram skýrar
tillögur um kjördæma- og stjórnar-
skrármál.
Síðan 1978 hefur setið stjórnar-
skrárnefnd undir forustu hæstvirts
forsætisráðherra. Það að hann skuli
enn sitja þar, þrátt fyrir sitt virðulega
embætti nú, lýsir miklum metnaði
en lítilli dómgreind.
Nýlega hafa háttvirtir alþingis-
menn séð vinnugögn stjórnar-
skrárnefndar. Vinnan er lítils, jafn-
vel einskis virði. Það er umskrift á
nokkrum gömlum greinum stjórn-
arskrárinnar. Ekkert er komið um
nútímaleg ákvæði eins og eignar-
réttarhugmyndir eða mannréttindi
minnihlutahópa, ekkert um frelsi
til tjáningar eða hagsmunasamtök.
Og að því er kjördæmamálið sjálft
varðar er nefndin í sömu sporum og
hún var þegar hún byrjaði.
Með örfáum virðulegum undan-
tekningum sitja þarna varðhundar
valdsins, varðhundar hins þrönga
Vilmundur var engum líkur. Hans tími kom og hvarf – en hugsjónir
hans lifa með þjóðinni. Eiga jafn
mikið erindi við okkur og fyrir
30 árum. Ræða Vilmundar sem
hér er birt var ein samfelld ádrepa
á valdníðslu og ögrun við valda-
kerfið. Hann hlífði engum og allra
síst sjálfum sér. Hann mælti fram
af dýpstu hjartans rótum. Fram-
boð Bandalags jafnaðarmanna var
ákall til ungs fólks. Ég man það
vel að til okkar kom margt ungt
fólk sem skynjaði framtíð í því
sem Vilmundur boðaði. Skoðana-
kannanir bentu til umbyltingar á
stjórnmálasviðinu. En boðskapur-
inn var á undan áætlun. Enn í dag
er valdakerfið ekki í stakk búið að
ræða sumt af því sem BJ stóð fyrir.
ÞHH
Varðhundar valdsins
eru víðar, varðhundar
hins þrönga og lokaða
flokkakerfis. Menn
spyrja af hverju við í
væntanlegu Bandalagi
jafnaðarmanna tökum
þá áhættu sem við ger-
um, því að ekki eigum
við mikla peninga og
ekki eigum við aðgang
að stofnunum valdsins.
Við eigum von
Eftir sem áður er það einstaklingurinn, gleði hans og sorgir sem mestu
máli skiptir. Hann er sjálfur bærastur til að ráða fram úr eigin málum.
Til þess þarf hann aðeins þolanlegar aðstæður, frelsi og frið.
Svo koma þeir fjallhlaðnir skýrslum úr Þjóðhagsstofnun og lesa verðbólg-
utölurnar sínar. Þeir eru ekki ósammála um neitt sem máli skiptir. Í raun og
veru eru þeir allir eins. munurinn er aðeins sá, að sumir eru ráðherrar en
aðrir vilja vera ráðherrar.
16. tbl.
929. nóvember 2012
flokksræðis og hugsa um sjálfa sig
og völd sín, völdin gegn fólkinu í
landinu. Væntanlegt Bandalag jafn-
aðarmanna hefur hins vegar flutt
hér á Alþingi tillögur, sem ég veit
að varla eiga enn mikinn hljóm-
grunn í þessu skelfilega húsi en ég
er samt jafn sannfærður um að muni
eiga fylgi að fagna út um hið víða
og breiða land, ef tekst að brjótast
fram hjá varðhundum valdsins og
til fólksins sjálfs.
Við leggjum til að forsætisráðherra
sé kosinn beinni kosningu í tvöfaldri
umferð ef ekki næst hreinn meiri
hluti í þeirri fyrri. M.ö.o., að landið
verði eitt kjördæmi að því er tekur
til framkvæmdavaldsins.
Við leggjum til að að því er tekur
til löggjafarvaldsins verði kjördæma-
skipun óbreytt.
Við leggjum til að algerlega verði
skilið milli löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds, m.ö.o. að störf hátt-
virtra alþingismanna verði að setja
landinu almennar leikreglur og síðan
að hafa eftirlit með því að þessum
almennu leikreglum sé fylgt.
Við leggjum til að mörkun ut-
anríkisstefnu, sem vitanlega er afar
viðkvæm fyrir eyland í Atlantshafinu
miðju, verði af hendi Alþingis, enda
verði annað hættulegt.
Og við leggjum til að þingrofs-
réttur verði afnuminn, m.ö.o. að
kosið sé reglulega á fjögurra ára
fresti. Þetta mun í senn leiða til
styrkrar stjórnar og mikillar vald-
dreifingar. Umfram allt eru þetta til-
lögur, þar sem hægt er að ná fullum
og réttmætum sáttum milli þéttbýlis
og dreifbýlis, í stað þess byggðastríðs
sem gamla flokkakerfið ástundar um
þessar mundir.
Vitaskuld eru að hluta til tvær
þjóðir í landinu, sú sem byggir þétt
og hin sem byggir dreift. Ekki má
gera of mikið úr slíkri skiptingu, en
það má heldur ekki líta fram hjá
henni. Í þéttbýli er meiri þjónusta,
erfiðara að komast úr og í vinnu, en
samt um sumt meiri möguleikar. Í
dreifbýli vítt hugsað er þessu öfugt
farið. Við verðum að taka tillit til
þessara staðreynda og umfram allt ná
fullum sáttum. Forsvarsmenn gamla
flokkakerfisins vilja ekki sættir. Þeir
vilja ómerkilegt stríð. Þeir vilja stríð
milli landshluta, aðstöðu til sinna
eigin atkvæðaveiða.
Sú leið sem væntanlegt Bandalag
jafnaðarmanna leggur til er fær. En
hún felur miklu meira í sér. Hún
felur það í sér að flokksvöldin, völd
nokkurra hundraða karla og kvenna
í svokölluðum stjórnmálaflokkum
— þar sem menn eru auðvitað
fyrst og fremst að vernda aðstöðu
í verkalýðshreyfingu eða verslun-
arráði — á fjölmiðlum eða jafnvel
í heimi lista og bókmennta verði
brotin upp. Lýðræði verði gert virki
og beint. Ekki aðeins á þessu sviði
heldur mun fylgja í kjölfarið virki
og raunverulegt lýðræði, ekki þröngt
og lágkúrulegt flokksræði í hinum
smærri einingum samfélagsins. Þetta
eru m.ö.o. tillögur fyrir fólk, en ekki
tillögur gegn fólki.
Háttvirtir alþingismenn eiga ekki
að sitja í Kröflunefndum neins kon-
ar, ekki bankaráðum, ekki Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. Þeir eiga
ekki að sitja í útvarpsráði og ákveða
hvaða varðhundur valdsins fær að
tala um daginn og veginn eða stjórna
valdhlýðnum umræðuþáttum í
sjónvarpi. Þetta lokaða valdakerfi
verður brotið upp. Nú á rismikið
fólk, allt fólk að fá sitt tækifæri. Nú
skal bælingin í hinu niðurnjörvaða
flokkavaldi vera á burt.
Ég vil eindregið hvetja þá sem á
mál mitt kunna að hlýða að kynna
sér fyrsta þingskjal væntanlegs
Bandalags jafnaðarmanna, þingskjal
um hreinan aðskilnað löggjafarvalds
og framkvæmdavalds og beina kosn-
ingu forsætisráðherra, og þá sérstak-
lega klassískar ritgerðir þeirra Gylfa
Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannes-
sonar. Þar er lýst með ljósum hætti
hinum raunverulegu vandamálum
íslenskrar stjórnmálasögu, hættum
sem stafa af hagsmuna- og flokka-
valdi.
Annað þingmál væntanlegs
Bandalags jafnaðarmanna er um
það bil að sjá dagsins ljós. Við vilj-
um gefa fiskverð frjálst. Burt með
oddamanninn, burt með ríkisvaldið.
Samningar manna og samtaka þeirra
eiga að vera frjálsir. Menn og samtök
þeirra eiga að bera fulla ábyrgð á því
sem þeir eru að gera og semja um.
Ef húsin semja um hærra verð en
þau geta greitt, þá eiga þau að fara
á hausinn. En ríkið á ekki að greiða
þeim bakreikninga með lækkuðu
gengi, hækkuðu vöruverði fólksins í
landinu. Við viljum frelsi, frelsi fyrir
litlar einingar. Við viljum ábyrgð,
ábyrgð fyrir einstaklinga og samtök
þeirra. Við viljum að samningsgerð
sé frjáls og við viljum að maðurinn
sé frjáls.
Varðhundar valdsins eru víðar,
varðhundar hins þrönga og lokaða
flokkakerfis. Menn spyrja af hverju
við í væntanlegu Bandalagi jafnað-
armanna tökum þá áhættu sem við
gerum, því að ekki eigum við mikla
peninga og ekki eigum við aðgang
að stofnunum valdsins.
Fulltrúar fyrir sjálfan sig
Ég vil segja pólitíska dæmisögu.
Eitthvert veigamesta frumvarp sem
við höfum staðið fyrir hér á Alþingi
er frumvarp til laga um heimild til
handa starfsfólki á stærri vinnustöð-
um að semja sjálft um kaup sitt og
kjör eða hvað annað, þar með talin
félagsmál og aðild að stjórn eða
eignaraðild að fyrirtækjum. Þessi
hugsjón hefur víða verið kynnt á
vinnustöðum og er óhætt að segja
að fólk hafi sýnt henni áhuga. Það
veit að hér er verið að fjalla um aukin
réttindi og aukin völd, að vísu dreifð,
en þess sjálfs.
Við höfum þurft að sæta því, að í
gamla flokknum er eitthvert apparat
sem þeir kalla verkalýðsmálaráð. Þar
sitja nokkrir tugir karla og kvenna
sem meira og minna hafa atvinnu af
störfum í þágu verkalýðshreyfingar.
Aftur og aftur hefur þetta fólk kol-
fellt að gamli flokkurinn sem slíkur
hafi nokkur afskipti af þessu máli,
Annað þingmál væntanlegs Bandalags jafn-
aðarmanna er um það bil að sjá dagsins
ljós. Við viljum gefa fiskverð frjálst. Burt
með oddamanninn, burt með ríkisvaldið.
Samningar manna og samtaka þeirra eiga
að vera frjálsir. Menn og samtök þeirra eiga
að bera fulla ábyrgð á því sem þeir eru að
gera og semja um. Ef húsin semja um hærra
verð en þau geta greitt, þá eiga þau að fara
á hausinn. En ríkið á ekki að greiða þeim
bakreikninga með lækkuðu gengi, hækkuðu
vöruverði fólksins í landinu. Við viljum
frelsi, frelsi fyrir litlar einingar. Við viljum
ábyrgð, ábyrgð fyrir einstaklinga og samtök
þeirra. Við viljum að samningsgerð sé frjáls
og við viljum að maðurinn sé frjáls.
Ræða aldarinnar var hún kölluð.
Við eigum von, sagði Vilmund-
ur Gylfason í magnaðri ádrepu
sem hann flutti þingi og þjóð 23.
nóvember 1982. Ræðan er birt í
blaðinu. Spurt er hvernig minnsti
meirihluti í fámennu sveitarfélagi
eins og Skaftárhreppi geti tekið af-
drifaríkar ákvarðanir í virkjunarmál-
um. Hólmsárvirkjun er undir smá-
sjá. Fjallað er um Jónas Sigurðsson,
tónlistarmann í Þorlákshöfn. Ólafur
Th. Ólafsson listamaður birtir fyrstu
teikningar sínar í blaðinu. Stríðlur
verða fastur liður.
8 19. júlí 2012
Hálf bauni
Við tal við Björgu Þ. Sör en sen
Ég er fædd að Hauka bergi í Dýra firði 26.febrú ar 1940. For eldr ar mín ir voru Val
gerð ur Þór ar ins dótt ir Sör en sen frá
Gerð hömr um í Dýra firði og Thor
vald Sör en sen mjólk ur fræð ing ur
frá Ár ós um á Jót landi. Ég á fjög
ur börn, Jón Guð mund, Val gerði
Önnu, Thor vald Smára og El ísa betu
Stein unni. Barna börn in eru orð in 13
og barna barna börn in eru 5.
Pabbi, Thor vald Sör en sen lær ir
mjólk ur fræði í Dan mörku. 1938 er
aug lýst eft ir mjólk ur fræð ing um til
starfa á Ís landi og pabbi fer til Ís lands
þá 25 ára. Pabbi og mamma kynn
ast á Sel fossi. Hún vann í mötu
neyti mjólk ur bús ins þeg ar þess ir
nýju strák ar komu. Þeg ar mamma
og pabbi taka sam an var fátt um
hús næði á Sel fossi. Mamma fór því
vest ur að Hauka bergi til mömmu
sinn ar, á sín ar gömlu heima slóð
ir og pabbi kom seinna. Það var
held ég í eina skipt ið sem pabbi
fór eitt hvað út á land. Þeg ar ég er
á öðru ári fengu þau loks sum ar
bú stað fyr ir aust an MBF. Þetta hús
var kall að Sól hús, svo að segja má
að ég sé fyrsti Sól hús ar inn. Ég er
elst af fjór um systk in um. Hin eru
Haf steinn, Helga (lát in) og Her dís.
Vinnu hark an í mjólk ur bú inu var
mik il á þess um tíma og vinnu tím
inn lang ur. Menn tóku sér ekki frí
fyri vara laust. Ég man eft ir því eitt
sinn er við Jó hann vor um að fara á
ball aust ur í Njáls búð að þeg ar við
vor um að leggja af stað þá var pabbi
að koma úr vinn unni og þeg ar við
vor um að koma heim af ball inu þá
var pabbi að fara í vinn una. En í
þann tíma var líka langt að fara á
ball í Njáls búð.
For eldr ar mín ir byggðu sér síð an
hús á Tryggva götu 12 hér á Sel fossi
en síð ar að Birki völl um 19 þar sem
þau buggju þar til pabbi lést 1970.
Danska ný lend an varð brátt fjöl
menn á Sel fossi og ef allt er tal ið
til frá þeim fyrstu sem komu er
hóp ur inn núna orð inn stór sem á
dansk ar ræt ur. Og ég finn að þetta
hef ur mót að Sel foss á viss an hátt.
Það mátti glöggt sjá á menn ing ar
kvöld inu á Hót el Sel foss í vet ur þar
sem sögu Dan anna var gerð góð skil.
Ég var af skap lega stolt það kvöld
og glöð.
Föð ur amma og afi voru Jensine
Sör en sen og Rasm us Sör en sen. Bæði
af Jót landi þar sem þau bjuggu alla
tíð. Rasm us var upp boðs hald ari í
Ár ós um sem seldi ým is legt og var
gross er. Pabbi var næst yngst ur af
átta systk in um en langt var á milli
þeirra elstu og yngstu. Amma mín
deyr þeg ar pabbi er 14 ára en afi deyr
seinna eða í stríð inu.
Í haust ætl um við systk in in að fara
til Dan merk ur og þar verð ur hálf gert
ætt ar mót þar sem við ætl um að fara
á slóð ir for feðr anna.
Dönsku blöð in kap ít uli út fyr ir
sig
Finnst þér teng ing in við Dan mörk
leita á þig?
Mér hef ur allt af þótt ákaf lega
vænt um Dan mörku og allt sem
danskt er. Kann ro sal ega vel að meta
Dani. Finnst þeir með skemmti legra
fólki sem ég hef kynnst. Þeir eru
svo skemmti lega lig egl ad. Það er
eitt hvað í mál inu, ein hver húm
or, sem ger ir að manni líð ur vel í
ná vist Dana. Húm or inn danski er
aldr ei ræt inn húm or, en hann get
ur ver ið svart ur. Dansk an leyf ir
margt, orða leik irn ir eru sér stak ir og
skemmti leg ir.
Dönsku blöð in komu út mán að
ar lega og voru kap ít uli fyr ir sig. Þau
urðu mörg um sem bibl ía. Það var
ekki bara að mamma lærði dönsk una
eins og fleiri af blöð un um, held ur
voru mat ar upp skrift irn ar sér stak
ar. Þær var hvergi að finna nema í
dönsku blöð un um. Ég kíki enn þá
í dönsku blöð in og börn in mín lásu
Andr és blöð in á dönsku eins og öll
börn á þess um tíma.
Of dýr mæt ár
Kunn ings skap ur var mik ill milli
fólks á Sel fossi á þess um tím um en
pabbi var mjög hlé dræg ur.
Það var eng inn mun ur á upp
eldi stráka og stelpna á heim il inu.
Ég er ekki al in upp við það að geta
ekki far ið út fyr ir hefð bund inn
ramma kynj anna. Mig lang aði mjög
snemma að fara í mynd list ar nám en
það sem kom í veg fyr ir að það yrði
meira úr því var að pabba þótti það
só un að eyða ár um í mynd list ar nám
þeg ar ekki var hægt að taka próf. Of
dýr mæt ár, sagði pabbi, en það var
vinnu sem in sem réði för.
Hálf- bauni og
öðru vísi mat ur heima
Það er ekki fyrr en ég kemst á full
orð ins ár að ég skynja að það er sér
stakt að eiga for eldri af er lend um
upp runa. Það orð var ekki til þeg ar
ég var ung. Það hét þá að mað ur væri
hálf bauni. Það var eina skil grein ing
in á að eiga er lend an föð ur.
Ja, hvað var það að vera hálf
ur Dani? Það voru þess ir skrýtnu
karl ar í mjólk ur bú inu sem töl uðu
ekk ert mál. Svo voru það sið irn ir
sem Dan irn ir komu með. Alla mína
bernsku kynnt ist ég hænsna kjöti.
Ég fæ enn vatn í munni við til hugs
un ina um súp una henn ar mömmu.
Það fékk eng inn dauð ar hæn ur á
tröpp urn ar hjá sér nema Dan irn ir.
Svo einn dag urðu þær sölu vara og
kost uðu fimm krón ur. Það var ekki
fyrr en seinna að ég átt aði mig á því
að það var öðru vísi mat ur heima.
Mamma var snill ing ur í mat ar gerð
og upp skrift irn ar í dönsku blöð un
um hjálp uðu til.
Okk ur var stund um strítt á því að
vera hálfbaun ar. Ég tók þetta ekki
svo nærri mér, en það var einn skóla
fé lagi sem vissi ná kvæm lega hvern ig
hann átti að ná mér upp. Þá átti ég
ekki heit ari ósk en að eiga stór an
bróð ur sem gæti lúskr að á hon um.
Það var að eins ósk hyggja, ég var elst
systk in anna.
Ég hafði aldr ei
séð leik fanga búð
Þeg ar ég er á tólfta ári ári fæ ég að
fara með mömmu til Dan merk
ur. Það var virk lega tal að um það í
þorp inu að það væri óráð sía að taka
krakka með í ferða lag en það var
samt gert. Við fór um með Gull fossi
að heim sækja skyld menni í Kaup
manna höfn, á Jót landi og víð ar.
Þann ig stóð á að við höfð um sent
mat og fatn að stríðs ár in til ætt ingja.
Við feng um greitt fyr ir og það var
fyr ir þessa pen inga sem við mamma
ferð uð umst.
Mér kom fátt á óvart í ferð inni.
Ég held að við höf um haft víð
ari sjón deild ar hring af því að við
höfð um ann að mál. Dansk an færði
okk ur ann an heim. Það var ekki
bara ann að tungu mál held ur upp
lifð um við það sem pabbi sagði frá.
Mér þótti það allt af und ar legt að
krakk arn ir í Dan mörku gætu ver ið
klifr andi í trjám og stökkv andi út í
vatn, hopp andi og skopp andi úti á
engj um. Þetta lang aði mig að gera
þeg ar ég svo komst til Dan merk ur
12 ára göm ul.
Pabbi hafði kannski sagt frá þessu
öllu sem fyr ir augu bar í ferð inni: Fjölskyldan á niðjamóti saumklúbbsins.
8. tbl.
919. júlí 2012
há um hús um og stór borg um. En
einu hafði hann ekki sagt frá: ég
hafði aldr ei séð leik fanga búð ir. Ég
man enn þeg ar ég stopp aði fyr ir ut
an búð ar glugg ana, þeir voru tveir,
ann ar fyr ir dúkk ur og hin fyr ir bíla.
Að standa þarna fyr ir fram an og sjá
dúkk ur í öll um stærð um og það var
hægt að kaupa föt á brúð urn ar. Ég
varð yf ir mig heill uð. Í hin um glugg
an um voru allt frá smæstu bíl um
sem voru lík lega match box bíl arn ir
sem síð ar urðu fræg ir hér. Ég var
sem límd við búð ar glugg ana svo að
það varð að toga mig í burtu. Frænka
mín var yf ir sig hissa að ég full orð in
stelp an skyldi verða svona agn dofa
yf ir barna dóti. Það er ekki fyrr en
ég var orð in mik ið eldri að ég átt aði
mig á því að pabbi sem kom 25 ára
til Ís lands sagði aldr ei frá þessu þar
sem hann þekkti það ekki held ur
sem barn og ung ling ur.
Ann að sem er mér minn is stætt úr
Dan merk ur ferð inni var þeg ar föð ur
bróð ir minn, Ax el sem var mjólk
ur bús stjóri á Jót landi, bað bíl stjóra
sem flutti ost inn til Þýska lands að
kaupa ban ana. Morg un inn eft ir var
kall að á mig að það væri send ing til
mín. Þau gáfu mér ban ana. Þau
biðu svo spennt að sjá við brögð mín.
Því lík von brigði að bragða þarna í
fyrsta skipti á ban ana. Þetta var eins
og þerri blað, en ég sagði auð vit að
ekki neitt.
Þetta ferða lag okk ar mömmu var
stór kost legt og ég bý enn að minn
ing un um um ferðina.
Sakn aði pabbi þinn Dan merk ur?
Hann var ákaf lega dul ur á það,
en ég heyrði hann aldr ei tala með
sökn uði um Dan mörku. Hann tal
aði hlý lega um Dan mörk og átti sín
ar minn ing ar sem hann deildi með
okk ur og sagði frá. Mín ar minn ing ar
eru um það sem pabbi var að segja.
Hon um þótti mjög vænt um Ís land
og vildi að við pöss uð um það svo lít
ið. Hann brýndi fyr ir okk ur eitt og
ann að til að vernda það sem ís lenkt
er. Hann sagði t.d. að það mætti ekki
koma með jurt ir í er lendri mold af
ótta við að það kynni að bera með sér
smit og þá brýndi hann fyr ir okk ur
að passa hund ana fyr ir hunda æði.
Pabbi sagði frá námi sínu í Dan
mörku. Það var harð ur skóli, mik il
vinna og agi. Það var ekki hlaup ið
heim til pabba og mömmu til að fá
pen ing. Pabba vant aði aldr ei neitt
sem barn, hann var aldr ei svang ur.
Þau bjuggu frek ar ríku lega.
Ást in tók völd in
Þeg ar ég er 12 ára og bú in með
barna skól ann á Sel fossi er Sig urð ur
Eyj ólfs son skóla stjóri. Þá vor um við
bara lát in læra dönsku sem er lent
mál og hún var ekki vin sæl. Það var
helv ... dansk an. Þetta var mjög erf
itt. Vegna upp runa míns var ég oft
lát in bjarga kennslu tím un um með
því að lesa á dönsku og þýða yf ir á
ís lensku.
Ég tók lands próf og lengri varð
skóla gang an ekki. Það hefði held ur
ekki ver ið hægt að senda mig eitt
eða neitt. Ást in tók völd in. 15 ára
kynn ist ég Jó hanni Al freðs syni frá
Lækj ar tungu á Þing eyri. 17 ára er
ég orð in mamma. Þá tek ur við næsti
kafli í lífi mínu. Það var góð ur kafli,
seg ir Björg. 24 ára hef ur hún eign ast
fjög ur börn.
Ein tal úti á snúru
Það blund aði allt af í mér að teikna
og mála og þeg ar við höfð um lok ið
við að byggja í Vall holti á Sel fossi
1967 er Óli Th ná granni minn.
Okk ur lang aði bæði að læra meira
og för um í það að fá kenn ara til að
kenna teikn ingu fyr ir aust an. Af
þeim sem komu er Gylfi heit inn
Gísla son, lista mað ur mér minn is
stæð ast ur. Hann var hvetj andi og
lif andi lista mað ur.
Næst sæki ég um inn göngu í
Hand íða og mynd list ar skól ann og
er ég fyrsti nem and inn sem fær inn
göngu af því að sýna postu líns verk.
Ég kemst inn en þá renna á mig tvær
grím ur. Það var ein tal þar sem ég
stóð úti við snúru staur og hengdi
upp þvott, þar sem ég spurði sjálfa
mig hvort ég væri til bú in að leggja
það á mig og mína að leggj ast í nám,
fara ti Reykja vík ur, koma heim seint
leikfélagar á Tryggvagötunni. Ég og Katla (barnapía), Garðar, Helga, Gunnar,
Hafsteinn, og Hildur.Foreldrar mínir. Þriggja ára, nýkomin á Selfoss.
jensine, föðuramma mín með elsta
soninn Axel. Myndin tekin 1900. Rasmus, föðurafi með soninn jens. Ég 5 ára á Tryggvagötunni.Ég og sonur Bryde mjólkurbússtjóra.
Börnin: jón, Elísabet, Smári og Valgerður.
Mjólkurbúsferðalag 1955: Fr.v. Bjarni, Ingi, Hafsteinn, Dagbjört, jóhann og ég.
Skólaferð til Danmerkur 1981.
Fréttaskýring er um atvinnuleysið
sem hefur minnkað á Suðurlandi.
Hálf-bauni, segir Björg Þ. Sören-
sen í löngu viðtali. Það voru þessir
skrýtnu karlar í mjólkurbúinu ... Í
Harðhaus er fjallað um bragaþing
2012.
8 18. október 2012
Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp til stjórnskipunarlaga:
FÚSK EÐA TIL FYRIRMYNDAR
Líklegt er að niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag muni verða pólitísku marki brenndar fremur en að upplýst þjóð segi álit sitt.
Þingskjal 1398, 138. löggjaf-arþing 112. mál: framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna
(heildarlög).
Lög nr. 91 25. júní 2010.
Lög um framkvæmd þjóðarat-
kvæðagreiðslna.
1. gr.
Álykti Alþingi að fram skuli fara
almenn og leynileg þjóðaratkvæða-
greiðsla um tiltekið málefni eða
lagafrumvarp fer um framkvæmdina
samkvæmt lögum þessum. Niður-
staða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráð-
gefandi ...
Þannig hljóðar upphaf laga um
þjóðaratkvæðagreiðslu – eins og
þá sem fram fer á laugardaginn. Í
núgildandi stjórnarskrá segir ekk-
ert um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það er rangt sem haldið er fram að
þjóðaratkvæðagreiðslan um tillög-
ur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til
stjórnarskipunarlaga (eins og segir
á kjörseðlinum) sé einhvern veginn
öðruvísi en þjóðaratkvæðagreiðsla
geti verið eða eigi að vera.
Það var Alþingi sjálft sem
samþykkti að atkvæðagreiðslan
skyldi vera ráðgefandi. Það er
ekki við aðra að sakast. Það er
heldur ekki þannig að ráðgefandi
atkvæðagreiðsla sé ómerkilegri en
önnur atkvæðagreiðsla. Alþingi er
og verður æðsta löggjafarsamkoma
þjóðarinnar.
Rétt er að drattast á kjörstað
til að segja nei
Formaður Sjálfstæðisflokksins tekur
meðal annarra undir þær vangaveltur
sem fjalla um að þjóðaratkvæða-
greiðslan skipti ekki svo miklu máli.
Rétt sé þó að drattast á kjörstað (fólk
ætti að mæta á kjörstað) ... jafnvel
þótt ekki sé um EIGINLEGA (leturbr.
ÞHH) þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða,
þar sem mál er til lykta leitt, heldur
ráðgefandi kosningu (eins og segir í
netbréfi til samherja frá formann-
inum).
Þetta eru skilaboðin til þjóðar-
innar sem tók þátt í þjóðfundi og
til þeirra þúsunda sem hafa lagt
sig fram um að hafa skoðanir á því
hvernig stjórnskipun skuli vera í
landinu. Það tekur enginn völdin
af Alþingi, æðstu löggjafarsamkomu
þjóðarinnar. Þess vegna er atkvæða-
greiðslan á laugardag ráðgefandi.
Alþingi ákvað spurningarnar
Það er ekki við Stjórnlagaráð að sak-
ast. Ráðsmenn gátu ekki ákveðið
að niðurstöðurnar í þjóðaratkvæða-
greiðslunni yrðu bindandi fyrir
land og þjóð. Meira að segja var
það Alþingi Íslendinga sem ákvað
hvaða spurningar skyldu lagðar fyrir
þjóðina á laugardaginn. Það var ekki
Stjórnlagaráð sem ákvað þær. Og
röðun spurninganna er ekki þeirra
verk. Í dag er umræðan hvað mest
um það hvað NEI eða JÁ við fyrstu
spurningunni þýði. Ef fólk segir JÁ
er það þá að samþykkja allar greinar
í tillögum Stjórnlagaráðs. Þannig
er reynt að túlka það. JÁ-svar er
vissulega leiðbeinandi og alþingis-
menn munu taka tillit til þess. Eins
er um Nei-svar. Það er auðvitað ekki
hægt að hundsa það sem kjósandi
mun gera.
Fúsk eða til fyrirmyndar
Það sem ég og væntanlega fleiri óttu-
mst er að skotgrafir flokkanna muni
túlka niðurstöðurnar eftir flokkslín-
um. Línan er útgefin fyrirfram eins
og sjá má af viðbrögðum sumra
foystumanna flokkanna. Áðurnefnd-
ur formaður Sjálfstæðisflokksins gef-
ur afdráttarlaust í skyn að ...
óþarfi sé að taka stjórnskipunina til
heildstæðrar endurskoðunar, enda hafi
meginstoðir hennar reynst vel (eins
og segir í netbréfi til samherja frá
formanninum).
Niðurstöður Stjórnlagaráðs eru
heildarendurskoðun á stjórnskip-
uninni. Hver einasta grein er í sam-
hengi við þá heildarsýn sem speglast
í verkum og tillögum ráðsmanna.
Samkvæmt þessu er lyfseðill for-
mannsins til sjálfstæðismanna (og
annarra) að hafna skuli tillögunum.
Og hvernig sem fer er stefnan tekin
á að efnið skuli ekki skoða í heild
sinni. Það sé óþarfi. Formaðurinn
leyfir sér að kalla verk Stjórnlaga-
ráðsmanna FÚSK. Fólk eigi að
flykkjast á kjörstað til að koma í
veg fyrir að fúskið ráði ekki för, eins
og formaðurinn komst að orði. Sr.
Baldur Kristjánsson sem ritar grein
í Selfoss-Suðurland í dag kemst að
annarri niðurstöðu en formaður
Sjálfstæðisflokksins. Baldur telur að
drög Stjórnlagaráðs myndu sóma
sér vel sem stjórnarskrá lýðveldisins
Íslands.
Hefði átt að spyrja
annarra spurninga?
Menn geta haft skoðanir á því hvort
önnur atriði í tillögum Stjórnlaga-
ráðs hafi lýst betur andanum í tillög-
um ráðsins en það sem fram kemur í
spurningunum sem eru lagðar fyrir
þjóðina á laugardaginn. Kosningin
á laugardag er áfangi á leið. Þjóðin
sjálf í gegnum Þjóðfund kom að
endurskoðunarvinnunni, þúsundir
hafa tjáð sig á netheimum og í öðr-
um miðlum, á alls kyns samkomum,
525 manns (þar af 46 úr Suðurkjör-
dæmi) buðu sig fram í kosningum
til Stjórnlagaþings (sem síðar varð að
ráði) og 25 manns í Stjórnlagaráði
tóku að sér heildarskoðun á stjórn-
arskránni í ljósi mikilla gagna sem
sköpuðust á þeim vettvangi sem á
undan var genginn og meðan á starfi
ráðsins stóð. Sérfræðingar voru kall-
aðir til og samanburður var gerður
á íslensku stjórnarskránni og stjórn-
skipun annarra landa. Hægt er að
öðlast innsýn í starf Stjórnlagaráðs
með því að rýna í fundargerðir þess.
Fundir þess voru opnir og aðgangur
að efni.
Skilaboðin hafa verið skýr
– og við taka samræður
Viðbrögð talsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins eru á
svipaða lund. Líklegast er að niður-
stöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar á
laugardag verði fremur gæddar sterk-
um pólitískum lit en að þær byggist
á ígrunduðum athugunum og bolla-
leggingum. Það styttist í Alþingiskosn-
ingar og eru margir komnir í próf-
kjörsham. Að loknum kosningunum
á laugardag taka við samræður á Al-
þingi Íslendinga til að leiða málið – og
væntanlega - til lykta með endanlegu
lagafrumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Skilaboð þúsunda úti í þjóðfélaginu
hafa verið skýr. Alþingismenn þurfa
að skilja þau og skilgreina þau og gefa
öllum færi á að gera upp hug sinn í at-
kvæðagreiðslunni. Forystumenn stóru
stjórnarandstöðuflokkanna virtust
ætla að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una (og hvetja aðra til þess sama) en
hafa nú snúið við blaði. Hvetja fólk
til að taka þátt í fúskinu og segja nei.
Því miður bendir flest til að niður-
stöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
endurnýjun stjórnarskrár muni fremur
spegla átök milli stjórnmálaflokka en
að upplýst þjóð gangi að kjörborði til
að láta í ljós álit sitt á hvort og hvernig
stjórnskipan og áherslur þjóðar í mik-
ilvægum málaflokkum; um auðlindir,
mannréttindi og miklu fleira skal verða
leiðarvísir að nýju samfélagi.
Fréttaskýring:
Þorlákur Helgi Helgason
Þjóðaratkvæðagreiðsla á laugardag
13. tbl.
918 október 2012
Hver erum við – og hvert ætlum við að fara?
- Nýja stjórnarskráin gerir ráð fyrir miklu öflugra
almannavaldi en við höfum átt að venjast,
segir sr. Baldur Kristjánsson um tillögur stjórnlagaráðs.
Drögin að stjórnarskrá sem við greiðum atkvæði um á laugardaginn myndu
að mínum dómi sóma sér vel sem
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Þau standast að mínu viti fyllilega
samanburð við aðrar nýrri stjórn-
arskrár í Evrópu og eru í sama fasa
og þær.
Það má alveg sjá aldur stjórnar-
skráa eftir uppbyggingu þeirra og
innihaldi. Eftir því sem mann-
réttindaákvæði eru fyrirferðar-
meiri því nýrri er stjórnarskráin.
Mannréttindakafli draganna er
bæði ítarlegur og í fullu samræmi
við Mannréttindasáttmála Evrópu
og Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu Þjóðanna. Þessi ákvæði eru
í stíl við það sem gerist nútildags
en ef við flettum gömlum stjórn-
arskrám eins og þeirri dönsku þá
eru mannréttindákvæðin miklu
fábrotnari.
Vantað sameiginlegan skilning
Flestar stjórnarskrár í Evrópu
verða til eftir stríð og verða til í
kjölfar mikilla umbrota. Sú ítalska
1947 og sú þýska 1949. Flest eða
mörg fyrrum austantjaldsríki hafa
sett sér stjórnarskrá síðan 1990.
Í þeim hópi eru Eystrasaltsríkin
Eistland og Litháen sem setja sér
stjórnarskrá nýfrjáls 1992. Löndin
á Balkanskaga hafa verið að setja
sér stjórnarskrá. Þar vil ég nefna
stjórnarskrá Svartfjallalands frá
2007, mjög nútímaleg. Önn-
ur ríki hafa endurskoðað stjórn-
arskrár sínar. Danmörk 1953,
Svíþjóð 1974 og Holland 1982
og Finnland 2000. Ísland sjálft
hefur veriða að bæta sína bótum
og má nefna mannréttindaákvæði
um miðjan tíunda áratuginn og
kjördæmisskipunarklastur af og til
en þessi drög núna eru fyrsta heil-
stæða tilraunin til þess að þjóðin
setji sér stjórnarskrá en sú fyrri er
að uppistöðu til eins og við vitum
arfur frá Dönum sem sjálfir hafa
fyrir löngu endurritað sína.
Ástæðan: Það hefur sennilega
alltaf vantað sameiginlegan skiln-
ing á því hver við erum og hvert við
ætlum að fara. Við sitjum hér fá á
feykilega stóru landi með miklar og
verðmætar auðlindir. Aðgengi að
þeim skiptir öllu máli og þess vegna
hafa stjórnmálin einkennst af átök-
um. Á seinni hluta 20. aldar er hér
hvorki stéttarskipting til að leysa
málin eða sterk stjórnunarhefð og
því hafa stjórnmálin einkennst um
of af upplausn og átökum.
Náttúran hefur gildi í sjálfu sér
Auðlindaákvæði draganna er óvenju
skorinort enda býr Ísland yfir auð-
lindum sem eru þess eðlis að að-
gangur að þeim og umgjörðin um
þann aðgang skiptir miklu máli.
Umhverfisverndarkaflar hafa orðið
æ marktækari eftir því sem tíminn
líður. Náttúruverndarákvæðum má
skipta í tvennt. Þeim sem gera ráð
fyrir að náttúran sé til mannanna
vegna og það sé vegna okkar sjálfra
og afkomenda okkar sem okkur beri
að fara vel með hana. Hins vegar
eru ákvæði sem gera ráð fyrir því
að náttúran hafi gildi í sjálfu sér,
án tillits til manna. Þessi hugsun
hefur verið að ryðja sér til rúms
og 33. grein draganna ber vott um
slíka hugsun. Annars má segja það
sama um nátturuverndarkaflann og
mannréttindakaflann. Í þessa átt
hafa stjórnarskrár verið að þróast.
Öflugra almannavald
Stjórnarskrár eru í eðli sínu sáttmál-
ar um samfélag þeirra sem byggja
tiltekið landssvæði og þar er líka
lagður grunnur að því hvernig fólk
velur sér aðila til að stýra almanna-
valdinu. Ásamt því að festa í sessi
þingræðið sem við megum vera stolt
af gerir nýja stjórnarskráin ráð fyr-
ir miklu öflugra almannavaldi en
við höfum átt að venjast og tölu-
verðri breytingu á kosningalögum ,
starfi þings, ríkisstjórnar og forseta.
Ekkert af þessu er þó nýtt. Allt
á sér fyrirmyndir í stjórnarskrám
annarra ríkja þó samsetningin verði
séríslensk eins og stjórnkerfið okkar
er nú.
Helstu breytingar þær að vald-
mörk eru skýrari og réttur almenn-
ings til ákvarðantöku aukinn.
Kveikjan að þessari stuttu sama-
tekt er að undirritaður hefur
unnið með stjórnarskrár margra
Evrópuríkja. Ekkert í þessum ís-
lensku drögum kemur á óvart. Í
megindráttum eru þetta nútímaleg
stjórnarskrárdrög og stjórnarskrá
byggð á þeim yrði mikil bót frá því
sem er.
Baldur Kristjánsson,
prestur í Þorlákshöfn
Ég tel það skyldu mína
sem þegns í lýð-
ræðisríki. Aukin
heldur má ýmislegt
færa til betri vegar
í stjórnarskránni
þótt klúðurslega
og kjánalega sé að
þessari atkvæða-
greiðslu staðið í þetta sinn. En fall
er vonandi faraheill. Þjóðin á að ráða
miklu meiru en hún hefur fengið
hingað til.
Ég nýti að sjálf-sögðu lýðræðis-
legan rétt minn og
tek þátt í þessari
mikilvægu þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ég
styð endurskoðun
stjórnarskrár Íslands
og tel sérstaklega
mikilvægt að til-
lögur stjórnlagaráðs
um náttúru Íslands og náttúruauð-
lindir verði í nýrri stjórnarskrá.
Alveg sama um-hvað er kos-
ið þá er rétturinn
til þess alltaf jafn
dýrmætur. Það vill
örugglega engin að
í framtíðinni verði
litið til baka og ekki
kosið um einhver
málefni því sagan
sanni að fólk mæti
hvort eð er ekki til
að kjósa.
Af því að ég bý í lýðræðisríki
og trúi á lýðræðið
og þau mann-
réttindi að fá að
segja mína skoðun
í kosningu.
Ég tel það skyldu mína sem þegn
í lýðræðisþjóðfélagi
og með því heiðra
ég minningu þeirra
kvenna sem börð-
ust fyrir því að kon-
ur fengju kosninga-
rétt.
Já, ég ætla að taka þátt í þjóðarat-
kvæðargreiðslunni
20. október vegna
þess að ég vil
breytingar
Af því að ég vil í fyrsta lagi nýta
kosningaréttinn, tel
það afar mikilvægt
að fólk nýti hann
og geri sér grein
fyrir því að það að
hafa kosningarétt
séu ekki sjálfgefin
réttindi. Í öðru lagi
vil ég koma mínum sjónarmiðum á
framfæri með atkvæði mínu.
Því það er einstakur at-
burður að geta
kosið um stjórnar-
skrá. Okkur ber, í
lýðræðislegu þjóð-
félagi, að taka þátt
í þjóðaratkvæða-
greiðslum. Hvort
sem við erum á
móti einhverjum liðum eða með,
þá er mikilvægt að mæta á kjörstað
og skila inn sínu atkvæði. Með því
erum við að stuðla að auknu lýðræði
og einnig erum við að sýna forverum
okkar, sem barist hafa fyrir lýðræði
áður fyrr, verðskuldaða virðingu.
Vil þessar breytingar
allar inn.
Ætla sunnlendingar að taka þátt
í kosningunum á laugardag?
Guðmundur
Sæmundsson
háskóla-
kennari,
Laugarvatni
Daníel Haukur
Arnarsson,
söngvari,
Þorlákshöfn
ólafía Jak-
obsdóttir,
forstöðumaður
kirkjubæjar-
stofu á kirkju-
bæjarklaustri
elín
einarsdóttir,
oddviti
Mýrdalshrepps
Arndís Ásta
Gestsdóttir,
leikskóla-
kennari
Selfossi
berglind rós
Magnúsdóttir,
eigandi og
yfirhönnuður
beroma, Sel-
fossi. Snáðinn
á myndinni er
Hafberg Snær
Guðrún Vald-
emarsdóttir
garðyrkjukona,
Hveragerði
Sædís ósk
Harðardóttir
sérkennari,
eyrarbakka
björn e. Har-
aldsson fram-
kvæmdastjóri,
Stokkseyri
Tölvupóstur var
sendur út af ritstjórn-
arskrifstofunni.
Allir sem svöruðu
ætla á kjörstað.
En hvers vegna?
Hér koma
svör þeirra.
Sr. baldur kristjánsson
Við sitjum hér fá á feykilega stóru landi með miklar og verðmætar auðlindir, segir baldur
Fúsk eða til fyrirmyndar er titill frétta-
skýringar ÞHH um þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs.
Sr. Baldur Kristjánsson fjallar einnig
um efnið og sunnlendingar og
þingmenn Suðurkjördæmis svara.
Kristjana Sigmundsdóttir fjallar
um norðurljós, Einar Benediktsson
og Grímsstaði á Fjöllum. Greint
er frá rannsókn á líðan nemenda
í Menntaskólanum á Laugarvatni
og um sáttmála gegn einelti í Vest-
mannaeyjum.
9. tbl.
Olweusaráætlunin gegn einelti í tíu
ár á Íslandi. Nautn og notagildi er
áhugaverð sýning í Listasafni Árnes-
inga í Hveragerði. Hörgsárgljúfur á
Síðu í máli og myndum á þremur
síðum. Myndin frá skjalasafninu er
úr þorrablóti SS og MBF 31. janúar
1959.
8 1. nóvember 2012
Í þágu hins skapandi starfs
Um starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni
Víða um heim eru starfræktir dvalarstaðir fyrir skapandi fólk (e. residency for cr
eative people) sem gefa listamönn
um og fræðimönnum tækifæri til
að hittast, dvelja saman í ákveðinn
tíma og sinna listsköpun sinni eða
rannsóknum í nýju umhverfi. Gull
kistan á Laugarvatni gegnir þessu
hlutverki og hugsjónafólk ætlar sér
að stefna hærra.
Hugmyndin sem býr að baki
þessu snýst um að komast úr sínu
vanabundna samfélagi þar sem hver
og einn hefur skyldur við umhverfi
sitt og aðra og gera eitthvað annað
en hann er vanur að glíma við. Á
dvalarstaðnum skapast næði til að
fást við skapandi starf í nýju og jafn
vel framandi umhverfi, annarskonar
orka leysist úr læðingu, það myndast
sambönd og tengsl manna á milli og
hugmyndir verða til.
Af öðrum sjónarhóli og
sjálfan sig í nýju ljósi
Allt er þetta gert í þágu hins skap
andi starfs. Umhverfið sem sótt er
heim býður upp á aðra möguleika
sem kalla á annarskonar útfærslu á
veruleikanum. Einstaklingurinn sér
heiminn frá öðrum sjónarhóli og
sjálfan sig í nýju ljósi. Hann dvel
ur innan um fólk sem kemur úr
líkum og ólíkum menningarheim
um en hefur eigi að síður svipaðar
væntingar til lífsins.
Hugmyndin að baki alþjóðleg
um dvalarstöðum slær í fullkomn
um takti við hugmyndir víðsýnna
stjórnmálamanna um veröld þar sem
ríkir meiri virðing og dýpri skilning
ur á milli ólíkra menningarheima.
Um leið og starfsemi dvalarstað
anna eflir menningu og menntun
í heimalandinu byggir hún brýr og
býr til tengingar milli ólíkra heims
hluta. Viðhorf listrænnar sköpunar
og hlutlægni vísindalegra aðferða er
mikilvægt og nauðsynlegt afl til að
slá á fordóma fólks af ólíkum upp
runa.
Um eitt þúsund dvalarstaðir (eða
residensíur) eru nú starfræktir víða
um heim og segja má að engir tveir
þeirra séu eins. Allir búa yfir sínum
sérkennum og sjarma. Vinnurýmin
geta verið stór eða lítil, sameiginleg
eða út af fyrir sig. Þau geta verið
hönnuð og hugsuð út í þaula eða
opin, frjálsleg og tilraunakennd. Á
meðan sumir dvalarstaðir sérhæfa
sig á ákveðnu sviði listsköpunar
leggja aðrir áherslu á fjölbreytni og
samstarf ólíkra greina lista og fræða.
Dvalartími gestanna er líka mismun
andi, allt frá tveimur vikum til hálfs
árs og sumstaðar er hægt að dvelja
samfellt í heilt ár. Á vefsvæði sam
takanna Trans Artist er hægt að finna
nákvæmar upplýsingar um hvern og
einn þessara staða.
Skapandi starf og samskipti
fólks að leiðarljósi
Í langflestum tilfellum njóta þessir
dvalarstaðir stuðnings og velvilja
frá nærsamfélagi sínu, fjárhagslegs
stuðnings hins opinbera og hins
alþjóðlega samfélags. Enda er svo
litið á að starfsemi þeirra sé fyrst og
fremst unnin í þágu annarra með
skapandi starf og samskipti fólks að
leiðarljósi. Um fjárhagslegan gróða
er ekki að ræða enda er þessi starf
semi skilgreind sem „nonprofit“
sem þýðir að hún standi undir sér
og skapi launuð störf þeirra sem sjá
um umsýslu og daglegan rekstur
staðarins.
Samkvæmt upplýsingum Trans
Artist eru skráðir dvalarstaðir á Ís
landi níu talsins. Tveir eru staðsettir
í Reykjavík en einn á hverjum eft
irtalinna staða: Hafnarfirði, Seyðis
firði, Ólafsfirði, Hofsósi, Skag
strönd, Hellissandi og á Laugarvatni
þar sem starfsemi Gullkistunnar
dvalarstaðar fyrir skapandi fólk
hefur verið rekin síðan árið 2009.
Starfsemin fer að stærstu leyti fram
á sveitabænum Eyvindartungu sem
Gullkistan leigir undir starfsemina
ásamt rúmgóðu vinnustofurými. Þar
er pláss fyrir fimm listamenn en auk
þess leigir Gullkistan fjórar íbúðir í
blokk Byggingarfélags námsmanna
á Laugarvatni yfir sumarmánuðina.
... fyrst og fremst af gleði og
í þeirri trú að starfsemin eigi
eftir að vaxa og dafna
Þrátt fyrir að Gullkistan hafi á þessu
ári tekið á móti sínum hundraðasta
gesti býr hún ennþá við óþolandi
öryggisleysi. Framkvæmdastjórar
hennar, Alda Sigurðardóttir og
Kristveig Halldórsdóttir segja að
allt sem þær leggi til starfseminnar
byggi á áhuga þeirra, ánægju og trú
á starfseminni. „Við gætum þess
að vera réttu megin við núllið.
Við höfum fengið styrki í afmörk
uð verkefni og nú í fyrsta sinn í
reksturinn. Við gerum þetta fyrst
og fremst í þeirri trú að starfsemin
eigi eftir að vaxa og dafna og njóta
meira öryggis í framtíðinni. Við
viljum vera á Laugarvatni því okk
ur finnst þessi starfsemi hvergi eiga
betur heima en erum samt alltaf að
leita að framtíðarlausnum og við
höfum nokkrum sinnum hafnað
boðum frá öðrum svæðum um að
flytja starfsemina. Margir hér á
svæðinu vilja okkur vel en það fer
lítið fyrir áþreifanlegum áhuga, það
kemur vonandi smátt og smátt. Við
vitum vel að gestir Gullkistunnar
eru glöggir og næmir og þeir hafa
tekið stóra og erfiða ákvörðun um
það að setjast tímabundið að fjarri
heimahögum. Þeir verða Laugvetn
ingar í skamma stund og síðan æv
inlega og við höfum átt með þeim
fjölda fróðleiks og gleðistunda.“
Hjartastaður Laugarvatns er án
nokkurs vafa Héraðsskólahúsið.
En það hjarta hefur ekki slegið í
áratugi. Húsið var tekið til gagn
gerra endurbóta fyrir nokkrum
árum í þeim tilgangi að bjarga því
Indverski listamaðurinn baniprosonno og kona hans Putul heimsóttu Ísland í fjórða sinn nú í haust og dvöldu á Gull-
kistunni hluta úr október. bani á ekki orð til að lýsa því hvað honum finnst allt við Gullkistuna vera stórkostlegt og
áður en þau fóru gaf hann nokkur málverk sem hann hafði unnið að. var það viðbót við myndarlega gjöf teikninga
og málverka sem hann gaf Gullkistunni árið áður. Andvirði seldra mynda fer allt í rekstur Gullkistunnar.
Gestir Gullkistunnar í september komu frá Póllandi, eistlandi og bandaríkjunum. einn þeirra, Kyle Williams var hund-
raðasti gestur Gullkistunnar frá vorinu 2009 þegar fyrstu gestirnir komu og dvelur hann við vinnu í eyvindartungu
til loka nóvember.
„Það er ekki síður mik-
ilvægt fyrir Laugarvatn
að fá þessa alþjóðlegu
tengingu í gegnum
menningu og listir. Þetta
er jákvæð starfsemi,
uppbyggileg, fjölþjóðleg,
menningartengd og skil-
ar sér margfalt til baka.
En til þess að svo verði
þarf að skjóta undir
hana styrkari fótum.“
14. tbl.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og
Stokkseyri er elsti barnaskóli lands-
ins. Haldið var upp á 160 starfs-
afmæli. Starfsemi Gullkistunnar á
Laugarvatni eru gerð ítarleg skil í
opnu. Frambjóðendur í flokksvali
Samfylkingarinnar í kjördæminu
kynna sig og stefnumál.
Oddný – Björgvin
Samfylkingin ríður á vaðið og efnir fyrst flokka á Suðurlandi til prófkjörs um val á lista fyrir
Alþingiskosningar 2013. Flokksval heit-
ir það og felst í því að þau mega kjósa
sem eru flokksbundin eða skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu. Um 800 manns
hafa látið til leiðast að taka þátt sem
stuðningsmenn og gæti sá hópur ráðið
úrslitum. Kjörsókn um síðustu helgi hjá
Samfylkingunni í Kraganum þar sem
Árni Páll formannskandídat fór með sig-
ur af hólmi var 37% og í sama kjördæmi
hjá Sjálfstæðisflokknum helmingi lægri.
Ef flest hinna 800 kjósa (sem þeir geta
gert heima hjá sér) munu þau vega þungt
í bunkanum.
Kosið er um 4 efstu á listanum en 11
keppa um sætin. Oddný G. Harðardótt-
ir og Björgvin G. Sigurðsson bjóða sig
fram í fyrsta sæti, en auk þeirra keppir
Bryndís Sigurðardóttir um 1. - 4. sæti.
Aðrir sækjast eftir 2. sæti eða neðar.
Þingmenn (og ráðherrar) hafa öllu jöfnu
nokkurt forskot í prófkjörum og er ekki
búist við að hér verði miklar sviptingar.
Keppnin um þriðja sætið gæti orðið tví-
sýn og heyrst hefur að fylkingar takist á.
Undirritaður spáði rétt um fylgið milli
efstu manna í Kraganum um síðustu
helgi en lætur hjá líða að setja nokkuð
á blað að sinni. Sú/sá sem lendir í fyrsta
sæti muni þó þurfa a.m.k. 650 atkvæði
til að ná kjöri. ÞHH
15. nóvember 2012
15. tölublað 1. árgangur S U Ð U R L A N D
Hjallahraun 2 - 220 Hfj.
s. 562 3833 - www.asafl.is
asafl@asafl.is
Isuzu - Doosan
FPT - Baudouin Rafstöðvar og trilluvélar Sand og slógdælur Bógskrúfur
Zink - Gírar - Dælur - Ásþétti - Aflvélar - Hljóðkútar - Rafstöðvar - Stýrisvélar - Miðstöðvar - Snúningsliðir - Skrúfubúnaður
Efnisala–Framleiðsla –Renniverkstæði – Stálsmíði – Landbúnaðartæki
Mikið úrval af hand-
og loftverkfærum
fyrir verkstæði.
-- sjá netverslun --2 Hverjir flytja á Árborgarsvæðið? 8–9 grös in grænuguðfögur sól Kúskús – að hætti hússins14
15. tbl.
Flokksval Samfylkingarinnar er
handan við hornið og fleiri skrifa
í blaðið. Fjallað er um sérstöðu Ár-
borgar þar sem fleiri vilja sérbýli en
í öðrum sveitarfélögum. Þá er greint
frá tekjum í landbúnaði á Suður-
landi. Grösin grænu/guðfögur sól er
titill greinar KS um Jónas Hallgríms-
son í tilefni Dags íslenskrar tungu.
Sagt er frá Vinaminni í Þjórsárskóla.
Fullkomið
heitt súkkulaði
Hitið að suðu, setjið í bolla,
skreytið með þeyttum rjóma
og njótið.
3100 g Lindu suðusúkkulaði
1 l mjólk
1
2
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 123
4
0
8
– ómótstæðilega gott
Kranar og mót
Akralind 8
Sími: 564 6070www.kvarnir.is
Mótaplötur á góðu verði!
50 250 300x - cm
Ál hjólapallar / veggjapallar
Akralind 8
Sími: 564 6070www.kvarnir.is
Veðurnet / Öryggisnet
Áltöppur / stigar
Akralind 8
Sími: 564 6070www.kvarnir.is
Ál tröppur / Ál stigar
Ál búkkar og ástönd
Sérsmíðum stiga og tröppur ef óskað er
Það fjaraði undan
Vestmannaeyjum
... nú erum við
eitt stöndugasta
sveitarfélag landsins
Ef ég fengi fimm orð til að lýsa mér myndi ég nota orðin: einarður, baráttuglaður,
námsfús, áhugasamur og hugrakkur.
... Mín gæfa hefur verið að taka
þátt í stýra sveitarfélaginu bæði á
erfiðum tímum og góðum. Ég hlaut
þá meðgjöf í starfi að koma að því
með frábæru fólki bæði í meirihluta
og minnihluta. Árið 2006 þegar
núverandi meirihluti tók við hafði
bæjarfélagið siglt í gegnum mikla
brimskafla. Þrátt fyrir góða viðleitni
og trúmennsku í störfum þeirra sem
áður voru við stjórnvölin fjaraði
undan Vestmannaeyjum. Við það
fólk er ekki að sakast.
... . Ég er sannfærður um að hér
í Vestmannaeyjum getum við tekið
að okkur nánast allan ríkisrekstur.
Til að mynda tel ég að mikill hag-
ræðingamöguleiki sé í því fólginn að
Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur
Framhaldsskólans, heilsugæslunnar
og svo margt fleira.
Lesið viðtal á síðu 8-10
6 Það árar vel- Elías í Löngu 6 Hugsa með hlýhug til Eyja- Þorvaldur biskupsritari 8–10 Forréttindi að þurfa ekki að flækja málin- Elliði bæjarstjóri
Sáttmáli gegn einelti í Vestmannaeyjum slær í gegn
Græni karlinn
varð að tákni,
segir Helga Tryggvadóttir verkefnastjóri
í Grunnskóla Vestmannaeyja
Það vakti mikla athygli þegar Grunnskóli Vestmannaeyja reið á vaðið í haust og nem-
endur og starfsmenn buðu öllum
bæjarbúum að undirrita sérstakan
sáttmála gegn einelti. Við vildum
fyrst og fremst vekja athygli á þessu
alvarlega máli og að fólk áttaði
sig á því að þetta væri ekki bara
einkamál okkar í skólanum, segir
Helga Tryggvadóttir, verkefnisstjóri
í Olweusaráætlun skólans. Helga
segir að enn megi sjá verksummerki
um að fólk hafi tekið þetta til sín á
vinnustöðum um allan bæ.
Sáttmálinn hefur einnig vakið
athygli út fyrir bæjarmörkin og
orðið fyrirmynd að bættum sam-
skiptum meðal fólks. Það sem
heppnaðist líka, segir Helga, er að
GRÆNI karlinn sem allir nem-
endur þekkja hefur orðið að tákni
fyrir vinnu að bættri líðan og gegn
einelti hvar sem er.
Vinaárgangar vinna saman efni í anda eineltisáætlunarinnar
13. desember 2012
1. tölublað 1. árgangur
17. tbl.
Blaðkálfur um Vestmannaeyjar.
Viðtal við Elliða Vignisson bæjar-
stjóra: Forréttindi að þurfa ekki að
flækja málin. Jólahugvekja er eftir
sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur
prófast. Bókarýni er ýtt og vör.
Hannyrðabúðin á Selfossi er kynnt
til sögunnar.
Stórt er spurt á forsíðu. Tilefnið er
atkvæðagreiðsla um tillögur stjórn-
lagaráðs. Fréttaskýring er um kosti
Selfossvirkjunar í Ölfusá. Niðurstaða
Verkfræðistofu Suðurlands var óví-
ræð. Gylfi Þorkelsson blandar sér í
umræðu um nýtt brúarstæði við Sel-
foss. Fyrirsögnin er Suður eða norður
– eða niður? Framhald viðtals við
Árna Gunnarsson.
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
90
07
3
/1
2
Leitaðu ekki langt yfir skammt
við erum ávallt nærri
Afgreiðslutími:
mánud.–föstud. 9.00–18.30
laugard. 10.00–14.00
Lyfja Selfossi
Austurvegi 44
Sími 482 3000
www.lyfja.is
6. september 2012
10. tölublað 1. árgangur S U Ð U R L A N D
Efnisala–Framleiðsla –Renniverkstæði – Stálsmíði – Landbúnaðartæki
Mikið úrval af hand-
og loftverkfærum
fyrir verkstæði.
-- sjá netverslun --
Hvaleyrarbaut 39,
220 Hafnarfj.
www.el-bike.is
RAFMAGNSREIÐHJÓL
Verð frá 149.800,- stgr.
Bindir & stál ehf
(Já, þú last rétt)
MJÓDDIN
Álfabakka 14
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Fjarðargötu 13-15
Sími 555 4789
SELFOSS
Austurvegi 4
Sími 482 3949 Velkomin í Augastað. Gleraugnaverslunin þín
P
IP
A
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
2
1
4
4
4
Barnagleraugu frá 0 kr.
Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustu-
og þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu
hjá okkur á endurgreiðsluverði Miðstöðvarinnar.
Útsölulok
40-70% afsláttur
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
14 Karrí - að hætti hússins4 Hver verða mikil vægustu málin á Alþingi? Hjáleið um Selfoss og hvar á brúin að vera?8-10
Jón Daði í atvinnumennsku
að loknu keppnistímabilinu?
Ég hef áhuga á að fara í atvinnumennsku í Skandinavíu að loknu
keppnistímabilinu, segir Jón
Daði Böðvarsson í viðtali við
Selfoss-Suðurland eftir einn
glæsileikinn með Selfossliðinu
sl. sunnudag í sanngjörnum
sigri á KR. Jón Daði hefur tekið
miklum framförum í sumar og
er tvímælalaust einn allrabesti
knattspyrnumaður í íslensku
úrvalsdeildinni. Hann lék við
hvern sinn fingur að leik lokn-
um gegn KR enda sá sem tryggði
Selfossliðinu sigur með ævin-
týralegu marki í seinni hálfleik.
Knattspyrnulið í Noregi haf haft
meira en pata af framgöngu Jóns
Daða og hann mun ekki þurfa
að örvænta. Liðin í Skandinav-
íu verða í biðröð til að krækja í
kappann. ÞHH
Jón Daði skoraði ævintýralegt mark í sigri selfoss á Kr á sunnudag. Hann var að vonum
kampakátur að leik loknum. Mynd: ÞHH
10. tbl.
Forsíðuspáin rættist: Jón Daði leggur
undir sig Noreg. Hver verða mikil-
vægustu málin á Alþingi í vetur voru
þingmenn kjördæmsins spurðir um.
Ítarleg fréttaskýring ÞHH um brú
yfir Ölfusá og hjáleið um Selfoss.