Selfoss - 05.12.2013, Síða 12
Gastækin frá AGA og
HARRIS hafa þjóna›
Íslendingum um árabil
G A S V Ö R U R • R A F S U ‹ U V Ö R U R • Ö R Y G G I S V Ö R U R • S L Í P I V Ö R U R
BÍLDSHÖF‹A 14 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 7000 • WWW.GASTEC.IS
OERLIKON er einn
stærsti rafsu›uvíra-
framlei›andi í Evrópu.
Gæ›i og gott ver›.
ALLT TIL MÁLMSUÐU
OG MÁLMSKURÐAR
KITin 1900 HF TIG
KITin
320 MIG
PEARL 180 MIG/MAG
AÐEINS 10 KG
Úrval rafsuðuvéla
frá KUHTREIBER og GYS
NEOPULSE 270 MIG
Vöruval góð
verslun í
alfaraleið
Ný tilboð vikulega
Heimsendingarþjónusta
Opið frá 7:30-19
virka daga og
10-19 um helgar
5. desember 201312
„Mesti sársaukinn er að baki“
„Það skal enginn stela því frá okk-ur að við náðum árangri,“ segir Steingrímur J Sigfússon. Ríkis-
stjórnin var í skrúfstykki í Icesafe. En
tíminn vann með okkur og undir lok-
in vorum við ekki lengur ábyrgðarlaus
vandræðagemlingur.
Stjórnmálamenn hamast við að gera
upp nánustu fortíð í ævisögum og
eftirmálum. Hrunið er að baki segja
sumir. Aðrir fullyrða að við siglum
inn í vandrataða tíma. Þar sem frekari
lausagangur mun einkenna mannlíf
og efnahagslíf. Ekki fer á milli mála að
þeim sem sátu við stjórnvölin hrun-
tímann er enn refsað. Steingrímur J
Sigfússon, fyrrum ráðherra og formað-
ur VG hefur sérstakan skrásetjara fyrir
sig í bókinni Steingrímur J, frá Hruni
og heim, sem kom út fyrir skömmu.
Hvers vegna er gömlu stórnar-
flokkunum enn refsað?
Steingrímur sagði á bókakynningu
á Selfoss sl. laugardag að hann hefði
lagt áherslu við sitt fólk í VG í upp-
hafi stjórnarþátttöku í febrúar 2009
að það væri áhættusamur leiðangur í
vændum. Annað var að „við koltöp-
uðum umræðunni.“ Fólk vildi trúa því
sem hentaði og kenndu ríkisstjórninni
um allt. Og engu henni að þakka. Þá
hafi stjórnarandstaðan verið einhver
sú ósvífnasta sem setið hefur. Allt var
eyðilagt sem lagt var upp með. Og
Steingrímur telur upp fleiri atriði. Í
fjórða lagi væri reynsla flestra annarra
landa á einn og sama veg. Fólk vildi
lausnir hér og nú. Það væri erfitt að
vera hugsjónamaður við slíkar aðstæð-
ur. Og nú væri unga fólkið til í að
kjósa hvað sem er. Flokkarnir upplifi
tilvistarkreppu.
Vandræðagemlingur í bekknum
Steingrímur fjallaði um frjálshyggjuna
sem var við líði áratuginn og gott bet-
ur fyrir hrun. Ástæðu hrunsins mætti
rekja til stjórnlausrar ofþenslu þess
tíma.
Lengsti hluti bókarinnar fjallar
um Icesavemálið. Steingrímur gerir
upp sín mál. „Það skal enginn stela
því frá okkur að við náðum árangri,“
segir Steingrímur. Lengst af hafi rík-
isstjórnin verið í skrúfstykki sem ekki
var þægilegt. Það var ekki hægt að
segja frá viðkvæmum málum. Undir
gagnrýninni hafi því ríkisstjórnin setið
án þess að geta alltaf borið hönd fyrir
höfuð sér. Slagur hafi verið við Nor-
ræna fjárfestingarbankann og varð að
verja ekki síst sveitarfélögin fyrir hót-
unum bankans um að gjaldfella kröfur
eða hækka vexti. Sú rimma hafi staðið
yfir í tvö ár. Hann segist viss um að
það hefði ekki orðið efnahagsleg reisn
á Íslandi ef við hefðum hafnað öllum
kröfum í Icesave í upphafi. Fljótlega
hafi komið í ljós að Lanmdsbankinn
myndi eiga inni fyrir kröfum Breta
og Hollendinga. Tíminn hafi unnið
með okkur og málstaðurinn orðið
betri. „Andrúmsloftið breyttist, við
vorum ekki lengur þessi úthrópaði
ábyrgðarlausi vandræðagemlingur í
bekknum sem við vorum fyrst eftir
hrunið,“ hefur Björn Þór Sigbjörnsson
skrásetjari eftir Steingrími.
„Svona gerir maður ekki“
Á kynningarfundinum á Selfossi fór
Steingrímur einnig yfir stöðu efnhags-
mála. Ríkissjóður var í 216 milljarða
króna halla árið 2008. Þar munaði
langmestu um gjaldfallnar 190 millj-
arða í Seðlabanka sem hafi á síðustu
misserum fyrir hrun dælt peningum
í bankana – og haldið því áfram allt
fram að Hruni. Ríkisstjórnin sem tók
við 1. febrúar 2009 taldi rétt að skipta
um menn í brúnni - í Seðlabanka, í
Fjármálaeftirliti og í ráðuneytum for-
sætis og fjármála. Það hafi ekki verið
hægðarleikur að koma Davíð Odds-
syni úr stóli. Kallaði Davíð á Steingrím
á sinn fund og tilkynnti honum að
svona gerðu menn einfaldlega ekki
við fyrrverandi forsætisráðherra. Dav-
íð hafi m.a. beitt sér inni á þingi og
þannig tafið mál. Í millitíðinn hafði
Steingrímur hins vegar krækt í seðla-
bankastjóra sem ætlað vara að sitja til
bráðabirgða meðan ekki væri búið að
auglýsa eftir nýjum. Eins og kunnugt
er leitaði Steingrímur fanga í Noregi
í gegnum norsku ríkisstjórnina. Kom
hann til landsins með engum fyrvara
- en vegna tafa á samþykktinni um
ný lög um Seðlabanka Íslands (sem
Davíð beitti sér gegn) mátti norski
bankastjórinn hýma á hóteli í Reykja-
vík og lét lítið fara fyrir sér í heila viku!
„Mesti sársaukinn er að baki“
Bókakynningin á Selfossi fór fram
sl. laugardag. 4 klst. voru í kynningu
á aðgerðum ríkisstjórnar til að bæta
hag heimilanna. Steingrímur færð-
ist undan því að svara því hvað hann
teldi felast í aðgerðarpakkanum. Ótt-
aðist þó að áhrifin yrðu auðlegs eðlis,
þ.e.a.s. hefðu í sér afleiðingar sem
leiddu til meiri verðbólgu. Fólk fengi
tímabundið meira milli handanna og
neyslan myndi aukast í skjóli þess. Um
loforðin fyrir kosningar sl. vor sagði
hann fjölmiðla algjörlega hafa brugðist
við að ganga á núverandi forystumenn
stjórnarflokkanna og heimta skýr-
ingar. Hefði álíka kosningabarátta og
átti sér hjá Framsóknarflokknum hér
á landi átt sér stað í Noregi hefði hún
ekki lifað af viku. Fjölmiðlar hefðu
aldrei látið menn komast upp með
að lofa án skýringa.
Frá Hruni og heim er 282 síður og
að auki með aðgengilegri nafnaskrá.
Bókin kemur út þegar hrunið er að
sigla í þátíð. „Mesti sársaukinn er að
baki,“ segir Steingrímur.
ÞHH
25 börn á námskeiði í Fischersetrinu
25 börn hafa sótt skáknám-skeið í Fischersetrinu á Sel-foss sem lauk sl. laugardag.
Helgi Ólafsson skólastjóri Skák-
skóla Íslands hafði yfirumsjón
með námskeiðinu og honum
til aðstoðar var Björgvin Guð-
mundsson frá Skákfélagi Selfoss
og nágrennis. Þá komu gesta-
kennararnir Björn Ívar Karlsson
og Björn Þorfinnsson í heimsókn.
Hugmyndin er að halda annað 10
skipta námsskeið eftir áramót og
byrja þá fljótlega upp úr áramót-
um, en það verður nánar auglýst
síðar.
Síðasta dag kennslunnar var
haldið skákmót og hver þátttak-
andi fékk viðurkenningarskjal
og skákbók að gjöf frá Skáksam-
bandi Íslands.
Krakkarnir ásamt Helga Ólafssyni skólastjóra skákskóla Íslands og björvini
Guðmundssyni frá skákfélagi selfoss og nágrennis.
steingrímur J áritar bók sína á sel-
fossi. ÞHH