Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Side 50
144 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Smávegis. Úr prédikun. »....Hið heilaga guðspjall þessa dags gefur oss einkum þrent til íhugunar, mínir kæru bræður og systur. — Fyrir það fyrsta eigum vér hverjir með öðrum að íhuga, hvert þeir tveir lærisveinar gengu, sem gengu með Frelsaranum til Emaus, í öðru lagi eigum vér að íhuga með hverjum þeir tveir lærisveinar gengu, sem gengu með Frelsaranum til Emaus. og í þriðja lagi eigum vér að íhuga, hversu margir þeir tveir lærisveinar voru, sem gengu með Frelsaranum til Emaus......« I upplestrarleyfi. Stúdents-efni: Hvað eigum við að gera í kvöld, lagsmaður? Annað stúdents-efni (geispar): Æ, eg veit ekki. Getum við ekki kastað krónu um það? Fyrsti: Jú, nú hefi eg það! Við köstum krónu, og komi krónan upp, þá skulum við fara í bíó, komi talan upp, skulum við fara á dansleik, en ef krónan reisir sig á rönd — nú, já, — þá skulum við fara heim og lesa undir prófið. Orð Natans spámanns til Davíðs. Ungur læknir nokkur hafði um skeið haft unga, laglega stúlku undir sinni hendi og læknað hana af alvarlegum kvilla, sem að henni • gekk. Þegar hún borgaði honum reikninginn, sagðist hún vera í svo mikilli þakklætisskuld við hann, af því að hann hefði bjargað lífi hennar, að hún yrði að trúa honum fyrir leyndarmáli. Og leyndarmálið var það, að hún ætlaði að gifta sig. Læknirinn varð óþægilega snortinn af trausti því, sem stúlkan sýndi honum, og þar eð hann hafði lengi verið ástfanginm í stúlkunni, spurði hann, hver hinn gæfusami væri, sem hefði rænt hjarta hennar. »Þegar þér komið heim«, mælti hún, »skuluð þér taka biblíuna og fletta upp f 2. bók Samúels, 12. kap., 7. versi, og mun- uð þér þá fá svar við spurningu yðar«. Læknirinn gerði nú þetta og las orð Natans spámanns til Davíðs. »Þú ert maðurinn«. Áhrif læknislyfsins. Nefið á Jespersen hafði í seinni tíð þrútnað ískyggilega mikið. Hann sneri sér því að lokum til skottulæknis eins, sem lét hann fá nokkrar sykurpillur og ráðlagði honum einnig að reka nefið þrisvar á dag og tíu mínútur í hvert skifti ofan í kaffibolla með volgri olíu í. Ef hann gerði þetta, mundi honum batna á tveim dögum. Þrem dögum síðar hringdi Jespersen skottulækninn upp og spurði hann um,. hvort hann mætti ekki hella volgu olíunni í þvottaskál, því að nú væri hann hættur að koma nefinu ofan í bollann. Hann varð að anda. Eftir venju, gekk Gústav sér skemti- göngu seinni hluta sunnudagsins. Alt í einu nam hann staðar mjög undrandi, því að hann kom auga á Jóhann vin sinn, þar sem hann hékk milli greinanna á pílvið- artré einu og hafði reipi um mittið. »Halló, Jóhann! Hvað ertu að gera þarna?« hrópaði hann. »0, eg er nú að hengja mig«, svaraði Jóhann. »Þá ættir þú að hafa reipið um hálsinn«, mælti Gústav. »Ertu alveg vitlaus maður, hvernig ætti eg þá að ná andanum?« svaraði Jóhann með talsverðum þjósti. Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 1929-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.