Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
107
Þér eruð sakaður um brot á járnbrautar-
reglunum og auk þess um að hafa sýnt
embættismönnum járnbrautarinnarmegn-
ustu ókurteisi og ósvífni«.
Lögregluþjónninn með vasabókina
skrifaði eitthvað. Svo leit hann upp og
sagði:
»En hvar er þessi taska?« Hinir fóru
nú allir að skima í kringum sig líka og
spurðu hver í kapp við annan:
»Já, hvar er taskan?« Eg áleit að mér
kæmi ekki neitt við að fræða þessa herra
neitt, eins og þeir nú voru búnir að láta
við mig, svo eg steinþagði. Þá sneri hann
sér að mér — hann — þarna embættis-
maðurinn, sá sem kom síðast — og sagði:
»Hvað hafið þér gert við töskuna?«
»Ekki neitt«, svaraði eg.
»Já, en hvers vegna er hún þá horfin?«
spurði hann.
»Nú, úr því þér spyrjið mig um það«,
sagði eg, »þá býst eg við að eigandinn
hafi hirt hana«.
»Áttuð þér þá ekki töskuna?« spurði
hann auðsjáanlega steinhissa.
»Ekki tangur eða tætlu í henni«, svar-
aði eg.
»En hvers vegna sögðuð þér það ekki,
maður — hvers vegna sögðuð þér það
ekki strax?« Hann brosti nú hýrlega til
mín. Lögregluþjónarnir glottu. En þeir
kumpánar, lestarstjórinn og eftirlitsmað-
úrinn, voru heldur kindarlegir. — Eg
svaraði:
»úr því að þér eruð nú fyrsti maður
lnn, sem talar almennilega til mín síðan
eg fór frá Roskilde, þá ætla eg nú að trúa
yður fyrir leyndarmálinu: Það hefir sem
se enginn spurt mig um, hvoi*t eg ætti
töskuna!«
»Jæja«, sagði hann og hló við, »við
hiðjum yður auðvitað svo auðmjúklega
fyrirgefningar á öllu þessu ónæði og ó-
Þægindum, sem þér hafið orðið fyrir!
Svo tók hann aftur með hendinni til húf-
unnar og ætlaði að fara. En þá sagði eg
rétt svona:
»Nei, vitið þér nú hvað, herra minn, eg
er nú ekki annað en einfaldur skósmíða-
sveinn, en svo mikið veit eg, að hjá okk-
ur skósmiðunum líðst það ekki að »moli-
stera« mann svona alveg upp úr þurru
og skilja svo við hann án þess að bætur
komi fyrir og fullar sættir séu komnar á«.
»Nú, þér krefjist skaðabóta?« sagði
hann nokkuð þurlega.
»Það var nú eiginlega ekki það sem eg
átti við«, sagði eg, og svo gerði eg hon-
um skiljanlegt, að það væri nokkuð ann-
að, sem gæti komið sér vel, svona í hit-
anum.
Þá hló hann aftur og sagði:
»Já, það getur verið nokkuð til í því.
— Við skulum þá koma inn á skrifstof-
una«. Við lögðum svo af stað, öll fylking-
in, því lestarstjórinn, eftirlitsmaðurinn
og báðir lögregluþjónarnir fóru með.
Þeim fanst víst ekki ráðlegt að vera ut-
an við sættina — og það var nú nokkuð
til í því.
Þegar við komum inn á skrifstofuna,
þá sátu þar einir tveir eða þrír aðrir
gullbryddir náungar. Sá, sem hafði boðið
okkur inn, heilsaði þeim og sagði:
»Herrar mínir, þetta er — hm, hm, —
og svo leit hann á mig.
»Frederik Olsen skósmiður!« bætti eg
við.
»Já, og herra Olsen hefir orðið fyrir
óþægindum á lestinni, en er nú kominn
til að sættast við okkur«, mælti hann. Svo
opnaði hann skáp og tók út koníaksflösku
og eitt staup, sem hann setti á borðið og
fylti.
»Gerið þér svo vel, herra 01sen!« sagði
hann.
»Nei, herra minn«, svaraði eg, »með
þessu herjans lagi komast engar sættir á,
því að svona förum við aldrei að í skó-
14*