Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 22
116
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
heyrði þá samtímis, að Marherita rak
upp hræðsluóp.
í þetta skifti sigtaði Maruffi mjög
vandlega. »Fjögur!« taldi Blake. Hann
vissi að skotið hafði hitt hann, en hann
var ekki enn orðinn þróttlaus; og nú voru
aðeins tvö skot eftir. Sjer til undrunar
hnje hann þá alt í einu niður. Gegnum
dimma þoku sá hann ítalann snúa sjer
við og miða á ungu stúlkuna, sem reyndi
að opna hurðina. »Maruffi!« hrópaði
hann. »ó, Guð!« svo lokaði hann augun-
um til þess að sjá ekki hvað skeði. En
hann heyrði ekkert, því hann datt áfram
og misti meðvitundina.
Á leið sinni til St. Philips stræti ljet
O’Connel sjer gremjast nýjungar þær, er
Norvin Blake hafði sagt honum. Honum
fanst það næstum því persónuleg móðg-
un, að hann hafði ekki fengið að vera við
handtöku Maruffis.
Þegar hann nálgaðist ítalska hverfið,
sá hann lögregluþjóna, sem komu hlaup-
andi.
»Hvað gengur á?«
»Maruffi er flúinn!« hrópaði hann.
»Johnson er særður, og —« O’Connel
heyrði ekki meira því hann tók þegar á
sprett.
Það var mannsöfnuður fyrir framan
búðarholu eina, þar sem lögregluþjónn-
inn beið eftir sjúkravagninum, og áður
en O’Connel hafði heyrt alla söguna um
flótta Maruffi, kom O’Neil akandi að
búðinni. Hann stökk niður úr vagninura
og hrópaði:
»Hvar er Maruffi ?«
Lögreglustjórinn bölvaði í hljóði þeg-
ar hann heyrði hvað skeð hafði og gaf
lögregluþjónunum nokkrar stuttar fyrir-
skipanir. Stuttu síðar tók O’Connel hann
afsíðis og mælti:
»Maruffi reynir ekki að flýja úr bæn-
um fyr en dimt er orðið. Hann á heitmey
og jeg geri ráð fyrir að hann biðji hana
að fela sig.
»Það var hún sem kom upp um hann
— hún og Blake« — O'Connel hrópaði
upp: »Veit hann, að hún gerði það? Sje
svo, er enginn vafi á, að hann leitar
hana uppi«.
»Ef til vill! Stúlkurnar búa einar og
mjer væri rórra ef jeg vissi þær örugg-
ar. Jeg skal hleypa yður út hjá húsinu í
leiðinni«.
Andartaki síðar lögðu þeir af stað í
vagninum.
Áður en þeir komu að húsinu, sáu þeir
menn hlaupa þangað og þeir heyrðu skot.
O’Neil stökk út úr vagninum, er hann
heyrði skerandi hræðsluóp kvenmanns og
svo hlupu þeir O’Connel upp stigann.
Þeir staðnæmdust við læstar dyrnar.
»Blake, Norvin Blake!« hrópaði O’Con-
nell.
»Brjótið upp hurðina!« skipaði O’Neil.
Hann kastaði sjer af öllu afli á hurðina,
en þó þeir reyndu báðir, þá stóðst hui'ðin
allar árásir þeirra.
»Guð minn góður! Hann er þama
inni!« hrópaði lögreglustjórinn. »Við
skulum reyna enn einu sinni. Gegnum
rifu á hurðinni sáu þeir viðureignina
inni í herberginu og þeir hömuðust sem
óðir menn.
Ennþá var rekið upp skerandi neyðar-
óp og í örvæntingu sinni stakk O’Neil
hendinni inn í rifuna og braut úr hurð-
inni. Gegnum gatið sá hann Maruffi
hlaupa að glugganum. Á leiðinni greip
hann kertið, sem logaði framan við dýr-
lingsmyndina og bar það að gluggatjöld-
unum ,sem þegar stóðu í ljósum loga.
Svo stökk hann upp í gluggann og hvarf.
»Fljótt nú! Hann hefir kveikt í her-
berginu!« hrópaði O’Neil og þaut niður
stigann.
Loksins tókst O’Neil að brjótast inn.
Hann þaut að glugganum og reif glugga-