Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 3
BOÐBERI K.Þ. XLV. árg. 3 tbl. 1977 Frá félagsstarfinu í lok oktober hafBi vörusala K.Þ. aukist frá ára- mótum um 32.4%, sem er sennilega ekki ósvipuð hækkun og nemur verðhækkun á þessu tímabili, þetta er mis- munandi í hinum einstöku verslunarbúðum, hækkunin er minnst í Pakkhúsdeildinni og hefur Kröfluframkvæmd, sem aöallega fór fram á árinu 1976 þar veruleg áhrif.. Mesta aukningin er hins .vegar í Veladeildinni. Birgðahækkun er að sjálfsögðu nokkur* eða um tæpar 50 miljónir sem er um 23%. Fjárhagsstaða K.Þ. út á við er heldur lakari en á sama tíma í fyrra, stafar það af aukinni dýrtíð það er hækkun á vörulagerum og nokkrum fjárfestingum sem ekki geta þó talist mjög miklar á þessu ári. Einnig hefur mikil áhrif í þessu efni, að mjólkur- vörubirgðir hafa mjög hlaðist upp, og munar þetta hvað fjarhaginn snertir um marga tugi miljóna króna. Það er því við vaxandi erfiðleika að stríða í fjármál- unum á næstunni. í lok september s.l. var gert rekstraruppggör fyrir K.Þ. Útkoman var lítilsháttar betri en á sama tíma árið áður, búast má þó við að vegna mikilla^ kauphækkana verði rekstrarafkonan þrja síðustu mánuði ársins hlutfallslega lakari, en var á fyrstu níu mán- uðum ársins. Heildarafkoma ársins reksturslega séð er því nokkuð óviss. Nú má segja að uppbyg^ing Mjólkursamlagsins sé í meginatriðum lokiö. Er her um að ræða endurinnréttingu á gamla húsinu, viðbygginguve^na ostaframleiðslunnar, mikill nýr vélabúnaður, og mjolkurtankar, kaup á þrem- ur mjólkurtankbílum, og tankvæðing í sveitunum, hér hefur verið um' mikla og nauðsynlega framkvæmd að ræða fyrir mjólkurframleiðsluna í héraðinu, og ég fagna því að^þessum framkvæmdum er að mestu lok.ið. Þetta er að sgálfsögðu erfitt fjárhagslega á sama tíma eins og nu er, þegar mjólkurvörubirgðir aukast stöðugt. Föstudaginn 2. desember opnuðum v ið hina nýju byggingavöruverslun á Vallholtsvegi 10. Allt þetta ár hefur verið unnið að þessari framkvæmd og var ekki vanþörf að gera í þessu efni mikla^bragarbót. Byggingavöruverslunin er í rúmgóðum og fallegum húsakynnum á tveimur hæðum. Ég hvet félagsmenn til að heimsækja hina nýju verslun og skoða hana. Eins og fyrri daginn eru nokkrar skuldir á reikn- ingum margra viðskiptamanna* fig vænti þess að allir

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.