Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 40
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Cydaria! Fallegt nafn!« mælti Bar-
bara og herpti saman munninn. »En eg
get þess til, að hún hafi sínar ástæður til
að kalla sig því nafni«.
»Móðir hennar hefir sagt garðyrkju-
manninum annað nafn«, svaraði eg til
þess að reyna að mýkja skap hennar.
»Það er eins létt að gefa nöfn og — og
kossa!« var svarið. — »Og hvað nafnið
»Cydaria«, áhærir, þá segir faðir minn,
að það sé úr einhverju leikriti«.
Við stóðum bæði við gluggann og horfð-
um á Cydariu, þar sem hún gekk léttfætt
yfir engið og hvarf sjónum okkar inn á
milli trjánna.
»Hún er farin«, hvíslaði eg — »mis-
tress Barbara, hún er farin!« Hún vissi
vel, hvað mig langaði til að segja, en hún
var ákveðin í að sýna mér engan vin-
semdarvott. Viðkvæmni sú, er lýsti sér !
rödd minni, var hennar vegna, en hún
vildi ekki skilja það.
»Það er óþarfi fyrir þig að vera að
andvarpa yfir henni frammi fyrir mér!«
sagði hún — »og þó — andvarpaðu eins
mikið og þú vilt. Hvað kemur það mér
við? En hún er nú ekki farin svo langt —
og sjálfsagt hleypur hún ekki svo fjarska
hratt, ef þú biður hana að doka við«.
»Þegar þú ert komin til Lundúna, mun
þig iðra þess, hvernig þú erv við mig
núna!« mælti eg. »Eg skal aldrei láta. mér
detta neitt í hug, sem þig áhrærir. Þú
veizt, að við hirðina eru herrar, sem hafa
betra vit og kunna betri siði!« svaraði
hún. »Bara að djöfullinn vildi fljúga
burtu með hvern einasta þeirra!« hrópaði
eg í reiði. — Þá vissi eg ekki hversu
margir þessara herra bjuggu sig undir
að fá einmitt þá fylgd, sem eg óskaði
þeim.
Barbara sneri sér að mér. Það var sig-
urglampi í augum hennar. »Það getur
hugsast, þegar þú fréttir af mér frá
hirðinni, að þú þá iðrist eftir, hvernig...«
Hún hætti snögglega og horfði út um
gluggann. »Þú eignast líklega mann þar«,
gat eg til með aumkunarlegum róm. »Það
er vel líklegt«, svaraði hún kæruleysis-
lega.
Til þess að segja sannleikann, skal eg
kannast við, að eg syrgði yfir burtför
hennar af öllu hjarta, og eg var fullur af-
brýðis gagnvart hverjum manni í allrt
Lundúnaborg.
»Farðu vel, madame , sagði eg með
hrygðarsvip og hneigði mig djúpt. Eng-
inn sorgarleikari hefði getað lagt aðra
eins örvæntingu í hreyfingar sínar. —
»Lifðu vel, sir«, svaraði hún. »Eg vil
ekki tefja þig lengur, þar sem eg býst við
að það séu aðrir, sem þú einnig þarft að
kveðja«. »Ekki neinn, fyr en eftir viku«,
hrópaði eg glaður yfir að geta hefnt mín
með að láta hana skilja, að Cydaria færi
ekki fyr. »Eg efast ekki um að þú munir
nota tímann vel«, sagði hún um leið og
hún gerði hreyfingu í áttina til dyranna
með óumræðilegum tignarsvip, eins og"
hún væri þegar orðin einhver hefðarfrú
og ekki ung stúlka.
Sorgbitinn og niðurlútur hafði eg mig
út úr dyrunum aðeins til þess að falla 1
hendurnar á lávarði mínum, sem var að
ganga um gólf úti á svölunum. Hann tók
í handlegginn á mér og hló góðlátlega og'
ertnislega:
»Nú, þið hafið haft ofboðlitla við-
kvæmnisstund þarna inni, refurinn-
þinn«, sagði hann. »Jæja, það er ekkert
út á það að setja, ekki sízt þar sem stúlk-
an er á förum til Lundúna í fyrramálið«.
Eg svaraði: »Það var eins saklaust og
lafði mín sjálf hefði getað óskað sér«.
Að þessu brosti hann og kinkaði kolli. —
»Mistress Barbara vill naumast líta við
mér«. Hann varð alvarlegri, þrátt fyrir
að brosið stöðugt var á vörum hans.
»Fólkið hérna í þorpinu pískrar sitthvað
um þig, Símon. Þú ættir að hlýða vinsam-