Reykjanes - 19.09.2013, Blaðsíða 4
4 19. september 2013
www. fotspor.is
Hressar Myllubakkakonur
Kátir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Myllubakkaskóla við setningu Ljósanætur. Hildur, Sigur-björg, Ásta, Óla Björk og Elsa.
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur:
Lærum og leikum með hljóðin
Bryndis Guðmundsdottir tal-meinafræðingur hjá Fræðslu-skrifstofu Reykjanesbæjar og
Talþjálfun Reykjavíkur, hefur nýtt
áralanga reynslu sina í starfi og þróað
íslenskt efni fyrir börn, Lærum og
leikum með hljóðin.
Um er að ræða námsefni í fram-
burði, orðaforða og hljóðkerfisvitund
sem er notað í leik- og grunnskólum
víða um allt land. Um heildstæða fram-
leiðslu er að ræða með bókum, spilum,
myndbandsefni, spila-hljóðamottum,
límmiðum og fl. Efni Bryndísar er
ætlað öllum barnafjölskyldum og fag-
fólki sem vilja veita börnum forskot á
hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir
lestur. Það er tilvalið fyrir fjölskyldur
af erlendum uppruna til að æfa og læra
íslensku hljóðin.
Bryndís hlaut tilnefningu fyrir
Lærum og leikum með hljóðin til
EUWIIN/KVENN viðurkenningar
2011 (European Womens Inventors
and Innovation Network).
Aðferðin
Uppbygging Lærum og leikum með
hljóðin tekur mið af því í hvaða röð
íslensk börn tileinka sér talhljóðin í
máltökunni og því hvernig auðveldast
er að kenna hljóðin. Hægt er að byrja
skipulega á auðveldari hljóðum sem
koma fyrir hjá mjög ungum börnum
og halda áfram yfir í þau hljóð sem
erfiðara er að segja. Þá má velja það
hljóð sem æfa þarf sérstaklega án þess
að fylgja röðinni með því að smella
á táknmynd með vísan í hvert hljóð.
Mmm…segir strákurinn sem fékk ís,
Fff…fh… heyrist í reiðu kisunni o. s.
frv.
Lærum og leikum með hljóðin er
notað víða í leik- og grunnskólum á
Íslandi og er sýnt í barnaefni Stöðvar 2.
Nýung í hljóðaleiknum
Það er mikilvægt að fylgjast vel með
tækninni í útgáfu á vönduðu efni
fyrir börn. Rannsóknir á mál-minni-
hlutasamfélögum, eins og íslenskan
vissulega er, sýna að þau tungumál eiga
undir högg að sækja í hinum rafræna
heimi.
Bryndís afréð því að víkka útgáfuna
og hefur unnið nýtt íslenskt smáforrit/
App sem byggir á sömu aðferðafræði
og allt hennar námsefni.
Á lifandi og skemmtilegan hátt er
börnum kennt að segja íslensku mál-
hljóðin rétt, þau læra hljóð íslensku
bókstafanna og fingrastafrófið um leið
og lestrarferlið er undirbúið.
Í smáforritinu má taka upp og hlusta
á hvernig barnið segir orðin. Hægt er
að skrá nafn, aldur og kyn þess sem
æfir og vista hversu langt barnið er
komið í hljóðunum. Þannig er hægt að
fylgjast með því hvernig barninu miðar
í hljóðanáminu og æfa jafnvel betur
þau hljóð sem barnið náði ekki góðum
tökum á. Þá má skrá athugasemdir
jafnóðum og senda í netpósti.
Einvala lið íslenskra listamanna og
hugmyndasmiða kemur að því að búa
til íslenskt smáforrit fyrir börn og aðra
sem vilja læra íslensku á nýstárlegan
hátt, undir leiðsögn talmeinafræðings.
Búi Kristjánsson og Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir teikna líflegar og skemmti-
legar myndir sem höfða vel til barna á
öllum aldri. Raddir þeirra Felix Bergs-
sonar og Védísar Hervarar Árnadóttur
í hlutverki Mána og Maju, ná listilega
vel til ungra sem aldinna.
Menntamálaráðuneytið og Barna-
menningarsjóður styrkja íslenska
smáforritið.
Kids Sound Lab - kennir
ensku málhljóðin
Bryndís gefur út smáforritið Kids
Sound Lab, með sömu aðferðafræði
og hún hefur þróað í Lærum og leikum
með hljóðin.
Smáforritið Kids Sound Lab kennir
á lifandi og skemmtilegan hátt um
ensku málhljóðin, framburð þeirra
og staðsetningu talfæra fyrir hljóðin.
Hljóðin eru sett upp í sömu röð og
enskumælandi börn tileinka sér hljóðin
í máltökunni og hægt er að fylgja þeirri
röð eða velja sjálfur hvaða hljóð er æft
hverju sinni.
Mjög skemmtileg nálgun fyrir alla þá
sem eru að læra ensku og er smáforritið
kjörið í enskukennsluna fyrir framburð
og orðaforða.
Ráðgefandi aðilar eru dr. Barbara
Hodson við Wichita State University,
KS og Dr. Katherine Abbott Verdolini
við University of Pittsburg, PA. en þær
eru leiðandi sérfræðingar í heiminum
á sviði hljóðkerfisvitundar og raddar-
innar. Verkefnið er styrkt af Átaki til
atvinnusköpunar hjá Nýsköpunarmið-
stöð Íslands.
Grindavík:
6. P bregður undir sig betri fætinum
Kennsla fyrir utan fjóra veggi skólastofunnar er að verða mikilvægari og stærri þáttur í
skólastarfi í Grunnskóla Grindavíkur.
Nemendur í 6. P halda áfram þar sem
frá var horfið síðasta vetur varðandi
útikennsluna. Á næstunni stendur til
að kynnast Þorbjarnarfelli, náttúrunni
og umhverfi þess.
Reynt verður að samþætta náms-
greinar í þessu verkefni. Þar má nefna
að gert verður listaverk í samvinnu við
Rósu S. Baldursdóttur myndmennta-
kennara þar sem Þorbjörn verður í
aðalhlutverki. Nemendur brugðu sér
í hlíðar Þorbjarnar og veltu nokkrum
steinum og komust að því að það er
oft líf undir steini.
Gott er að minna á að í aðalnámskrá
grunnskóla segir:
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni
hjá nemendum, skilning þeirra á ís-
lensku samfélagi, sögu þess og sér-
kennum, högum fólks og á skyldum
einstaklingsins við samfélagið, um-
hverfið og umheiminn.
Nemendum skal veitt tækifæri til að
nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér
þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni
til menntunar og þroska. Skólastarfið
skal leggja grundvöll að frumkvæði og
sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa
hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Með útikennslu gefst gott tæki-
færi til nálgunar á þessum þáttum
námskrárinnar.
(Heimasíða Grindavíkur)
Illugi Gunnarsson,menntamálaráðherra, bryndís Guðmundsdóttir og Vigdís
Finnbogadóttir fv.forseti.