Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 48
142
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hinu Júgó-slavneska konungsríki. Belgrad stend-
ur þar, sem Sava-fljótið fellur í Dóná, rjett fyr-
ir ofan bæinn Semlin, sem áður var ungverskur,
en nú er innlimaður í Júgóslavíu. — Við mann-
tal 1911 hafði borgin 92.000 íbúa, en vegna
hörmunga þeirra, sem yfir hana gengu í heims-
styrjöldinni, er talan nú, þrátt fyrir stækkun
landsins, nokkru lægri. Hjá borginni stendur
gamalt vígi, sem ennþá hefir verndað nokkurn
hluta af hinum gömlu gröfum sínum og horn-
vígum, múrum og virkisjarðhúsum. Borginni er
skift í 6 umdæmi — hin svonefndu »Kvarts«, og
í seinni tíð hefir borgin verið stækkuð nokkuð og
fegruð. — Höll (Konak) sú, sem Alexander kon-
ungur og Draga drotning voru myrt í 11. júní
1903, hefir nú verið rifin niður. Múhameðískt
bænahús er þar frá dögum Tyrkja. — Nafnið
Belgrad þýðir »Hvíta borgin«. Borgin er æfa-
gömul. Rómverjar höfðu þar víggirtar herbúðir.
Síðar komst borgin undir Búlgara, Byzantina,
Ungverja, Tyrki og Austurríkismenn, komst svo
aftur undir Tyrki og varð fyrst 1867 frjáls höf-
uðborg í Serbíu.
48. Guatemala.
Hún er höfuðborg í samnefndu lýðveldi í Mið-
Ameríku og hefir 90.000 íbúa. Helmingur íbú-
anna eru Indíánar eða kynblendingar. — Jarð-
I
skjálftar eru þar tíðir og húsin því lág.
49. Bern.
Hún er höfuðborg í fylkinu Bern og hinu
svissneska eiðsbandalagi. Hún hefir aðeins ca.
88.000 íbúa og stendur því, hvað fólksfjölda
snertir, langt að baki Basel, Zuncn og Genf.
Borgin stendur við Aar-fljótið. Einkennilegt er
það við borgina, hve þök núsanna skagá langt
fram yfir gangstjettirnar, svo að þær verða
svipaðar og bogagöng. Mest er töluð þýska, en
einnig franska og ítalska. Nafnið Bern "er til
komið á þann hátt, að Bertold hertogi af Záh-
ringen, sem grundvallaði bæinn á 12. öld, kall-
aði hann Bern til minningar um, að forfeður
hans höfðu ríkt í Verona, sem áður fyr kallað-
ist Bern. Síðar hjeldu menn, að nafnið kæmi af
því, að dag þann, sem bærinn var grundvallað-
ur, var óvenjulega stórt bjarndýr skotið þar.
Þessvegna settu menn bjarndýr (Bár) í skjald-
armerki borgarinnar og því eru bjarndýr alin í
bjarndýragryfju í borginni. Þar er ríkisháskóli
og mikilfengleg dómkirkja (mótmælenda). Sam-
bandsstjórnin situr í Bern og alþjóðapóstsam-
bandið hefir þar skrifstofur. í Bern hafa marg-
ir alþjóðasamningar verið gerðir, t. d. um al-
þjóðaritsíma, eignarrjett bókmenta o. s. frv.
50. Æuito.
Hún er höfuðborg í Ecuador í Suður-Ame-
ríku. Tölur, sem gefnar hafa verið upp um í-
búatölu borgarinnar, leika á milli 40.000 og
80.000.
51. Reval.
Reval er höfuðborg í strandríkinu Eistland.
Stendur hún við lítinn vog við finska flóann og'
hefir hjer um bil 75.000 íbúa. Meðan hún var
undir rússneskum yfirráðum, var hún fjórða
stærsta verslunarborgin hvað umsetningu snerti.
Sjerstaklega var verslað þar með korn. Borgin
hefir á sjer gamalt snið og hefir varðveitt hina
gömlu múra sína. Mikið er þar enn af timbur-
húsum. , Þegar hinar gömlu virkisgrafir hafa
verið fyltir upp, hafa útborgirnar verið bygðar
alveg upp að múrunum. 14- hluti íbúanna eru
Þjóðverjar, helmingur Eistar, hitt Rússar, Finn-
ar og Gyðingar. Þegar baltiska járnbrautin var
lögð fyrir rúmum 50 árum, varð Reval til. —
Eistiska nafnið á borginni er Tallinn, sem þýð-
ir »Borg hinna dönsku«. Hún er nefnilega
grundvölluð af hinum danska konungi Valdemar
sigursæla eftir orustuna við Reval 1219.
52. Caracas.
Hún er ásamt hafnarbænum höfuðborg í
Venezuela í Suður-Afríku og hefir ca. 72.000 í-
búa. — Borgirnar La Paz, Æuito og Bogota, sem
nefndar eru hjer að framan, ásamt Caracas, eru