Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 9

Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 9
926. september 2013 myndir um skipulag og hönnun svæðisins,“ segir Drífa Kristjánds- dóttir, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég tel þetta tímamót að auglýst hafi verið hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið. Nú liggur fyrir að menn eru að sameinast um að leggja því svo lið að byggja svæðið upp og koma því í fallegt horf. Upp- bygging þjónustuaðila hefur verið aðdáunarverð og metnaðarfull og þeir sinna gestum mjög vel.,“ segir Drífa. Talið er að um hálf milljón ferða- manna sæki Geysisvæðið heim á hverju ári. Ferðamannastraumurinn eykst gríðarlega og mikið álag er á umhverfið. Allt að 6 þúsund manns koma daglega þegar mest lætur. Keppendur þurfa að taka mið af mögulegri gjaldtöku í framtíðinni. Dómnefndin leggur m.a. áherslu á aðkomu og ásýnd svæðisins og flæði innnan þess. Virðingu beri að hafa fyrir umhverfinu: Tekið er fram í útboðsgögnum að það verði að stýra aðgangi inn á svæðið til að tryggja að viðkvæmu svæði verði hlíft. Þá séu aðstæður breytilegar eftir árstím- um. Allt þetta og meira til verði að hyggja að ... en tillögurnar verði að vera raunhæfar og framkvæman- legar. Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna í samkeppnisgögnum svo sem um veðurfar, jarðveg og gróður. Samkeppnin er hugmynda- samkeppni. Fyrstu verðlaun eru 4 milljónir króna og er stefnt að því að handhafar fyrstu verðlauna verði fengnir til að útfæra verkið nánar. Skilafrestur tillagna er til 30. janúar 2014 og niðurstaða dómnefndar á að liggja fyrir 6. mars 2014. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, Land- eigendafélag Geysis ehf, ríkið og Félag Landslagsarkitekta og allir eiga fulltrúa í dómnefndinni. Sjá frekar m.a. á vef Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.