Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Side 28
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um garð, án þess að eftir þeim værr tekið, því það er skjótast af þeirri bók að segja, að hún þolir fyllilega saman- burð við flestar erlendar ferðasögur, sem eg þekki til, og eru þó sumar þeirra ritaðar af snild. Þegar maður les þessi fjögur hefti, sem komin eru af ferðaminningum Sveinbjöms, verður manni það oft ósjálf- rátt, að bera hann saman við engan minni en Albert Engström, og þó hygg en naumast, að Sveinbjörn muni hafa lært neitt af honum. En það er sama f jör- ið yfir frásögninni, sami djúpi og með- fæddi skilningur á persónum og staðhátt- um. Hvorugur þeirra þarf langar lýsing- ar til þess að láta persónur og viðburði standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þess, er les, vegna þess að þeim er gefið að lifa sjálfir með í hverju atriði. Eg get ekki stilt mig urn, í þessu sam- bandi, að benda á nokkra kafla í bókinni, þar sem þetta (og það er hið verðmæt- asta í þessari verðmætu bók) kemur sér- lega Ijóst fram: Innganguránn um Hafnarfjörð er þá það, sem fyrst ber að minnast á. — Þessi gömlu hús, báiar og skip — og fólkið — bæði börn og fui'orðnir —- sem bar ferð- ast — íslenzkt kaupstaðalíf fyrir hálfri öld síðan. Þetta er — jafnvel þótc les- andinn sé persónum og staðháttum ó- kunnur — heill heimur lifandi lífs. Bernskuminningar innblásnar anda og lífi höfundarins. Þar að auki er í þessum minningum mikill fróðleikur fyrir yngra fólk og síðari kynslóðir um lífið í litlum kaupstað og veiðistöð eins og það var, áður en »nýi tíminn« rann upp fyrir al- vöru hér hjá oss. Enginn, sem les, mun heldur gleyma á- framhaldi þessa fyrsta heftis — fyrstu langferðinni—Calcutta, Price, negranum, negramadömunni, frú Price, »þýzka bar- óninum«, spítalavistinni, eða öðru, sem skýrt er frá úr þessari fyrstu langferð höfundarins — þar er það unglingurinn, óreyndur, beint úr fásinninu að heiman, sem sér og horfir með undrandi augum, sem er að fá sína fyrstu reynslu — reynslan er ekki öll blíð, öðru nær — en gagnleg, það sýnir sagan, eins og hún birtist í áframhaldi sínu. ógleymanlegasti kafli bókarinnar finst mér þó vera frásögnin um danska skipið, »Nifa« (bls. 220 o. f.). Þar er persónu- lýsingarnar snild: »Westergaard hét skipstjórinn, gamall maður með mikinn herðakistil.... reyndist hann mér og fé- lögum mínum, þann tíma, er eg var með honum, sem góður faðir, þrátt fyrir ým- islegt í fari okkar og hegðun, sem betra hefði átt að vera«. — Þá er guðhræddi brytinn, Gravgaard, sem kaupir félaga sína til að syngja sálma fyrir brennivín, Svíinn síkáti, Haraldsen, Severin Svend- sen með »Ástralíu-barkinn« — og öll röð- in. — Hver getur gleymt þessum mönn- um aftur, þegar hann einu sinni er kom- inn í kynni við þá? Frásögnin um »Nifa« sýnir á vissan hátt, hversu nákomnar Norðurlandaþjóð- irnar eru hver annari innbyrðis, þrátt fyrir alt, því enga skilur höfundurinn jafn vel og les niður í kjölinn og þessa Svía og Dani. — Hann dáist miklu meira að yfirmönnunum á ensku skipunum, sem hann hefir siglt á, og oft skýrir hann frábærlega vel frá félögum sínum þar líka; en jafnvel Barrett, fyrsti stýrimað- ur á »Loch Linneh«, sem hann dáist mest að og, mér liggur við að segja, elskar mest allra sinna yfirmanna, verður les- andanum aldrei verulega nálægur — ekki eins og t. d. hinir tveir skipstjórar á »Láru« gömlu, sem koma við söguna, Christiansen og Boldt — þar eru þó eng- ar lýsingar í eiginlegum skilningi á lynd- isfari hvers um sig, og þó kemur manna- munurnn alveg snildai-lega og ljóslifamli

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.