Innsýn - 01.03.1978, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.03.1978, Blaðsíða 12
<0> 3F> ’SS'Æ^. ET mikominn (jistur, "Ef það verður einhvern tíma brotist inn hérna", sagði mamma, "vona ég að ekkert okkar heyri í þjófun- um. ÞÓ að það væri auðvitað mjög leiðinlegt ef dótinu okkar yrði stolið. Ég hlyti að verða mjög hrædd ef ég heyrði í þjóf, ég er viss um að ég myndi æpa cg þá er ekki gott að vita hvað hann gerði. ÞÚ veröur að lofa mér því Linda," sagði mamma, "að ef þú verður vör við þjóf í húsinu að fara þá ekki að gráta því að það er betra að þjófurinn taki eitthvað frá okkur heldur en að hann kannski meiði okkur." "Linda myndi aldrei fara að gráta"sagði pabbi og hló. "HÚn myndi gera eitthvað hetjulegt, þú þarft aldrei að hafa áhyggjur þegar Linda er með þér í húsinu." En núna þegar óvelkominn gestixr var að læðast um niðri, fannst Lindu hún ekki vera nein hetja. "Hvað á ég að gera"? hugsaði hún. Hvað ef hann vekur mömmu ? Hún ákvað að hún yrði að fá þjófinn til að ganga hægt um svo hann vekti ekki mömmu. Linda skreið fram úr rúminu fór í náttslopinn sinn og kraup svo við rúm- stokkinn. "Kæri Jesú," bað hún, "viltu hjálpa mér til að vera hugrökk, Amen." Hún stóð á fætur og læddist út úr herberginu og niður stigann. Til þess að auka hug- rekkið sem hún hafði beð- ið um, hvíslaði hún við sjálfa sig "Ég ætla að fara niður og biðja hann að ganga eins hljóðlega um og hann getur - og ég ætla að segja honum af hverju." HÚn heyrði einhver hljóð sem virtust koma úr eldhús- inu og hjartað hamaðist mikið meira en venjulega þegar hún læddist að eld- húsdyrunum og opnaði þær. Þegar þjófurinn heyrði að dyrnar opnuðust sneri hann sér við og starði á Lindu.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.