Hagtíðindi - 01.01.1916, Síða 5
HAGTÍÐINDI
GEFIN ÚT AF HAGSTOFU ÍSLANDS
1. ÁRGANGUR
NR. 1
J A N Ú A R
1916
STUNDUM hafa heyrst kvartanir um, að hagskýrslurnar kæmu
seint út, og verður liagstofan að viðurkenna, að æskilegt væri, að
þær gælu komið fyr út. En bæði er það, að margt er það, sem
tefur fyrir útkomunni, sem engan veginn er á valdi hagstofunnar, og
ennfremur telur hagstofan það fyrstu skyldu sína að rejma að gera
skýrslurnar svo úr garði, að þær verði sem áreiðanlegastar og rjett-
astar og sem aðgengilegastar til afnola, því að íjettar skýrslur lialda
ætíð gildi sínu livað gamlar sem þær verða, en rangar skýrslur og
götóttar eru lítils eða einskis virði, enda þólt þær sjeu glænýjar.
Fyrir því vill hagstofan einskis láta ófreistað til þess að gera skýrsl-
urnar sem áreiðanlegastar og fullkomnastar, enda þólt það seinki
eilthvað fyrir útkomunni. fJað versta er, að þrátt fyrir vilja hagstof-
unnar í þessu efni, er skýrslunum altof mikið ábótavant, því að
það er svo margt, sem hagstofunni er ómögulegt að ráða neina ból
á, en vonandi er samt, að ef hagstofan gerir það sem í hennar valdi
stendur, þá fari skýrslurnar yfirleitt batnandi og meiri rækt verði
við þær lögð af öllum, sem uin þær fjalla, svo að þær geti orðið
sannur spegill af högum þjóðarinnar og óþrjótandi uppspretta rjettrar
fræðslu um hana.
En þó að útkomuliraði sk^'rslnanna sje ekki fyrsta boðorð
hagstofunnar, þá er henni samt mjög hugleikið, að skýrslurnar geti
sem fyrst orðið kunnar almenningi og að enginn ónauðsjmlegur
dráttur verði á útkomu þeirra. Fyrir því hefur hagstofan tekið upp
þann sið að láta hverja skýrslu koma í sjerstöku hefti, en safna
ekki fleiri skýrslum saman í eitt hefti. En oft getur það komið fyrir,
að áður en skýrsla urn eitthvert efni er fullbúin, sje þegar fengin
niðurstaða um ýms atriði, sem birla mætti þá þegar, ef einhver
staður væri fyrir það. Og eins er um aðalniðurstöðu hverrar skýrslu,
að hana mætti oft birta áður en sjálft skýrsluheftið er prentað og
áður en farið er að gera yfirlitstöflur, reikna út hlutfallstölur o. s.
frv. En mörgum er einmilt að eins um það að gera að fræðast um