Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 14

Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 14
Okkar vinsæli heimilismatur í hádegi alla virka daga kl. 12:00 - 13:30. Súpa, aðalréttur, kaffi, biti, kaka eða ávöxtur. Allt þetta á aðeins 1.490,- kr. Breiðumörk 2b, Hveragerði Pizzur, smáréttir, veislur, bar. Gæði - Þjónusta - Lipurð - Stöðugleiki 14 26. september 2013 Við þurfum ríkisstjórn sem er ekki hrædd við umheiminn Árni Páll Árnason, formað-ur Samfylkingarinnar var gestur Samfylkingarfélags- ins á Selfossi sl. þriðjudag. Hann ásamt Oddnýju Harðardóttur og Guðbjarti Hannessyni heimsóttu vinnustaði og ræddu landsmálin á kvöldfundi í félaginu. Árni Páll hefur gagnrýnt stefnuleysi ríkisstjórnar- innar og óvissuna sem hún hafi leitt þjóðina út í. Eina framlag ríkisstjórnarinnar til efnahagsmála er óvissa. „Ríkisstjórnin horfir bara í baksýn- isspegilinn og er sem lömuð af ótta við umheiminn og hið ókunna. Eina framlag ríkisstjórnarinnar til efnahags- mála er óvissa. Hún ræður ekki við að marka stefnu og elur á óvissu. Á meðan munu engin ný störf verða til. Hún leggur allt kapp á að lækka skatta á þá sem best eru færir um að borga. Afleiðingin verður verri velferðarþjón- usta fyrir okkur öll og auknar álögur á sjúklinga. Venjulegt fólk og fyrirtæki munu bera meiri byrðar. Hvert sem farið er heyrast sömu áhyggjuefnin: Launin duga ekki fyrir framfærslu, skuldirnar síga í og fátt bendir til að þessi staða sé að breytast. Við þessar aðstæður þarf ríkisstjórn sem sýnir sóknarhug, for- gangsraðar í þágu venjulegs fólks og fyrirtækja og fjölgar störfum sem gefa góð laun,“ segir Árni Páll sem telur áherslur á velferð og félagslegt réttlæti skipta höfuðmáli þegar efn- hagslíf sé viðkvæmt. Stóra tækifærið liggur í landbúnaðinum „Við þurfum sóknarstefnu fyrir Ís- land. Það er ekki hægt að byggja almenna velsæld í efnahagslegri einangrun. Í hruninu lækkuðu launin okkar frá því sem almennt gerist í Norður-Evrópu og niður á sama stig og er í Slóvakíu. Það þarf að laga. Til þess þarf fleiri störf. Framundan eru kjarasamningar. Ef þeir eiga að skapa okkur betri kjör og aukna velferð þarf sóknarstefnu um betri umgjörð fyrir verðmæta- skapandi fyrirtæki og fjölgun starfa. Þekkingarfyrirtækin verða að hætta að flýja land og þau verða að vaxa og fjölga störfum hér innanlands. Sjávarútvegsfyrirtækin þurfa að geta fjölgað störfum. Og stóra tækifærið liggur í land- búnaðinum: Við þurfum nauðsyn- lega að fá markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Það liggja gríðarleg tækifæri í íslenskum landbúnaði. Um alla Evrópu eykst spurn eftir hreinni og heilnæmri matvöru. Við nýtum þessi tækifæri til fulls í sjávarútveginum, en ekki í landbúnaðinum. Í landbúnaðinum flytjum við störfin úr landi, eins og við gerðum einu sinni í sjávarút- veginum. Hvers vegna er íslenskt skyr unnið í Svíþjóð? Hvers vegna fá íslenskar hendur ekki störf við að vinna þessar afurðir? Svarið er einfalt: Vegna þess að við höfum ekki aðgang að Evrópu- markaði fyrir landbúnaðarafurðir. Sama ástæða veldur því að sjávar- útvegurinn getur ekki nýtt til fulls tækifærin. Sama ástæða veldur því að þekkingarfyrirtækin flýja land. Marel og Össur eru farin og CCP vex mest utan Íslands. Hvað verður um DataMarket, CreditInfo og öll hin? Við sjáum nú skýrar en nokkru sinni að ný störf verða ekki til á Ís- landi einangrunar og hafta. Við þurf- um ríkisstjórn sem er ekki hrædd við umheiminn,“ segir Árni Páll Árnason. SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 10. október 35Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Varðveisla erfðaauðlinda er mikið hagsmunamál ef tryggja á fæðuöryggi Dagana 24.-25. ágúst sl. fundaði ERFP, sem er samstarfs vettvangur Evrópuþjóða um varðveislu erfðaefnis búfjár, í borginni Nantes í Frakklandi. Þessi starfsemi hófst fyrir nær tveim áratugum í kjölfar málþings í Prag í Tékklandi í tengslum við ársþing Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP) í ágúst 1995. Að því málþingi stóðu EAAP, sem hafði lagt grunn að Evrópusamstarfi um þessi efni, og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en hún var þá að hleypa af stað alþjóðlegu átaki í kjölfar Ríósáttmálans 1992 til að koma í veg fyrir frekari eyðingu erfðaefnis. Fæðuöryggi – fjölbreytileiki erfðaefnis Þegar verið er að fjalla um ofangreint Evrópusamstarf, sem ekki tengist starfsemi Evrópusambandsins fremur en Búfjárræktarsamband Evrópu, er vert að hafa í huga að þegar það var að mótast var komið á ágætt samstarf meðal Norðurlandaþjóða í gegnum Norræna genbankann með dr. Stefán Aðalsteinsson o.fl. í broddi fylkingar af hálfu íslenskrar búfjárræktar. Sá sem þetta ritar var með Stefáni á fundinum í Prag, hefur frá upphafi verið tengiliður Íslands við ERFP og hefur setið flesta ársfundina. Um 50 þjóðir eru í samstarfinu, þar af 28 aðildarlönd ESB og að jafnaði mæta um 40 fulltrúar á ársfundina. Þannig var mætingin í Nantes. Auk þess koma alltaf fulltrúar frá FAO en segja má að ERFP hafi tekið við þeirri starfsemi sem EAAP lagði grunninn að allt frá því upp úr 1980. Það sem mér finnst mesti styrkleiki ERFP er samhugur og einlægur ásetningur samstillts hóps fólks að koma með öllum tiltækum ráðum og aðferðum í veg fyrir eyðingu erfðaefnis búfjár í samræmi við Ríósáttmálann frá 1992, í prýðilegu samstarfi við FAO sem er að reyna að stuðla að samskonar samstarfi í öðrum heimsálfum. Allt er þetta starf byggt á vísindalegum grundvelli. Þótt flestir fulltrúar hinna 50 þjóða séu erfða- eða kynbótafræðingar eru þar t.d. starfsmenn ráðuneyta og samtaka bænda eða ræktunarfélaga sem annast skráningu búfjárkynja og varðveislu sæðisbanka, svo að dæmi séu tekin. En tilgangurinn er öllum ljós, varðveisla erfðaefnis búfjár sem veigamikillar undirstöðu fæðuöryggis í heiminum. Starfsemi ERFP er að eflast Á fyrstu árunum var starfið ekki mjög markvisst en það hefur breyst. Frakkar og síðar Grikkir héldu utanum skrifstofuhald ERFP en nú er skrifstofan í Bonn í Þýskalandi og Catherine Marguerat-König frá Sviss er formaður stjórnar. Innan ERFP samstarfsins hefur m.a. verið unnið markvisst að uppsetningu skráningarkerfa fyrir öll búfjárkyn í hverju landi (EFABISNet) og fyrir allt sæði og annað erfðaefni sem geymt er fryst í hinum ýmsu löndum (CryoWEB). Bændasamtök Íslands hafa verið virk í báðum kerfunum og annast Tölvudeild BÍ vistun þeirra. Um þessi efni höfum við átt ágætt samstarf við Erfðanefnd landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum o.fl. Tveir sérfræðingar ERFP, þau dr. Zhivko Duchev og dr. Beate Berger, hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð við þessi verkefni og þess má geta að vorið 2009 skipulögðum við málþing fyrir ERFP hér á landi um varðveislu og nýtingu erfðaefnis búfjár. Enn sem komið er hafa aðeins sum aðildarlönd ERFP komið upp báðum þessum kerfum en það stendur til bóta og er Ísland reyndar eina landið sem er komið með öll sín búfjárkyn inn í bæði kerfin. Farið er að ræða um genbanka búfjár fyrir alla Evrópu (EUGENA). Landnámskynin okkar eru dýrmætur fjársjóður, erfðaauðlindir með mikla fjölbreytni sem okkur er skylt að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þar hefur Ísland verulega sérstöðu og höfum við m.a. komið þeim skilaboðum vel á framfæri í samskiptum við EFTA og ESB, einkum frá og með 2009. Fundurinn í Nantes ERFP hefur frá upphafi beitt sér fyrir margvíslegum rannsóknarverkefn- um, annað hvort í einstökum löndum, eða þó öllu frekar í tveim eða fleiri löndum þegar um búfjárkyn er að ræða sem hafa haslað sér völl utan upprunalandsins. Slíkt er algengt í Mið-Evrópu og á Balkanskaga, svo að dæmi séu tekin. Mörg þess- ara kynja eru orðin fágæt, jafnvel í útrýmingarhættu, og þá er reynt að snúa vörn í sókn. Undirstaðan er skráning og rannsóknir á eigin- leikum þeirra, bæði í hreinrækt og blendingsrækt. Þessi verkefni eru fjármögnuð með styrkjum frá við- komandi löndum og ESB og eru niðurstöður gjarnan kynntar á árs- fundunum, jafnvel á prenti. Nú var t.d. lögð fram vönduð skýrsla um Busha nautgripi sem finnast nú í átta löndum á Balkanskaga. Á meðal verkefna sem áætlað er að ljúki í árs- lok 2013 er viðamikil skýrsla um stofnverndarstyrki til bænda sem halda sjaldgæf búfjárkyn og stofna. Verkefni þetta nefnist SUBSIBREED og er það gott dæmi um upplýsinga- og gagnasöfnun sem við, tengiliðir hinna ýmsu þjóða í ERFP sam- starfinu, tökum þátt í. Á meðal fróðlegra erinda á Nantesfundinum var umfjöllun um áhættuþætti sem geta leitt til fækkunar búfjárkynja og eyðingar erfðaefnis. Þar getur m.a. komið við sögu samkeppni við inn- flutt, erlend búfjárkyn. Nýting er besta verndin – þróun sérafurða Í lok ERFP í Nantes var þátttakend- um boðið til ræktunarfélags Maine- Anjou nautgripakynsins í Domaine des Rues í gróðursælum sveitum nokkuð austan við borgina. Þar er mikil maísrækt og á graslendi ber mest á Charolais nautgripum til kjöt- framleiðslu. Þarna er fremur þurrt, rignir aðeins um 700 mm á ári, og var um 18-20oC hiti þegar við komum þangað. Félagið, sem stofnað var árið 1908, hefur aðsetur í gömlum og myndarlegum byggingum hlöðnum úr steini og er þar mjög góð aðstaða til að taka á móti fólki og kynna afurðir. Nautgripakynið, hið rauð- skjöldótta, hyrnda Maine-Anjou er í raun tvínytjakyn en er nú eingöngu nýtt til kjötframleiðslu. Mjög mikið hefur fækkað í stofninum og sá ræktunarfélagið fram á hrun og tap verðmæts erfðaefnis ef ekkert yrði að gert. Vörn var snúið í sókn um aldamótin og eru nú 210 bændur í átakinu, allir í héraðinu, og geta þeir valið á milli fjögurra sláturhúsa. Frá 2002-2010 jókst sérframleiðslan úr 650 í 2000 skrokka. Kjötið er látið hanga í minnst 10 daga eftir slátrun, 20% eru seld beint frá býli og verðið er að jafnaði 15% hærra en almennt gerist. Það var fróðlegt að heyra framkvæmdastjórann, Albéric Valais, segja okkur af mikilli innlifun hvern- ig félagið hefur unnið markvisst að gæða- og sölumálum. Mikill tími og orka hefur farið í að koma á gæða- stýringarkerfinu og öflun viðurkenn- nga á sérafurð sem er uppr namerkt bæði héraði og býli. Nú hefur vöru- merkið þeirra hlotið viðurkenningu ESB og var Albéric ekki í nokkrum vafa að með þessu fengjust betri tengsl við n ytendur. Líkt og gerist í lífrænum búskap tryggja þeir að ekki sé notað erfðabreytt efni við fóðrun og ekkert er því til fyrirstöðu að einstakir framleiðendur afli sér lífrænnar vottunar. Þeir eru í sam- vinnu við Slow Food hreyfinguna og vissulega bragðaðist kjötið vel. Við fengum að sjá 60 ungnaut í sex á aða st ðlaðri eldistilraun sem er liður í kynbótaúrvali en þau bestu fara annað hvort á sæðingastöðvar eða til einstakra bænda í félaginu þar sem þau ganga með kúnum og kálfunum á beitilandinu. Þarna er greinilega verið að bjarga búfjár- kyni með skynsamlegri og arðbærri nýtingu. ERFP hefur vefsíðuna www.rfp- europe.org en einnig er velkomið að hafa samband við undirritaðan ef frekari upplýsinga er óskað. Ólafur R. Dýrmundsson PhD Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is, 567-0300/317 Kálfar af Busha-nautgripastofninum á Balkanskaga sem nýtur nú verndar í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Mynd / ERFP Ungnaut af franska nautgripakyninu Maine-Anjou í eldistilraun til að kanna vöxt og þroska. Mynd / ÓRD „Holdanautafjölskylda", naut, kýr og kálfar af franska nautgripakyninu Maine- Anjou, en unnið er markvisst að verndun þess með sölu upprunamerktra og gæðastýrðra sérafurða. Mynd / S. Faguier – í héraði hjá þér – FB Selfossi & 570 9840 FB Hvolsvelli & 570 9850 FB Egilsstöðum & 570 9860 Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík & 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is Gæða júgursmyrsl 4l fötur á kynningartilboði Sendum um allt land - www.fodur.is Sérstaklega gott júgursmyrsl með og án joðs. Mýkir og verndar bæði júgur og spena. GISTIHEIMILIÐ BRENNA Á HELLU Til sölu er gistiheimilið Brenna á Hellu. Það er rekið í tveimur húsum við Þrúðvang nr. 35 og 37, heildarstærð þeirra er 785 fm. Húsin eru staðsett á bökkum Ytri-Rangár í elsta hluta Helluþorps og úr þeim er fallegt útsýni út á ána. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar. Nánari upplýsingar og myndir á www. fannberg.is og á skrifstofu. FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. Sími: 487-5028 Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur Úr Harð Haus (18) Nú er kalt á Kili Allt var slétt þá Rauður rann: ruggaði toppur síður, gatan rauk og gneistinn brann – gangurinn var svo tíður. Hestar, gæðingar voru algengt yrkisefni á þeirri tíð er þeir höfðu aðalhlutverk í samgöngum á landi. Jón Hinriksson Helluvaði rifjar upp horfna daga í vísunni þegar fákurinn tók sprett og neisti hraut af steini. Höskuldur frá Vatnshorni yrkir úr borgarþysnum: Heyri ég þegar hausta fer hóað uppi í dölunum. Þó að ég sé að þvælast hér þá er ég einn af smölunum. Hallgrímur Jónasson er líka á haustslóðum uppi á milli jökla: Einhver draugalýsulog leika um jökulrætur; nú er kalt á Kili og kannski reimt um nætur. Vor og vekringar, fljóð og far- mennska hafa löngum verið vinsæl yrkisefni og má víst hafa að sönnu að lofnarljóð hafi lengi átt fyrsta sætið. Guðrún Árnadóttir frá Odds- stöðum yrkir. Hver vill lá mér að ég á mér eina þrá í sálu minni: vakna hjá þér, vera hjá þér vil ég fá í eilífðinni. Ósk Skarphéðinsdóttir sem lengi bjó á Blönduósi og var af Bólu- Einarskyni fullyrðir: Oft þó hafi illu kynnst á það hiklaust treysti að búi í hvers manns eðli innst einhver góður neisti. Svo birtist hógværðin sjálf í vísu Kristínar í Haukatungu: Lifað hef ég langa ævi laus við hroka í lítinn skaufa látinn moka, ég loftaði aldrei stórum poka. Ingi Heiðmar Jónsson Við erum ekki hrædd við umheiminn! Það fékk Árni páll að heyra umbúða- laust hjá bergsteini í set á selfossi sl. þriðjudag. Á myndinni er líka Arna Ír, bæjarfulltrúi í Árborg.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.