Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
105
ur ófrýnilega til mín, tautaði nokkur
blótsyrði fyrir munni sér og dragnaðist
burtu og inn í annan klefa. »Það var svei-
niér gott að losna við þennan peija, sá
var ekki uppbyggilegur!« hugsaði eg með
uiér og fór að kveikja í pípunni aftur. En
í sama bili kom eftirlitsmaðurinn að dyr-
unum.
»Má eg líta á farseðil yðar, herra
uiinn«, segir hann svona blátt áfram. Eg
rétti honum auðvitað seðilinn, og bjóst
svo við að hann mundi fara, en hann stóð
þarna og leit fyrst á töskuna og svo á
mig og svo á töskuna aftur.
»Þessi taska má ekki standa svona«,
segir hann svo.
»Nú, má hún það ekki?« svaraði eg, til
þess að segja eitthvað, annað hefði auð-
vitað verið ókurteisi.
»Já, sjáið þjer ekki, að hún stendur al-
veg í gangveginum ?« segir hann.
»Já, hún gerir það líklega«, svaraði eg.
»Það verður að flytja töskuna!« sagði
hann og var nú gróflega byrstur.
»Já, einmitt það«, segi eg; og svo leit
eS út um gluggann og fór að blístra til
þess að gefa til kynna, að mig langaði
ekkert til að halda þessu samtali áfram.
I sama bili var gefið merki á stöðinni og
lestin fór að hreyfast.
»Bíðið þér nú bara við, þangað til við
komum til Hedehusene«, sagði eftirlits-
Uiaðurinn, og eg gat heyrt á málrómnum,
uð hann var reiður, »þá skal eg sýna yð-
Ur, að hér dugir engin þrjóska!« Að svo
Kiæltu sneri hann sér við og fór snúðugt
burtu.
»Hvað ætli gangi að manninum?« hugs-
aði eg með mér; en svo datt mér í hug,
að það væri fjarska heitt, og hugsaði sem
svo, að þetta kæmi alt af hitanum- Eg
kveikti svo ennþá einu sinni í pípunni og
sat hinn rólegasti við gluggann og virti
hina gulu kornakra fyrir mér um leið og
brunuðum áfram.
Alt í einu blístraði eimvélin og lestin
stansaði. Við vorum komnir á næstu stöð.
Rétt á eftir kemur eftirlitsmaðurinn og
með honum annar — heljar mikill bur-
geis, með gyltan borða um húfuna og á
gullbryddum einkennisbúningi. Það var
lestarstjórinn.
»Þarna er hann!« sagði eftirlitsmaður-
inn og benti á mig — »og þarna er hand-
taskan!« bætti hann við og benti á tösk-
una.
»Þetta getur ekki gengið, minn góði
maður«, mælti sá gullbryddi valdsmanns-
lega — »þessi taska má ekki standa
þarna!« Mér fór nú að leiðast þessi reki-
stefna altaf um sama hlutinn, svo eg
svaraði, svona hálf-kaldranalega:
»Það er eg nú búinn að heyra áður!«
En nú varð hann alveg bálvondur.
»Hvað á þetta að þýða?« hrópaði hann.
»Hvers vegna viljið þér ekki flytja tösk-
una?« Eg er því nú heldur óvanur að sleg-
ist sé upp á mig svona alveg að rauna-
lausu, svo það fór heldur að þykna í
mér líka. Eg sagði:
»Ef einhver skyldi spyrja yður um
það, þá getið þér skilað til hans frá mér,
að eg hafi sagt, að yður kæmi það ekkert
við!«
»Svo þér svarið skömmum ofan á alt
saman!« sagði hann alveg æfur. »En
þessi taska skal verða yður dýr, áður en
lýkur, því skal eg lofa yður!« Hann skelti
hurðinni í lás, og lestin fór aftur af stað.
Mér var nú satt að segja farið að líða
hálf illa, en mér þótti þó vænt um, að eg
hafði svarað þessum herrum eins og þeir
áttu skilið. Voru þeir kannske settir og
launaðir af ríkinu til þess að slást upp á
saklausa ferðamenn? I' þessum hugsun-
um sat eg þangað til við komum til
Taastrup. En þá tók ekki betra við. Nú
komu þeir aftur, eftirlitsmaðurinn, og sá
gullbryddi — lestarstjórinn — og höfðu
H