Reykjanes - 07.02.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 07.02.2013, Blaðsíða 12
7. febrúar 2013 FXNytro M-TX árg. 2013 kr. 2.690.000 FARÐU LENGRA! FXNytro M-TX Arctic Trucks, í samstarfi við MC Xpress og Alpine ehf, býður nú Yamaha Nytro vélsleða með turbo uppfærslu. Þrjár útfærslur eru í boði; 190, 240 og 270 hestöfl. www.yamaha.is Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 Verð með turbo uppfærslu frá kr. 3.475.000,- turbo Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! 12 www. fotspor.is Blásið til sóknaR Nú er unnið að stefnumótun fyrir Grindavíkurhöfn. Mark-mið er tvíþætt. Annars vegar að greina stöðu Grindavíkurhafnar í samkeppnisumhverfi sínu. Hins vegar að koma með tillögur að stefnumótun og sóknaráætlun fyrir Grindavíkurhöfn. Sigurður A. Kristmundsson hafnar- stjóri átti hugmyndina að því að fá ýmsa hagsmunaaðila til að setjast niður og ræða stöðu hafnarinnar og horfa til framtíðar. Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grinda- víkurbæjar og nemi í MPM við HR, tók að sér verkefnastjórn og nýtti tæki og tól í náminu til þess að stýra vinnunni á grundvelli stefnumótunarfærni. Í hagsmunaaðilahópnum voru: Sig- urður A. Kristmundsson hafnarstjóri, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sigurður Jónsson skipstjóri, Pétur Már Benedikts- son hjá Vélsmiðju Grindavíkur, Andrés Óskarsson útgerðarstjóri í Vísi hf. og Andrés Guðmundsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslunni til hafnarstjórnar sem er með hana til efnislegrar meðferðar. Þar kemur m. a. fram að hlutverk hafnar- innar okkar er að veita skipum öryggi og þjónustu. Framtíðarsýn hafnarinnar er að verða í fararbroddi sjávarútvegs- hafna landsins. Grindavík er ein stærsta verstöð landsins. Hafnarsvæðið er lífæð Grinda- víkurbæjar. Sjávarútvegurinn er hér í öndvegi en Grindavík er langstærsti saltfiskútflytjandi landsins. Umsvif Grindavíkurhafnar eru mikil enda öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem gera héðan út. Milli 30 og 40 þúsund tonnum af botn- fiski hefur verið landað í Grindavíkur- höfn á ári undanfarin ár. Fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skapa rúmlega 700 bein störf í Grindavík við veiðar og vinnslu. Auk þess eru fyrirtækin með rekstur víða annarsstaðar um landið sem skapar hundruði starfa til viðbót- ar, m. a. í Vogum, á Þingeyri, Húsavík, Djúpavogi, Reykjanesbæ og víðar. Það má því hæglega halda því fram að sjáv- arútvegsfyrirtækin í Grindavík skapi um 1.000 bein störf við veiðar og vinnslu á Íslandi. Eru þá ótalin störf við fjölda smærri sjávarútvegsfyrirtækja. Fjöldi afleiddra starfa sem sjávarútvegur í Grindavík skapar hleypur á hundruð- um. Útflutningsverðmæti þess afla sem landað er í Grindavík eru líklega um 20 milljarðar ári sem er um 4% heildar útflutningsverðmæta Íslendinga. Inn- flutningur um höfnina felst aðallega í salti frá Spáni og Túnis. Fiskveiðar skipa sem gerð eru út frá Grindavík hafa á undanförnum áratug þróast úr veiðum með mismunandi veiðafærum á tveim- ur til þremur tímabilum á ári yfir í það að veiða með einu veiðafæri allt árið. Stærsti hluti aflans sem landaður er hér kemur af togskipum, frystitogurum og línuvélabeitningabátum. Þorskur, ýsa, keila og langa eru algengustu tegund- irnar. Auk þess landa hér netabátar og handfærabátar og á vorin koma hingað grásleppubátar. Skipum hefur fækkað á undanförn- um árum og sérhæfing orðið meiri. Árið 2012 voru gerðir út frá Grindavík þrír frystitogarar og tveir ferskfisktogarar,10 stór línuskip 35-55 m löng og 12 smærri línuveiðiskip c. a.15 m löng, tveir snur- voðabátar og tveir netabátar. Þessu til viðbótar eru um 10-15 handfærabátar. Flestir þeirra fara í dagróðra. Auk þess landa hér nokkur skip sem hafa aðra heimahöfn en Grindavík. Fiskimenn í Grindavík sækja á sömu aflamið og forfeður þeirra öldum saman sem er til marks um hófsama veiðar án rányrkju. Grindavíkurhöfn veitir almenna hafnar- þjónustu eins og hafnsögu, vigtun, af- greiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorp- hirðu. Starfsemi er samkvæmt samþykkt hafnarstjórnar og hafnalögum. Starf- semin tekur til afgreiðslu og þjónustu skipa, afgreiðslu á vörum, ökutækjum og farþegum og við lönd-un á fiski. Eftir dýpkunarframkvæmdir í ár er vilji bæjaryfirvalda að vinna að mótun framtíðarsýnar Grindavíkurhafnar til þess að gera markaðssetningu mark- vissari, fá fleiri skip og auka tekjur. (Greinin er úr Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar). fRiðjón Vill fækka stjóRnaRMönnUM Bæjarráð Reykjanesbæjar tók fyrir undargerð Heklunn-ar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja á fundi sínum 17. janúar s. l. Friðjón Einarsson óskar bókað að hann leggi eindregið til við stjórn SSS að fækkað skuli stjórnarmönnum í félaginu. Vogar: inga sigRÚn hættiR, oddUR tekUR Við Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram svo-hljóð andi bókun og tillögu á fundi bæjarstjórnar Voga 23. janúar s.l.: Ég óska hér með eftir að seja af mér embætti forseta bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum í samræmi við 30. gr. sveitarstjórnarlaganna. Ástæð- an eru annir og álag vegna fram boðs til alþingiskosninga auk þess sem ég tel farsælla að ég sé ekki tals maður bæjarstjórnar á meðan ég stend í kosningabaráttu á öðrum vett vangi. Ég legg því til að Oddur Ragnar Þórðarson verði forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins. Tillagan er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. Þar sem Oddur Ragnar Þórðarson hefur verið kjörinn forseti bæjar- stjórnar er lagt til að í hans stað sem annar varaforseti bæjarstjórn- ar verði kjörin Sveindís Skúladóttir. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæð- um. Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram svohljóðandi bókun: Undirrit- aður lýsir furðu sinni á því að frá- farandi forseti telji farsælt að hún sé ekki talsmaður bæjarstjórnar í að draganda þingkosninga en skuli samt ætla að vera talsmaður bæjar- stjórnar á mikil vægasta vettvangi samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesj- um. íBÚUM fjölgaR í ReykjanesBæ og gRindaVík en fækkaR annaRs staðaR Milli áranna 2011 og 2012 fjölg-aði íbúum Reykjanesbæjar um 80 og fjölgun varð í Grindavík um 30 íbúa. Í Sandgerði fækkaði íbú- um um 90 og í Garði fækkar íbúum um 50. Í Vogum fækkar íbúum um 20 milli ára. oddný tapaði Oddný G. Harðardóttir Garð-kona hefur verið á mikilli framabraut innan Samfylkingar. Hún hefur tekið að sér hvert for- ystuhlutverkið af öðru og spennti nú bogann hátt og bauð sig fram í varaformannsembættið. Oddný haði líst yfir stuðningi við Guðbjart , sem formann, en hann tapaði fyrir Árna Páli. Svo fór að Oddný tapaði fyrir Katrínu Júlíusdóttur, í Varaformannskjöri. Oddný þarf því að bíða enn um sinn til að komast til æðstu metorða inn- an Samfylkingarinnar. Mynd: Haraldur Hjálmarsson. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.