Reykjanes - 07.02.2013, Blaðsíða 9
97. febrúar 2013
tek allt að MéR
Stapaprent í Reykjanesbæ hefur verið starfrækt í Reykjanesbæ frá 1984. Reykjanes leit við hjá
Svavari prentsmiðjueiganda einn
daginn og átti ágætis spjall yfir kaffi-
bolla.
Svavar segir að ótrúlegar breytingar
hafi orðið á öllu hvað við kemur allri
prentun. Áður þurfti að bræða allt í
blý, en nú er öldin önnur. Allt stafrænt.
Ég held að það hafi ekki orðið eins
miklar breytingar í nokkurri annarri
iðngrein.
Svavar sagði að í gegnum tíðina
hefðu verkefnin verið mörg. Blaða-
prentun, það er gaman að geta þess
við þig sem ritstjóra Reykjaness, að
við prentuðum á sínum tíma blað með
sama nafni. það var þá málgagn Sjálf-
stæðisflokksins hér á Suðurnesjum.
Fleiri blöð hafa verið prentuð hér má
t. d. nefna Faxa, Lögreglumaðurinn
og mörg fleiri.
Svo höfum við alltaf verið í smá-
prentun, reikningar, umslög, nafn-
spjöld o. s. frv. Ég tek allt að mér sem
viðkemur prentun segir Svavar.
Svavar sýndi mér nokkrar bækur,
sem prentaðar hafa verið í Stapaprenti.
Flottar bækur og vel unnar.
Stapaprent byrjaði starfsemi sína
að Holtsgötu 52 í Njarðvík og síðar
var starfsemin að Brekkustíg 39. Í nú-
verqandi húsnæði flutti Stapaprent
fyrir 16 árum.
Um 1990 kom Emil Wilhelmsson
til samstarfs við Svavar, en hann lét
af störfum fyrir um 3 árum.
Stapaprent er með stóran prent-
ara, sem getur m. a. prentað myndir
á striga. Svavar sagði það vera upplagt
fyrir fólk að koma með skemmtilega
mynd og láta prenta út og hengja síðan
upp á vegg heima hjá sér.
Svavar sýndi mér nokkrar gullfal-
legar myndir, sem hann hafði prentað.
Vissulega ástæða fyrir alla sem eiga
myndir í vélinni sinni eða tölvunni að
láta verða að því að fá prentaða mynd,
annaðhvort á pappír eða striga. S. J.
eflUM sVeitastjóRnaR-
stigið og íBÚalýðRæði
Samfylkingin í Reykjanesbæ telur að efling sveitarstjórnarstigsins sé ein af meginforsendum auk-
innar velferðar og bættra búsetuskil-
yrða í hér á Suðurnesjum . Þjónustu er
best fyrir komið sem næst þeim sem
hana nýta og að þessu þarf að vinna
á næstu árum. Þátt íbúa í ákvarðana-
töku sveitarfélaga á að auka og því er
nauðsynlegt að finna leiðir til að auka
áhuga íbúa á að taka þátt í stjórnmál-
um og hafa áhrif á að móta framtíðina
í sínu sveitarfélagi .
Við í Samfylkingunni teljum að
til framtíðar eigi málefni aldraðra,
heilsugæsla og forgangsröðun í sam-
göngumálum landshlutanna heima
á sveitarstjórnarstiginu. Þá verði
stefnt að sameiginlegum þjónustu-
miðstöðvum ríkis og sveitarfélaga í
landshlutunum og sameiginlegri þjón-
ustugátt fyrir alla opinbera þjónustu
og leyfisveitingar á vefnum.
Forsenda þess að sveitarfélög geti
tekist á við aukin verkefni er frekari
sameining sveitarfélaga og nánari
samvinna sveitarfélaga innan lands-
hlutanna m. a. um sóknaráætlanir,
forgangsröðun verkefna og í þjónustu.
Tryggja verður lýðræðislegt verklag
og hagræðingu í slíku samstarfi með
aðkomu minnihluta í sveitastjórnum.
Það er ekki lengur hægt að una
við að minnihlutar í sveitastjórnum
á Suðurnesjum skuli ekki hafa bein
áhrif á ákvörðunartöku í stjórn Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Við þurfum að endurskoða allt sam-
starf sveitarfélaga hér á Suðurnesjum
og skoða betur með hvaða hætti við
getum gert góða hluti betur. Það er
kominn tími til að horfa til framtíðar
og skoða betur með hvað hætti við
getum betrumbætt þjónustu við íbúa
og skapað bætt lífskilyrði .
Mörg undanfarin ár hefur rekstur
sveitarfélagsin verið neikvæður, þ. e.
a. s. tekjur standa ekki undir gjöld-
um en með eignasölu hefur tekist að
koma rekstrinum yfir núllið. Eignir
hafa verið seldar fyrir tugi milljarða á
undanförnum árum og þar teljum við
í Samfylkingunni að sé í raun brotið á
rétti íbúa því eignasala er aldrei borin
undir atkvæði eða gerð í samráði við
íbúa. Þessu viðjum við breyta og því
nauðsynlegt að styrkja hlutverk eft-
irlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga
og gera hlutverk hennar sambærilegt
Ríkisendurskoðun.
Samfylkingin telur að þróun íbúa-
lýðræðis og aukið samráð sé mikilvægt
á vettvangi sveitarfélaga til að auka
áhrif íbúa á umhverfi sitt með þátttöku
og aukinni þekkingu á starfi sveitar-
stjórna. Meta þarf reynslu af þróun á
þessu sviði og kanna nýjar hugmyndir
um framkvæmd íbúalýðræðis víða að.
Þá gefa ný sveitar stjórnarlög ótvíræð
tækifæri til að þróa markvisst samráð
og íbúalýðræði.
Ég vil beina því til allra bæjarfulltrúa
í sveitarstjórnum hér á Suðurnesjum
að takast af krafti á við þetta verkefni,
auka skipulegt samstarf, miðla reynslu
og þekkingu og taka frumkvæði að
mótun nýrra hugmynda á vettvangi
sveitastjórna með það í huga að bæta
lýðræði og áhrif íbúa á ákvörðunar-
töku sveitastjórna. Þannig verður árið
2013 ár breytinga til batnaðar.
ganga út úr flugstöðinni og anda að
sér Indlandslyktinni eins og við köllum
hana. Við höfðum einu sinni millilent
í Bombay en annars höfðum við ekki
komið þangað frá árinu 2000. Indland
er okkur auðvitað mjög kært því það
gaf okkur það dýrmætasta sem við eig-
um svo tilfinningarnar voru miklar.
Við gistum alveg niðri í miðbæ í
Kolkata á Fairlawn sem er alveg einstök
gisting. Lítið heimilislegt hótel þar sem
fjölskyldumyndir eigandans hanga
innan um myndir af frægara fólki og
allur húsbúnaður í Viktoríustíl. Starfs-
fólkið var einstakt og gerði þetta enn
eftirminnilegra. Við þurftum samt ekki
að taka mörg skref út á götu til að sjá
hve lífskjör manna eru mismunandi.
Tágrannir menn með "rikshaw" í eft-
irdragi reyna að fá mann til að kaupa
ferð með þeim, gamlar konur í slitn-
um og allt of þunnum fötum að betla,
ung börn með enn yngri systkini sín á
handlegg að biðja um mat og svo ríkari
konur í dýrindis sarí á markaðnum.
Það var allstaðar fólk og það er það
sem allir segja sem heimsækja Indland.
Þrátt fyrir mikla sýnilega fátækt er stutt
í bosið hjá fólki enda var Kolkata lengi
vel kölluð ""borg gleðinnar".
Janúar er frekar kaldur mánuður
svona norðarlega á Indlandi og við
vorum því komin í síðbuxur, sokka
og peysur þarna á þrettándanum. Það
gekk kuldakast yfir í nokkra daga og
við sváfum með húfur og í peysum
og buxum á næturna því engin hitari
var inni á herbergjunum. Kjör fólks
eru því miður ekki alltaf svo góð og
margir af þeim sem voru orðnir góð-
kunningjar okkar á götunni þarna í
kring vöfðu teppi um sig þegar fór að
kólna á kvöldin og komu sér fyrir á
gangstéttinni og sváfu þar. Við vorum
búin að undirbúa dætur okkar vel áður
en við fórum svo þær fengu ekki sjokk
og skilaði sá undirbúningur sér vel. Við
fórum svo í heimsókn á Matri Sneha
barnaheimilið sem þær bjuggu á sem
ungabörn og það var frábær upplifun
og forréttindi að hafa tækifæri til þess
en það er efni í aðra grein. Síðustu dag-
ana í ferðalaginu eyddum við í Nýju
Delhi sem er höfuðborg Indlands. Það
var svolítið undarlegt að upplifa það að
eiginlega engin kona var á götunum,
karlmenn unnu öll störf og voru úti
á spjallinu og á veitingastöðum og oft
vorum við mæðgur einu konurnar á
svæðinu. Ef til vill hefur atburðurinn
sem markaði heimsfréttirnar nokkrum
vikum áður hafti sitt að segja með það
en allstaðar voru lögreglan og hermenn
sýnileg. Vonandi kemur þetta sorglega
mál til með að auka réttindi og stöðu
kvenna í Indlandi sem fyrst. Einn af
hápunktum ferðarinnar var svo ferð
okkar að Taj Mahal sem er rétt fyrir
utan Delhi en það eru einhverjir töfrar
við þann stað.
Við lentum svo á Íslandi 18. janú-
ar eftir stórkostlegt ferðalag með ótal
dýrmætar minningar og fulla tösku af
indversku kryddi .
Vonarljós tendrað á gamlárskvöld.
friðsæla ströndinni okkar á Koh Pangan.
friðjón einarsson.
Svavar Stapaprenti.