Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 6
V m - F é l a g V é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s Veiðikortið 2013 Veiðikortið 2013 fór í sölu á skrifstofu Vm í desember. sjá nánar á heimasíðu Vm. Félagsmönnum býðst kortið á sama verði og í fyrra, eða á 3.000 kr. Stjórn og starfsfólk VM óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða 5 desember 2012 tímarit vm 6 19. desember 2013 Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána: Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána snertir sennilega efnahag flestra landsmanna Ríkisstjórnin kynnti sl. laugar-dag aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæð- isskuldir heimila í landinu. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarlíf- eyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til framkvæmda. Unnt verður að ráðstafa séreignarlíf- eyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi. Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13% leið- réttingu á vísitölu neysluverðs til verð- tryggingar. Hámarksfjárhæð niðurfær- slu á heimili verður 4 m. kr. Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna há- marksins, þ. e. lán sem stóðu í allt að 30 m. kr. í lok árs 2010. Til frádráttar koma fyrri úrræði til lækkunar höfuð- stóls sem lántakandi hefur notið. Þau lán sem skapa rétt til leiðréttingar eru verðtryggð húsnæðislán vegna kaupa á fasteign til eigin nota. Leiðrétting er að frumkvæði lántaka og þarf að sækja um hana hjá lánveitanda sem er með húsnæðislán á fremsta veðrétti á um- sóknardegi. Lagt er til að sá lánveitandi verði umsjónaraðili leiðréttingar og annist framkvæmd hennar í samræmi við þá aðferðafræði sem lýst er í skýrslu sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Skattleysi séreignar­ lífeyrissparnaðar Þau heimili sem skulda húsnæðislán geta nýtt greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til þess að greiða inn á húsnæðislán sín. Ríkissjóður gefur eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífeyris- sparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til inngreiðslna á höfuðstól húsnæðislána. Skattleysi takmarkast við 500 þúsund kr. á ári. Úrræðið gildir í þrjú ár. Aðgerðin takmarkast við þá sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013. Sá hópur sem hefur þegar fengið niðurfellingar skulda getur nýtt sér skattleysi séreignarlíf- eyrissparnaðar og þannig gagnast að- gerðin sem flestum. Heildarumfang aðgerðarinnar er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. Þar af er umfang leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána um 80 milljarðar króna og höfuðstólslækkun með nýtingu sér- eignarlífeyrissparnaðar um 70 millj- arðar króna. Þess ber að geta að þetta mat er háð nokkurri óvissu. Aðgerðin krefst þess að ríkissjóður hafi milli- göngu um fjármögnun og framkvæmd hennar. Ekki er þörf á stofnun leið- réttingarsjóðs þar sem aðgerðin verður að fullu fjármögnuð. Gert er ráð fyrir því að hrein áhrif á ríkissjóð verði óveruleg fyrir hvert ár á tímabilinu 2014-2017. Ráðherrarnir telja aðgerðirnar aflétta efnahagslegri óvissu er varða skulda- mál heimilanna. Skuldir heimilanna eru nú 108% af vergri landsframleiðslu, sem er hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Samhliða lækkun skulda mun aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar. Þá myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin öðlast styrk á ný og hafa meira svigrúm til fjárfestinga. Helstu niðurstöður í greiningu sem ráðgjafa- fyrirtækið Analytica ehf. vann fyrir hópinn eru þær að miðað við gefnar forsendur þá eru þau þjóðhagslegu áhrif þeirra aðgerða sem sérfræðinga- hópurinn leggur til tiltölulega mild, þótt talsverðra örvandi áhrifa geti gætt á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Sjá má áhrif aðgerðanna á einstaka efnahags- stærðir miðað við fráviksspá Analytica við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá nóvember 2013. Tímarammi aðgerðarinnar Gera má ráð fyrir því að verði tillagan samþykkt, sem og nauðsynlegar laga- breytingar, verði að öllu forfallalausu hægt að framkvæma niðurfærslur um mitt ár 2014. Nokkurn undirbún- ingstíma þarf til að endurreikna lán. Aðgerðir sem varða skattleysi sér- eignarlífeyrissparnaðar sem miða að því að lækka höfuðstól húsnæðislána gætu hafist um svipað leyti. sigmundur davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og bjarni benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra kynna aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar á síðasta degi nóvembermánaðar í Kaldalóni í Hörpu. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri: Formenn búnaðarfélaga, Hollvinafélag og starfs- menn standa vörð um framtíð skólans Formenn búnaðarfélaga á Vest-urlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarhá- skóla Íslands þar sem þeir skora á yf- irvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta sem beint hefur verið til yfirvalda í tengslum við LbhÍ en meðal annars hafa starfsmenn skól- ans og Hollvinafélag LbhÍ sent frá sér skilaboð vegna framtíðar Landbúnað- arháskóla Íslands. Í ályktun formannafundarins segir: „Formannafundur Búnaðarsamtaka Vesturlands haldinn á Hvanneyri 28. nóvember sl. skorar á skólayfirvöld Landbúnaðarháskóla Íslands og aðra hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Aukin menntun og rannsóknir í landbúnaði er mikilvæg forsenda þess að íslenskur landbún- aður geti þróast, vaxið og dafnað til framtíðar.“ Stjórn Hollvinafélags Landbún- aðarháskóla Íslands skorar á stjórn- endur LbhÍ og stjórnvöld að styrkja starfsemi skólans til framtíðar. Með sameiningu Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í upphafi árs 2005 var ætlunin að til yrði öflug rannsókna- og kennslueining á sviði landbúnaðar og garðyrkju. Af hálfu skólastjórn- enda frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að ná fram hagræðingu í starfi nýrrar stofnunar í ljósi takmark- aðra fjármuna sem veittir hafa verið til skólans síðustu ár. Að mati stjórnenda skólans verður ekki lengra gengið til hagræðingar án þess að til komi skert þjónusta skólans að óbreyttum fjár- framlögum. Stjórn Hollvinafélags Landbún- aðarháskólans hvetur stjórnendur skólans og stjórnvöld að tryggja nauðsynlegt fjármagn til skólans svo hægt verði áfram að veita þá nauðsyn- legu þjónustu sem kveðið er á um í lögum. Benda má í því sambandi að Landbúnaðarháskóli Íslands á umtalsverðar eignir, m. a. einstaka jarðir er nýtast ekki beint markmiðum skólans til kennslu eða rannsókna, en þær mætti að hluta selja til að greiða upp uppsafnaðan halla skólans og að auki treysta rekstrargrundvöll hans. Samstarf við aðra háskóla, eins og Háskóla Íslands, er sjálfsagt að efla eins og kostur er. Hins vegar þarf sjálf- stæði Landbúnaðarháskóla Íslands að vera fyrir hendi, ekki síst til að tryggja starfsmenntanám við skólann, hvort sem um er að ræða hefðbundið bú- fræði- eða garðyrkjunám. Á sama hátt er Landbúnaðarháskóli Íslands nauðsynlegur þáttur í að rækta rann- sókna- og kennslustarf á háskólastigi í samvinnu við atvinnuveginn og aðrar háskólastofnanir á hverjum tíma.“ Skólinn fastur í förum gamals fyrirkomulags „Nú í haust var birt niðurstaða gæða- úttektar á starfi Landbúnaðarháskóla Íslands segir í samþykkt starfsmanna. „Úttektin er unnin á vegum gæða- ráðs íslenskra háskóla af erlendum sérfræðingum. Sérstaða háskólans er mjög mikil á sviði náttúrunýtingar, landbúnaðar og umhverfisfræða. Enginn annar sinnir kennslu og rannsóknum á þessum fræðasviðum með sambærilegum hætti hérlendis. Niðurstaða úttektarinnar er sú að trausti er lýst á skólastarfinu og gæðum þeirrar kennslu og þjónustu sem hann veitir. Þetta er ekki sjálfsögð niðurstaða heldur ávöxtur þrotlausrar vinnu starfsmanna við uppbyggingu háskólans. Ásókn í nám hefur aukist og við sækjum fast að helmingi rekstr- arfjár í formi sértekna árlega. Á sama tíma og við höfum byggt upp nýjan háskóla hafa fjármunir til reksturs hans rýrnað um 30% á síðustu fimm árum. Við höfum mætt niðurskurði og undirfjármögnun með gríðar- legum hagræðingaraðgerðum. Það er samdóma álit allra sem skoðað hafa rekstrarforsendur skólans að ekki sé hægt að draga meira saman í rekstri nema til komi algjör uppstokkun á starfseminni. Sú uppstokkun getur ekki orðið nema með aðkomu stjórna- valda. LbhÍ hefur yfir að ráða veru- legum eignum en það virðist óger- legt að fá leyfi stjórnvalda að breyta hluta af þessum eignum í aðstöðu sem myndi nýtast skólanum til sjálf- bærs reksturs og í rauninni bjartrar framtíðar. Hann er fastur í hjólförum gamals fyrirkomulags sem löngu er gengið sér til húðar.“ Hvanneyri að vetrarlagi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.