Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 43
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 137 mállaus eins og- hundur. Hún hélt áfram: »Þegar þér komið til hirðarinnar í Lund- únum, Símon, megið þér ekki koma með ástar-malinn svona galtóman. Hefðar- meyjamar þar vilja hafa ástarjátningar og upphrópanir og örvilnun og — æ — ljóð og rnálsnild og eg veit ekki hvað og hvaðk »Af þessu öllu hefi eg ekkert nema örvilnun«, andvarpaði eg. »Þá verðið þér fremur dauíiegur unnusti«, svaraði hún, »og eg er fegin, að eg nú kemst þangað, sem hægt er að fá þá sprækari«. »Þér ætl- ið að fá yður unnusta í Lundúnum!« hrópaði eg (eins og eg hafði hrðpað til Barböru fyrir viku — nú, en eg er búiun að skýra frá því). »Ef Guð vill gefa mér ‘nokkurn«, svaraði Cydaria. »Og þér gleymið mér þá?« »Satt að segja — já, nema þér komið sjálfur og minnið á yður. Eg hugsa fremur lítið um fjarverandi unnusta«. »En ef eg kæmi...« byrjaði eg með veikri von. í þetta sinn svaraði hún ekki með ertni, eins og hún var vön. Það var einkennileg- ur glampi í augum hennar og hún reif Wað af trénu og fór .að tægja það í sund- ur. — »Ef þér kæmuð«, sagði hún lágt, Hiugsa eg, að þér munduð iðrast komu yðar, nema því aðeins að þér hefðuð gieymt mér áður«. »Gleyma yður! Aldrei a meðan eg lifi! Cydaria, má eg koma?« ^Já, auðvitað, sir, eins fljótt og pyngja yðar og klæðnaður gefa yður leyfi til þess... Nei, látið yður ekki þykja fyrir, Shnon — góði Símon minn, erum við ekki vimr — 0g mega ekki vinir erta hvor annan? Eg vil leggja yðar. — Sannarlega, fyrsti, sem færst hefir hún þar, Símon, fer Símon? Lítur hún ekki yöur ekki gott að hún Hún horfði í augu bæta fyrir það, að hún hönd mína á arni sir, þér eruð sá undan því! Nú er hún ekki vei þar, vel út ■— og finst sé þar, Símor, ?« mín og reyndi að hafði sært mig, en þó gat hún ekki stilt sig um að brosa að sorgarsvip mínum. »Já, þér verðið fyrir alla muni að koma til Lundúna«, hélt hún áfram. — »Er ekki mistress Barbara í Lundúnum? — og rnér dettur í hug — hefi eg mikið rangt fyrir mér, Símon ? — að þér hafið eitthvað á samvizkunni, sem þér þurfið að biðja hana fyrirgefningar á«. Eg hrópaði: »Ef eg kem til Lundúna, er það yðar vegna og einskis annars!« »Nei, nei, þér verðið að koma, til þess að elska það, sem kóngurinn elskar, til að vita það, sem hann leynir og til að drekka úr bikar hans! Eg, sir, hefi ekkert að gera með yðar háu ákvarðanirk Hún færði sig frá mér, hneigði sig djúpt og stóð svo brosandi frammi fyrir mér. »Yð- ar vegna — og aðeins yðar vegna!« end- urtók eg. »Haldið þér þá að konungurinn elski mig?« spurði hún. »Guð varðveiti yður frá því!« sagði eg í hita. »0, hvers- vegna ætti hann að varðveita mig frá því ? Þér eruð fljótir til með yðar »Guð varð- veiti«. Ætti eg fremur að taka ástum yð- ar en konungsins, master Símon?« »Ást mín er heiðarleg«, mælti eg blátt áfram. »Maður ætlar alveg að kafna í heiðarleg- leika hérna í sveitinni, allir talið þio um heiðarlegleika! Eg hefi séð konunginn í Lundúnum. Hann er mjög göfuglegur herramaður«. »0g þér hafið ef til vill séð drotninguna líka?« spurði eg. »Já, víst«, svaraði hún. — »0, hefi eg hneykslað yður, Símon? Jæja, það var órétt gert — við erum í sveitinni og við skulum vera góð. En þegar þér komið til borgarinnar, verðum við að gera úr yður borgarbúa, og þá verðum við eins og þeir eru í borg- inni. — Þar að auki verð eg að vera kom- in af stað heim eftir tíu mínútur, og það væri hart, ef eg skildi við yður í reiði líka. Eg skal gera mitt til, að þér fáið á- nægjulegri endurminningu um skilnað' okkar, en um skilnað ykkar Barböru«. 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.