Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 6
6 16. maí 2013 Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja efNalauGiN Vík keypti efNalauG suðurNesja Efnalaugin Vík er komin í stærra húsnæði að Iðavöllum. Eigendur Efnalaugarinnar Vík, þau Bára Einarsdóttir og Páll Pálsson keyptu nýlega Efnalug Suðurnesja og hafa flutt starfsemi sína í það húsnæði að Iðavöllum. Efnalugin Vík hefur verið í rekstri síðan árið 2001. Þetta mun vera þriðji staðurinn þar sem starfsemin fer fram. Bára Einarsdóttir sagði í stuttu spjalli við Reykjanes að það væri fullt að gera. Auk einstaklinga eru það mörg fyrir- tæki sem versla við okkur. Auk þvotta og hreinsunar býður Efnalaugin Vík upp á fataviðgverðir og dúkaleigu. Á myndinni er Bára Einarsdóttir fyr- ir framan ný hreinsuð og pressuð föt. framkVæmdir í saNdGerði Þessa dagana er verið er að byggja stórt fiskvinnsluhús í Sand-gerði. Fyrirtækið sem stendur að byggingunni heitir Vogabúar ehf. Húsið er reist á grunni Límtrésverk- smiðjunnar Mosfells sem brann fyrir nokkrum árum. Það er staðsett við hafnargarðinn í Sandgerði. Þar áður var þar Vélsmiðjan Tikk. Á sama stað voru í byrjun síðustu aldar þarna verbúðir. Í þá daga iðaðai allt af lífi á þessum stað og til eru myndir þar sem menn standa í aðgerð fyrir framan húsið. Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar tæknifræðings sem stjórnar fram- kvæmdunum gengur verkið vel og er áætlað að taka húsið í notkun með haustinu. Fiskvinnslan verður öll á einni hæð en starfsmannaaðstaða og skrifstofa á annari hæð. Húsið verður 2. 200 fm að stærð. SillaE GriNdaVík spáð 1. sæti Grindavík er spáð 1. sæti og þar með sæti í úrvalsdeild samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. KA er spáð 2. sæti, Haukum því þriðja og Víkingi, andstæðingum Grindavíkur í fyrstu umferð á morgun, er spáð fjórða sæti. Um styrkleika liðsins segir á fotbolti. net: Styrkleikar: Ekkert lið í deildinni spilar eins góðan og fallegan fótbolta í deildinni. Lið sem er gjörsamlega byggt upp til að spila hörkubolta. Liðið er með hörkugóðan markvörð og marga skemmtilega leikmenn. Milan Stefán Jankovic hefur tekið við Grindavíkurliðinu. „Ég viðurkenni að þetta kemur á óvart. Það eru margir farnir, við höfum fengið tvo nýja útlendinga en hinir í liðinu eru heimamenn og ungir strákar. Við erum til að mynda með tvo leikmenn sem eru 1995 módel í byrjunarliðinu og einn fæddan 1993, “ segir Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga en fyrirliðar og þjálfarar í fyrstu deild karla spá liðinu efsta sæti í deildinni í sumar. (Heimasíða Grindavíkur) Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.