Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 7
- 5 - við aðra, enda ekki ástæða til. Fyrir mörgum árum las ég ræðu, sem rithöfundurinn Selma Lagerlöv flutti á kvennaþingi, annað hvort norrænu eða evrópsku. Fáeinum punktum þessarar ræðu hef ég aldrei gleymt. Hún sagði, að öll þau samfélög, sem karlmenn hefðu stofnað einir og stjémað, hefðu fyrr eða seinna mistekist og oftast hrapalega. Það eina samfélag, sem í fjölda mör^um tilfellum hefði tekist vel, væri stofnað og stjomað af konum og körlum í félagslegri samstöðu og þé gætti þar konunnar meira, en það væri heimilið. Þetta taldi hún vera sönnun þess, hve nauðsynlegt væri að konur létu félags- mál sem mest til sín taka. Þær hefðu um aldaraðir sannað það, að þær væru til þess hæfari en karlar. Ég hefi oft undrast að heyra ekki rök sétt í þessa merkilegu ræðu skáldkonunnar ástsælu. Og ef rök hennar, sem hún virtist hafa flutt af mikilli mælsku og fimi, skyldu nú að þýðingarmiklum hluta vera rétt, hversu' lífsnauðsynlegt er þa ekki að konur láti sig sem mestu varða hvem þann félagsskap, sem horfir til mannbéta og heilla. Ekki geta þær haft áhuga fyrir því að gera rök Selmu Lagerlöv að markleysu. Deildarfundir kaupfélaganna um allt Island gefa húsmæðrum tækifæri. Auðvitað ráða þær hvemig þær nota þau. Páll H. Jénsson. BOÐBERINN. Ekki leið á löngu frá því að auglýst var hér í blaðinu eftir tölublaði af Boðbera, sem vantaði í eintak kaup'félagsins, þar til Friðbjöm Sörensson á Mýrarkoti.á Tjömesi kom með það og gaf félaginu. Fleiri urðu til að tjá sig fúsa að leita að blaðinu. Hafi Friðbjöm heila þökk fyrir greiðasemi sína, sem og allir þeir, er verða vel við frómum éskum, P. H. J.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.