Innsýn - 01.02.1979, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.02.1979, Blaðsíða 11
11 COTTAGE CHEESE BOLLUR 2 þeytt egg 1 bolli mylsna (hrökkbrauð eða burrkað brauð) 1 bolli Cottage cheese. 1 miðlungsstór raspaður laukur. 1/2 tesk. salt. 2 matsk.bráðið smjör. 1/2 tesk.krydd (kjúklinga- krydd) Blandið öllu saman, ekki ef eftir neinni sérstakri röð. Formið í bollur og steikið á pönnu þar til þær verða brúnar. Látið í form og hellið yfir brúnni sósu og steikist í ofni í 20-30 mín. Þar sem við höfum ekki Cottage cheese (kofaost) hérna á íslandi verðiam við að búa hann til sjálf. Til að fá einn bolla notar þú: 1 lítra mjólk. 1/2 lítra súrmjólk. Blandar þessu saman og lætur sjóða í 5 mín við vægan hita. Það sem flýtur ofan á er osturinn, þú fleytir það of- an af og blandar mjög lít-^ illi mjólk saman við og hrærir saman. Mjög gott að hafa korn og hrásalat með og auðvitað karföflur. Verði ykkur að góðu. KOSTIR KAFFIS ÞÚ færð aldrei lifandi kvik- indi ofan í þig úr kaffi- bolla. ÞÚ missir ekki lystina þótt dauðar flugur kunni að leyn- ast í bollanum. GÓð heilsa er gulli betri Andartökin eru gimsteinar tímans - vertu ekki í gler- kúluleik með demanta. Trú er ekki hvernig litið er á vissa hluti, heldur það, að á alla hluti er litið á vissan hátt. Gakk þú með mér Guð minn göngu minni á. Lát þú aldrei efann á þig skyggja fá. Leiðina til lífsins, leið þú sporin mín. Hvar, sem leið mín liggur liggi hún til þín. Björk. Ella Jack.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.