Selfoss - 05.12.2013, Qupperneq 9
95. desember 2013
Jólaskreytingardagur
Það ríkti mikill stemning á skreytingardegi Vallaskóla sl. föstudag. Aðventan
framundan. Allt var fært í búning.
Meira að segja framhurðirnar á
mörgum stofum. Guðbjartur skóla-
stjóri tók lagið með krökkunum í
hverri kennslustofu. Gleði og eftir-
vætning úr hverju andliti. Mörg í
rauðum búningum í tilefni dagsins.
Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs 8. desember
Aðventan á árum áður
Fræðslunetið heldur námskeið í Skógasafni nk. sunnudag þar sem fjallað verður um uppruna
jólanna, gamla íslenska jólasiði og
jólasveina. Farið er í undirbúning jóla
og aðventu áður fyrr, einnig verða
sýnd dæmi um jólaskraut og jólakort
og er gestum boðið að föndra einfalt
jólaskraut.
Á eftir skunda allir yfir í Skógakaffi
þar sem fólk getur keypt sér hressingu
og átt saman notalega stund.
Nánari upplýsingar í síma 857
0634 (Rannveig) eða á netfangið
rannveig@katlageopark.is. Skráning
hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í
síma 560 2038 eða steinunnosk@
fraedslunet.is
Samantekt og næstu skref
Samantekt um skilaboð íbúa-þings í Skaftárhreppi, sem haldið var í október, verða
brátt birtar, segir á heimasíðu
sveitarfélagins.
Verkefnisstjórn hefur fundað og
farið yfir þau mál sem rædd voru
á þinginu og velt upp leiðum til
að fylgja hinum ýmsu málum eftir.
Þar er til skoðunar hvað aðstand-
endur verkefnisins, Byggðastofn-
un, Skaftárhreppur og Samtök
sunnlenskra sveitarfélaga, geta gert
en auk þess snúa mörg verkefni að
heimamönnum og frumkvöðlum.
Verkefnisstjórn mun jafnframt koma
niðurstöðum á framfæri við stjórn-
völd, stofnanir og aðra aðila eftir
því sem við á.
Næsta skref í verkefninu er að
haldinn verður opinn eftirfylgni-
fundur á Kirkjubæjarklaustri eftir
áramót.
Að minsta
kosti í 2 mílna
fjarlægð
Í sökinni: réttvísin, gegn Páli Páls-
syni og Guðrúnu Gísladóttur.
(Upp kveðinn 26. okt. 1857)
„Í máli þessu eru hin ákærðu,
söðlasmiðr Pál Pálssom og vinnu-
kona hans Guðrún Gísladóttir, við
aukarétt Rangárvallasýslu, þann 25.
júní f. á., dæmd, hinn fyr nefndi í 10
og hin síðarnefnda í 8 vandarhagga
refsingu, út af óhlýðni þeirra við
úrskurð suðramtsins, frá 31. marz
1852 er skyldar þau, vegna hneixl-
arlegrar sambúðar þeirra, til að
skilja samvistir, þannig, að Guð-
rúun Gísladóttir, innan 15. maí s.
á., tæki sér aðsetr í annari sókn, að
minsta kosti í 2 mílna fjarlægð frá
heimili Páls Pálssonar. (Þjóðólfur 5.
12. 1857)
Með fengnu leyfi herra amt-
mannsins yfir suðuramtinu heldur
Lúðraþeytara-fjelagið í Reykjavík
litla
Tombólu,
í Good-Templara-húsinu hjer í bæn-
um. Ágóðanum verður varið til þess
að borga skuld, sem hvílir á lúðrum
þeim, sem bærinn á. Til skemmtunar
verða þeyttir lúðrar. Veitingar frá
Hermes.
Reykjavík 5. desember 1887.
Lúðraþeytara-fjelagið í Reykjavík.
5. DESEMBER:
Með greinarstúfum sem hér birtast bregðum við á leik. Leitað er fanga í
gömlum blöðum og tímaritum. Útgangspunkturinn verður dagsetning
viðkomandi útgáfublaðs. Að þessu sinni er útgáfudagurinn 5. desember.
Efnið sem hér birtist felur í sér dagsetninguna 5. desember. Atburðir eru
látnir ráðast af því að þessi dagsetning finnst í textanum. Þeir geta verið
mis forvitnilegir, en við látum dagsetninguna stjórna ferðinni.
Eitt stórt jólahús
Það þurfti næstum því himnastiga til að koma skreytingunum fyrir á glugga
Sunnulækjarskóla sl. föstudag.
Skólinn býður upp á að vera eitt
stórt jólahús. Piparkökuhúsin máttu
sín lítils í samanburði. Eða voru þau
ekki líka falleg og biðu aðventunnar.
Fullt út úr dyrum hjá VISS
Það var fullt út úr dyrum við opnun jólamarkaðar VISS á Selfossi sl. föstudag. Glæsi-
legar vörur á boðstólum og allt rauk
út – eða næstum því allt. Kveikt var
á jólatrénu sem Rótarýklúbburinn
á Selfossi gaf að venju. Kaffihúsa-
stemning eins og venjulega á þessum
skemmtilega degi. Jólakveðjur fylgja
frá VISS-fólkinu.