Selfoss - 05.12.2013, Qupperneq 2

Selfoss - 05.12.2013, Qupperneq 2
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott jólaföt fyrir flottar konur St. 38-58 2 5. desember 2013 Byggingarvísitalan hækkað um 18,5% en heitavatnið um 38% á sama tíma. Selfossveitum gert að endurskoða boðaðar hækkanir Umræða hefur verið um hækkun á heitu vatni í Árborg. Bæjarráð sam- þykkti í fyrri viku að beina því til framkvæmda- og veitustjórnar að farið verði yfir forsendur gjaldskrár- hækkana Selfossveitna. Í aðdraganda kjarasamninga hafa ASÍ og SA lagt áherslur á að sveitarfélög og aðrir aðilar fari sér hægt í gjaldskrárhækk- unum. Veitustjórn er ætlað að ganga út frá sömu sjónarmiðum. Hækkanir á heitu vatni í Árborg hafa verið 38% á árunum 2011-2013 en hækkun vísitölu byggingarkosnt- aðar frá 1. janúar 2011 til 1. desem- ber 2013 hafa verið ríflega helmingi lægri eða 18,5%. Á fundi framkvæmda- og veitu- stjórnar lagði meirihlutinn til að gjaldskrá Selfossveitna hækkaði um 5%. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu þá fram bókun og andmæltu hækkuninni. Segja þeir hækkunina verulega umfram það sem stjórn framkvæmda- og veitustjórnar hafi áður samþykkt. Myndi hækkun- in hafa í för með sér rúma 40% hækk- un á heitu vatni á kjörtímabilinu. Illa dulin skattahækkun eða hvað? Þá benda fulltrúarnir á að á fundi stjórnar þann 9. október síðastliðinn hafi verið ákveðið að hækka gjald- skrána um 3,3%. „Sú ákvörðun var í samræmi við ákvörðun stjórnar frá 36. fundi 20. júní um að gjaldskráin fylgi almennum verðlagshækkunum. Sú gjaldskrárhækkun sem hér er lögð til er verulega hærri en sú samþykkt heimilar og spár um almenna verð- lagsþróun fyrir árið 2014. Að mati undirritaðra er þessi aukna hækkun ekkert annað en illa dulin skattahækkun á íbúa Sveitarfélags- ins Árborgar, dulbúin sem hækkun gjaldskrár á heitu vatni. Undirritaðir benda á að ef þessi tillaga verður samþykkt hefur verð á heitu vatni í sveitarfélaginu hækkað um rúm 43% á kjörtímabilinu sem er langt umfram launaþróun helstu launþegahópa. Ákvörðun um slíka stórhækkun á lífsnauðsynjunum á öll heimili í sveitarfélaginu er tek- in án tillits til tekna og stöðu. Því mótmæla undirritaðir nefndarmenn þessari auknu hækkun eindregið. „ Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S- lista. Andrés Rúnar Ingason, nefndar- maður V- lista. Fulltrúar D-lista skýrðu breytingarnar í bókun: Breyting á vaktafyrirkomulagi og hækkun að- fanga umfram verðbólgu sem ekki lágu fyrir á fundi þann 9. október 2013 skýrir breytingu frá því sem framkvæmda- og veitustjórn hafði áður samþykkt. Sem dæmi þá hef- ur orðið umtalsverð hækkun á raf- magni. Einnig voru endurnýjanir á mælum færðar úr fjárfestingum í rekstur í bókhaldi sviðsins. Breytingar á forsendum á fyrri samþykkt úr 3.3% í 5.0% , þegar fyrri gjaldskrár- breyting var ákveðin, þýðir um 150 kr. hækkun á meðalheimili á mánuði í sveitarfélaginu. Það er skylda okkar sem kjörinna fulltrúa að reka veiturnar ekki með tapi. Gunnar Egilsson, formaður, Ingvi Rafn Sigurðsson Tómas Ellert Tóm- asson Tillagan var síðan samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista. Fulltrúar S-lista og V-lista greiddu atkvæði á móti. Bæjarráð hefur sem sagt gert framkvæmda- og veitunefndinni að endurskoða þessa ákvörðun. Virðist sem bæjarstjórn hafi verið skikkuð til að hverfa frá fyrirhuguðum hækkun- um. Áður á skóla- og frístundasviði og nú þurfa veitumeistarar að reikna upp á nýtt. ÞHH Matseðill með hátíðlegu yfirbragði Hendur í höfn í Þorláks-höfn skartar tónleikum og upplestri á laugar- daginn. Guðni Ágústsson kynn- ir nýútkomna bók sína kl.19.00 og klukkustund síðar verða þau Unnur Birna Björnsdóttir og Jóhann Vignir Vilbergsson með tónleika á ljúfum nótum. Að vanda verður hægt að panta mat en allir eru velkomnir hvort sem þeir vilja borða eður ei. „Matseðillinn verður með há- tíðlegu yfirbragði og er kaffihúsið okkar komið í sannkallaðan jóla- búning og því er óhætt að lofa ljúfri og notalegri stemningu,“ segir Dagný Magnúsdóttir. Þjórsárskóli skreyttur og nemendur komnir í jólaskap Nemendur í 5. -7. bekk í Þjórs-árskóla eru komnir í jólaskap. Síðasta föstudag voru gluggarnir í skólanum skreyttir með fallegum myndum, sett voru ljós á tré úti á skólalóðinni og jólatréð var skreytt. Í heimilisfræði er síðan verið að baka smákökur sem boðið verður upp á í skólanum, seinustu vikuna fyrir jól. Jóladjass Kristjönu Stefáns endurvakinn í Tryggvaskála Kvartett Kristjönu Stefáns-dóttur slær gamla takta og endurvekur árlega jóladjasstónleika á Selfossi sem settu skemmtilegan blæ á jólaundirbúning margra sunnlendingar á árum áður. Að þessu sinni verða tónleikarnir í Tryggvaskála 19. desember og hefjast kl.21 að staðartíma. Árið 1996 kom út hljómdiskurinn „Ég verð heima um jólin“ sem hljó- mað hefur á heimilum fjölmargra landsmanna á undanförnum árum. Eins og áður, skipa kvartettinn, auk Kristjönu, þeir Gunnar Jóns- son á trommur, Smári Kristjánsson á bassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. stokkeyrarkirkja á aðventunni 2013. ÞHH Jólaglugginn á Konubókastofunni Fyrsti jólaglugginn í Árborg var opnaður með athöfn 1. desember – sem jafnframt var fyrsti sunnudagur í aðventu. Á hverjum degi fram að jólum verður gluggi opnaður í sveitarfélaginu. Í hverjum glugga er að finna bókstafi sem saman mynda setningu eða orð.

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.