Reykjanes - 19.09.2013, Síða 10

Reykjanes - 19.09.2013, Síða 10
LEGUR OG PAKKDÓSIR VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 517 5000 10 19. september 2013 Sandgerði í Útsvar Bæjarráð Sandgerðis hefur sam-þykkt að sendalið til keppni í Útsvarinu á RUV. Spennandi að fá lið frá Sandgerði í keppnina. Erindi RUV dags, 07. ágúst 2013 þar sem skýrt er frá breyttu fyrir- komulagi á vali sveitarfélaga til þátt- töku í sjónvarpsþættinum "Útsvari". Fram kemur að Sandgerðisbæ býðst að taka þátt að þessu sinni. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að Sandgerð- isbær verði þátttakandi í þættinum og felur ferða- og menningarráði að halda utan um þátttöku bæjarins. Léttar æfingar hjá Kjartani Kjartan Másson, kennari, mætir í Reykjaneshöllina kl.9: 30 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Kjartan stjórnar þá nokkrum léttum æfingum, sem eru flottar til að liðka sig aðeins. Þetta byrj- aði í Reykjaneshöllinni síðasta vetur og naut mikilla vinsælda. Kjartan gerir þetta í sjálfboðavinnu. Það kostar ekk- ert að mæta í Reykjaneshöllina og taka nokkrar léttar æfingar. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Nú er um að gera að drífa sig í Reykjaneshöllina. Endilega að koma og prófa. Fallegar vörur Ingibjörg í Gallery Ársól var að sjálfsögðu með sínar vörur á Ljósa-nótt. Einstaklega fallegar og flottar vörur. Gallery Ársól er í Garðinum. Upplagt að renna þangað og skoða úrvalið. Glæsilegt hjá Guðmundi Mar Einn af þeim fjölmöru sem sýndi myndir á Ljósanótt var Guðmundur Mar. Hann sýndi myndir sínar í GE bílahúsinu. Myndir Guðmundar eru virkilegar flottar og gaman að skoða þær. Gamla myndin Einu sinni - sagan nefnir ekkert ártal - ætluðu nokkrir menn að fara að taka gröf í Útskála- kirkjugarði. Þar var þá komin timburkirkja og þeir byrjuðu að grafa norðan megin við hlöðin undir kirkjunni miðja vega. En er þeir voru búnir að stinga upp fyrstu pálstorfurnar varð þessum graftarmönnum heldur bilt við, því þar undir lá maður með hatt á höfði og parruk, í mussu svartri og sortu- lituðum stuttbrókum og mórauðum sokkum. Hann leit upp á þá. Þeir lögðu niður torfuna og grófu annars staðar, - lái þeim hver sem vill, munum við víst flest hugsa. Útskálar um miðbik 20 aldar

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.