Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 12
16. maí 2013 Garður: sterk fjárHaGsleG staða Ársreikningur Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2012 fel- ur í sér sterka fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Handbært fé A- og B- hluta í óbundnum bankainni- stæðum nam kr. 655 milljónum og langtímaskuldir voru kr. 291 milljónir. Skuldahlutfall samkvæmt viðmiðum í fjármálareglum sveit- arstjórnarlaga var 2,04%, en má vera allt að 150%. Rekstrarafkoma samkvæmt samanteknum ársreikn- ingi A- og B-hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var já- kvæð að fjárhæð kr. 37 milljónir. Rekstrarniðurstaða ársins var hins vegar rekstrarhalli að fjárhæð kr. 50 milljónir. Báðar þessar lykil- tölur rekstrarreiknings eru mun hagstæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nam um 32% af heildartekjum A-og B- hluta og er því ljóst að rekstur sveitarfélagsins er mjög háður þeim framlögum, m. a. þar sem íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað og skatttekjur eru lágar í samanburði við mörg önnur sveitarfélög. Það er því ljóst að meðan ekki verður aukning á skatttekjum sveitarfé- lagsins verður Sveitarfélagið Garður að treysta á framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bæjarstjórn Sveitar- félagsins Garðs lýsir ánægju með sterka fjárhaglega stöðu sveitar- félagsins og leggur áherslu á að viðhalda henni til framtíðar. Bæj- arstjórn lýsir einnig ánægju með að niðurstöður rekstrarreiknings sýna betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hins vegar leggur bæjarstjórn áherslu á að sveitarfélagið standist ákvæði í fjár- málareglum sveitarstjórnarlaga um jafnvægisreglu varðandi rekstrar- niðurstöðu næstu ára. Bókunin samþykkt samhljóða. þiNGmaNNarúta suðurNesja Suðurnesjamenn hafa aldrei átt eins marga þingmenn og núna. Sjö stykki þingmenn komu upp úr kjörkössunum. Nú hlýtur að verða einstök blómatíð framundan hjá okkur. Snjókallinn hefur hlerað að Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum ætli að festa kaup á rútu til að sjö menningarn- ir geti ferðast saman til og frá Alþingi. Saman í rútu mun sýna þjóðinni hversu mikil eining og samhugur ríkir á milli þingmannanna. Svo sýnir þetta mikla ráðdeild og er umhverfisvænt. 12 www.snarverk.is • Snarverk ehf Steypusögun og kjarnaborun • Alhliða gröfuþjónusta Gröfum fyrir sólpöllum, drenlögnum og skolpi. Öll almenn jarðvegsskipti, fjarlægjum jarðveg og komum með nýjan. Snarverk ehf • sími 863-1291 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Belladonna á Facebook tjaldsVæðið í GriNdaVík opNað Tjaldsvæðið í Grindavík opn-aði mánudaginn 13. maí síðast liðinn en ferðamanna- sumarið 2013 fer svo í gang fyrir alvöru þegar líða fer á mánuðinn. Tjaldsvæðið verður opið fram í miðjan september. Allar upplýsingar um verðskrá og fleira má sjá á www. visitgrindavik. is. Þeir ferðaþjón- ustuaðilar sem vilja koma upplýsing- um inn á þá síðu geta sent tölvupóst á heimasidan@grindavik. is ViðsNúNiNGur í rekstri GriNdaVíkurbæjar Ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2012 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í byrjun maí. Rekstrarniðurstaðan er talsvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en 230 milljón kr. rekstrarafgangur varð í fyrra sem er um 170 mkr. betri afkoma en ráð var fyrir gert. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 208 mkr yfir áætlun, þar á meðal útsvar rúmlega 100 mkr. og framlag úr Jöfnunarsjóði tæpar 50 mkr. Gert er ráð fyrir fjárfestingu upp á 1700 mkr. á næstu fjórum árum. Ráðast á í uppbyggingu íþróttamannvirkja og byggingu bókasafns og tónlistarskóla við grunnskólann. Framkvæmdirn- ar verða að mestu fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og um 200 mkr af handbæru fé. Því þarf ekki að taka lán til framkvæmdanna en á móti kemur að reksturinn mun þyngjast talsvert þegar mannvirkin verða komin í notkun. „Niðurstaðan er jákvæð og ljóst að reksturinn er á réttri leið og í samræmi við markmið sem bæjarstjórnin setti sér undir lok árs 2010 og aftur fyrir síðustu fjárhagsáætlun. Við erum að ráðast í miklar framkvæmdir án þess að taka lán og því er mikilvægt að bæj- arsjóður skili góðum afgangi á næstu árum. Þessi viðsnúningur í rekstri bæj- arins til hins betra er samstilltu átaki bæjarstjórnar og starfsfólks bæjarins að þakka sem hefur lagt sitt af mörk- um við ýmsar hagræðingaraðgerðir. Grindavíkurbær er einn vinnnustaður og ábyrgðin og árangurinn er okkar allra, “ segir Róbert Ragnarsson bæj- arstjóri. Rekstrarniðurstaða A-hluta Grinda- víkurbæjar var jákvæð upp á 180, 3 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 55, 9 mkr. hagnaði. Rekstrarniðurstaða í saman- teknum reikningsskilum A og B hluta, var 230, 4 mkr. í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 58, 6 mkr. í rekstrarafgang. Við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 var ljóst að útsvarstekjur ársins 2012 yrðu nokkuð umfram áætlun. Því var samþykkt að lækka útsvarshlutfall úr 14, 48% í 14, 28% Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal rekstur sveitarfélaga vera fyrir ofan núllið á hverju þriggja ára tímabili með árið 2011 sem upphafsár. Áætlanir gerðu ráð fyrir að tap ársins 2011, sem var rúmar 100 mkr. , yrði jafnað á ár- unum 2012 og 2013. Tekjuauki á árinu 2012 gerir hins vegar að verkum að búið er að jafna tapið nú þegar. Snjó kall inn skrif ar: MENNTASJÓÐUR Menntasjóður Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Nemendur sem ljúka öðru ári í framhaldsskóla á skólaárinu sem nú er að ljúka geta sótt um styrki þessa, en auk þess eru þeim þremur nemendum sem sýna bestan námsárangur á lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla veittur styrkur. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2013, og skal um- sóknum skilað til bæjarskrifstofunnar í Iðndal 2. Með umsókninni skal fylgja staðfest útskrift af námsárangri fyrstu tveggja ára framhaldsskóla- náms. Styrkirnir verða afhentir á fundi bæjar- stjórnar í lok júní. Sveitarfélagið Vogar Iðndal 2, 190 Vogar

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.