Reykjanes - 19.09.2013, Page 9

Reykjanes - 19.09.2013, Page 9
19. september 2013 9 Vel heppnað Parísar torg Á Ljósanótt var Parísartorgið formlega tekið í notkun. Gunnar Þórisson flutti ávarp. Höfundur listaverksins Stefán Geir Karlsson var viðstaddur svo og franski sendiherrann Marc Bouteiller. Nokkur hópur fólks fylgdist með. Skemmtileg hefð á Ljósanótt Einn af föstu liðunum á Ljósa-nótt er ganga árganganna niður Hafnargötuna. Það er gaman að fylgjast með hvernig hver árgangur raðar sér við húsnúmer eftir fæðingar- ári. Hver árgangurinn af öðrum bætist svo í gönguna. Þetta er flott hefð enda sýnir þátttakan að þetta er með vin- sælli liðum á dagskrá Ljósanætur. Hér á síðunni eru svipmyndir úr göngunni. Góð aðsókn í Þekkingar- setrið á Sandgerðisdögum Mikið var um að vera í Þekk-ingarsetri Suðurnesja á Sandgerðisdögum. Mið- vikudaginn 28. ágúst stóð setrið fyrir málþinginu Jarðfræði og fræð- andi ferðaþjónusta sem var vel sótt og bæði fróðlegt og skemmtilegt. Laugardaginn 31. ágúst voru grill- aðar pylsur í boði og lögðu ríflega 200 manns leið sína í setrið til að skoða sýningar og rannsóknaaðstöðu. Margir fróðleiksfúsir og hugaðir krakkar mættu, eins og myndirnar bera með sér. (Heimasíða Sandgerðis)

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.