Selfoss - 05.12.2013, Síða 10

Selfoss - 05.12.2013, Síða 10
5. desember 201310 Jóra sigraði glæsilega í kappræðu- keppni POWERtalk á Íslandi POWERtalk eru alheims-samtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu. POWERtalk virkjar fólk til þátttöku í umræðum, býður leiðtogaþjálfun og eykur færni við kynningar og fundarstjórnun. Fólk fær margskonar þjálfun í POWERtalk, meðal annars er haldin kappræðukeppni á vegum samtakanna. Þetta árið tóku fjórar POWERtalk deildir þátt og svo fór að lokum að Jórur sigruðu. Ekki verður fundað í desember en Jórur funda í Selinu við Engjaveg 1. og 3. mánudag í hverjum mánuði og eru allir velkomnir sem gestir á fundi. Sóknaráætlun Suðurlands Vaxtarsamningur Suðurlands og SASS úthluta 50 milljónum króna til 39 spennandi verkefna á Suðurlandi. „Þetta er mikil viðurkenning á því að ég er að gera eitthvað rétt með góðu fólki, segir Siggeir Ingólfsson ferðafrömuður á Eyrar- bakka. Verkefni Siggeirs og félaga Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað hlaut 500 þúsund króna styrk að þessu sinni. „Það sem er framundan er að markaðsetja Eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið. Þessi gamla götumynd í þessu litla þorpi við Atlandshafið er einstakt á heims- vísu. Þessu vil ég koma á framfæri,“ segir Siggeir. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa úthlutað styrkjum sem er ætl- að að efla atvinnulíf og nýsköpun. Þetta var síðari úthlutun á árinu. Að þessu sinni skipta 39 verkefni á Suðurlandi með sér 50 milljón- um króna. Þaðer forvitnilegt að sjá hversu mikil sköpun á sér stað – um allt Suðurland. Við munum fjalla nánar um úthlutunina og einstök verkefni í blaðinu. Verkefni og styrkþegar: Stofnun ferðamálaklasa í Rangárþingi Ytra og Ásahreppi f.h. óstofnaðs klasa. Reynir Friðriksson 2.000.000 Stofnun klasa um bókabæinn austan fjalls. Undirbúningsfélag um bókabæinn á Suðurlandi 1.000.000 Vatnajökull Photo - Markaðssetning ljósmyndaferðaþjónustu. Rannsóknarsetrið á Hornafirði 1.000.000 Markaðsátak Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja 2.750.000 Snjallleiðsagnir í Skaftárhreppi. Friður og frumkraftar 2.050.000 Sóknarfæri við Sjóndeildarhringinn. Kötlusetur ses 1.500.000 Fuglar á Suðurlandi f.h. Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu. Guðríður E. Geirsdóttir 1.500.000 Ferðamálin í Hveragerði. Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.000.000 Gagnvirk miðlun. Sigva Media 1.000.000 Þórsmörk Winter Adventure. Stjörnunótt ehf 500.000 Vetrarnýting á hálendi Íslands. Snow Kite South Iceland Adventure 1.000.000 Matarupplifun í Uppsveitum. Hótel Geysir, Friðheimar, Efsti-Dalur II og Bragginn Birtingaholti 1.000.000 Markaðssetning- haust og vetrardýrð á fjöllum. Veiðifélag Skaftártungumanna/Hálendismiðstöðin Hólaskjóli 500.000 Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað. Friðsæld ehf 500.000 Orgelsmiðjan rær á ný mið. Hagleikssmiðja Björgvin Tómasson orgelsmiður sf 1.000.000 Skoðunarferð um fiskvinnslu. Auðbjörg ehf 600.000 Markaðssetning fjárhundasýningar í Gröf. Jón Geir Ólafsson 225.000 Fjöruveiði. MudShark.is Magnús H. Jóhannsson 400.000 Eldfellspenninn. Viktor Þór Reynisson 250.000 Eldfjöllin heilla. Guðrún Ósk Jóhannsdóttir 125.000 Hönnun og markaðsmál - sótt á ný mið. Gróðrarstöðin Ártangi ehf 500.000 247golf.net - Markaðssókn á nýja markaði. 24seven ehf 1.500.000 Markaðssókn í Noregi. Fagus ehf. 2.150.000 Icelandic Horse Expo - undirb. sölusýningar íslenska hestsins. Háskólafélag Suðurlands 2.000.000 Markaðssókn á höfuðborgarsv.- Hornafjarðar heitreyktur makríll. Sólsker ehf. 600.000 Vöruþróun afurða úr héraði. Fjallkonan sælkerahús 500.000 Humarklær - Nýsköpun í sjávarútvegi. Haukur Ingi Einarsson 500.000 Shell-Off Lobster Meat / Humar úr skelinni. Páll Marvin Jósson 650.000 Heimavinnsla á fetaosti. Gottsveinn Eggertsson 400.000 Heimaframleiðsla og sala sauðfjárafurða í Skaftárhreppi. Erlendur Björnsson 4.000.000 Heilsuréttir fjölskyldunnar - vöruþróun tilbúinna rétta. S.B. Heilsa ehf. 1.000.000 M-Hirzla / vöruhönnunn. Emilía Borgþórsdóttir 700.000 Studio 7Eyjar. Black Sand og Diza Ásdís Loftsdóttir 400.000 Lifandi Bú Búland. Guðný Halla Gunnlaugsdóttir 200.000 Njálurefill - hönnun, þróun og markaðssetning nýrra afurða. Fjallasaum ehf. 1.000.000 Ironman - fýsileikakönnun á þríþrautakeppni á Íslandi. Sigmundur Stefánsson f.h. óstofnaðs áhugamannah. um verkefnið 1.000.000 Uppbygging rannsóknartengds framhaldsnáms. Rannsóknarmiðstöðin í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi og Háskólafélag Suðurlands 8.000.000 Nýting sóknarfæra í hágæðamálmsmíði með CNC stýrðum iðnv. Eyjablikk ehf 3.000.000 Markaðssókn og tímabundin ráðning starfsmanns. ÖB Brugghús ehf 2.000.000 „Það er framundan að markaðsetja eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið,“ segir siggeir Ingólfsson ferða- frömuður á eyrarbakka. Hann er sannarlega frumkvöðull. Hér er hann að tilkynna vinum sínum og félögum meðal eyrarbakkastráka á Hrossa- kjötssamkomu í Félagsheimilinu stað á eyrarbakka að framtíðarstarfsemin þar hafi fengið hálfa millj. kr. í styrk. Fyrir hönd Jóru kepptu þær Vilborg eiríksdóttir, elín Finnbogadóttir og sigríður Pálsdóttir. Liðstjóri var Anna Kristín Kjartansdóttir. elín varð einnig ræðumaður dagsins og var hún vel að því komin. Fellur frá hækkunum Bæjarráð Árborgar hef-ur samþykkt að gjöld í leik- og grunnskólum hækki ekki milli áranna 2013 og 2014. Fyrr hafði meirihluti bæjarstjórnar lagt til hækkan- ir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Arna Ír bæjarfulltrúi amfylkingarinnar hafði lagt til í fræðslunefnd að horfið yrði frá hækkunum og sveitarfélag- ið tæki undir með samtökum atvinnulífs, verkalýðshreyfingu og fjármálaráðherra í aðdrganada kjarasamninga. Um er að ræða leikskólagjöld, gjöld fyrir skólavistun, mat í leikskóla, skóla og skólavistun. Ennfremur beinir bæjarráð því til framkvæmda- og veitustjórn- ar að farið verði yfir forsendur gjaldskrárhækkana Selfossveitna út frá sömu sjónarmiðum.

x

Selfoss

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.