Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 24
118
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Hjúkrunarkonan mín hefir bannað
mjer að tala«.
Bernie horfði spurnaraugum á ungu
stúlkuna, sem með alvarlegum skyldusvip
hlúði að honum og bauð honum að vera
gætinn. Þegar hún var farin út, sagði
hann:
»Nú þú kemur víst ekki með góðar
frjettir í þetta sinn. Segðu mjer annars
hvað skeð hefir. Hvernig líður Myru
Nell ?«
»Auðvitað er hún sorgbitin. Hún kom
hingað þegar fyrsta kvöldið, en hún þol-
ir ekki karbollykt«.
»Maruffi hefir sloppið. Var ekki svo?«
Dreux rjetti úr sjer í sæti sínu; hann
roðnaði af drambi og óx sýnilega. »Hefir
þú ekki heyrt það?« spurði hann í vafa-
róm.
»Hvernig ætti jeg að hafa heyrt nokk-
uð, þar sem læknirinn er mállaus og
hjúkrunarkonan tungulaus engill?«
»Maruffi var gripinn sama kvöldið.
Alt landið veit það!« Aftur varð andlit
litla mannsins rautt af ánægju. »Kæri
vinur minn, þú ert auðvítað hetja, en, íil
eru — aðrir — sem —«
»Hver tók hann?«
»Það gerði eg«.
»Þú?« Norvin starði á hann vantrúar-
augum.
»Svo er sem jeg segi. Jeg, Hr. Bernard
Effingwell Dreux, gleðimaðurinn, skran-
salinn, listagagnrýnandinn og lögreglu-
spæjarinn. Jeg fann hann í húsi Joe
Poggis. Þeir urðu samferða í steininn«.
»Hvernig í ósköpunum. . ?«
»Það er löng saga. — Það er alt kon-
unni að kenna....« Bernie roðnaði dálítið.
»Jeg sagði þjer ekki alt um daginn.
Henni fór að þykja alvarlega vænt um
mig. Jeg komst ekki undan henni; hún
elti mig allstaðar og fór að tala um skiln-
að, brottnám o. s. frv., svo mjer leist
ekki á blikuna. Auk þess ber hún æfin-
lega á sjer lítinn rýting — jeg held f
sokkunum.
Jeg var vanur að hitta hana á götu-
horni einu, en dag einn fjekk hún mig til
að fara með sjer heim. Dagstofan er
fóðruð með rauðu og var megn fuggulykt
þar inni. Jeg sat á stólrönd og gætti
hennar með öðru auganu en með hinu
rannsakaði jeg stofuna. Þar var falleg
mynd af Joe í líkamsstærð, innrömmuð í
logagylta umgerð og alt eftir því.
I fyrstu var hún mjög feimin og mjer
óx hugrekki, en varla hafði jeg sagt nokk-
ur orð við hana um að mjer hefði einu
sinni þótt vænt um hana, fyr en hún dró
rýtinginn upp. Svo virtist þó, sem hún
hefði í hyggju að lesa eitthvað yfir mjerr
því hún ruddi upp úr sjer einhverri
romsu; en alt í einu þagnaði hún, því við
heyrðum einhvern hreyfa sig frammi f
forstofunni.
Frú Poggi varð græn í framan — ekki
hvít heldur græn! og jeg fór að hugsa
mjer hvernig fyrirsagnir blaðanna
mundu líta út næsta morgunn: »Pipar~
sveinninn og kona lögregluþjónsins!« En
það var ekki Poggi, vissi jeg, er hann
kallaði á hana. Hann var lafmóður eins
og hann hefði hlaupið. Hún benti mjer
að þegja og fór svo út. Jeg heyrði að þau
töluðu saman, en gat ekki skilið nokkurt
orð. Þegar hún kom aftur, var hún enn
grænni í framan, og sagði að jeg skyldi
fara og það gerði jeg. Jeg datt þrisvar
og hljóp barn um koll í flýtinum að kom-
ast sem lengst burt frá henni.«
Blake, sem hlustaði á hann með at-
hygli, spurði:
»Maðurinn var Maruffi?«
»Svo var! Jeg náði í klúbbinn mátu-
lega til þess að heyra um handtöku hans
og flótta og bardaga ykkar hjer. Allur
bærinn talaði um þetta, allir voru undr-
andi og óttaslegnir. Það sem undraði
mig mest var það, að Cæsar skyldi vera