Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.01.1916, Qupperneq 8

Hagtíðindi - 01.01.1916, Qupperneq 8
4 HAGTlÐINDI Hvala/urðir: Hvallýsi...... Ilvalskíði.... Hvalkjötsmjöl Hvalguano ... 1914 2 522 tunnur 58 hdr. kg 926 — — 814 - - 1913 0 392 tunnur 144 hdr. kg 1771 — — 3 234 - — Vörur þær, sem hjer hafa verið taldar, eru allar þær vörur, sem tollreikningar sýslumanna telja innflultar. Stundum kemur fyrir að eitlhvað er þar oftalið og er tollurinn þá endurhorgaður, en venjulega munar það litlu og liefur ekki verið tekið tillit til þess í þessari skýrslu. Siðan vörutollurinn komst á eru flestallar vörur, sem til lands- ins ílyljast, tollskyldar, því að eins örfáar vörutegundir eru algjör- lega undanþegnar vörutolli. Vörur þær, sem ávalt hafa verið undan- þegnar vörutollinum, eru: prenlaðar bækur og blöð, skip og bátar, sem siglt er lil landsins, tígulsteinar, óhreinsað járn í klumpum, heimilismunir manna, sem flytjast vistferlum til Islands og vanaleg- ur farangur ferðamanna. En árið 1914 bættust við: pappír, tilbúin áburðarefni, leirpípur og sandur til járnsleypu. Pessar vörur eru því ekki fólgnar í yfirlitinu hjer að framan og heldur ekki vörur þær, sem koma í bögglapósti, enda þólt vörutollur sje greiddur af bögglunum, því að hann er greiddur í frímerkjum og gengur ekki í gegnum hendur sýslumanna. En samkvæmt upplýsingum frá pósthúsinu í lleykjavík liafa flust til íslands frá útlöndum árið 1914 51 158 pósl- bögglar og er það líkt því sem var næsta ár á undan. Svo telst til, að þyngdin á öllum aðfiultum tollskyldum vörum, að undanskildum póstbögglum, liafi verið árið 1914 213 740 000 kg en árið 1913 197 874 000 kg. Hefur þá verið gerð áætlun um þyngd þeirra vörulegunda, sem gefnar eru upp til lolls eftir öðru máli heldur en þyngd. Þess ber og að gæta, að vörutollur greiðisl jafnt af umbúðum varanna, sem at vörunum sjálfum, og eru því umbúð- irnar meðlaldar í þyngd vörutollsvaranna. Gömlu tollvörurnar eru aftur á móti tollaðar án umbúða og táknar þyngdin þar því ein- ungis sjálfar vörurnar umbúðalausar. Tollvörurnar gömlu vógu aðeins 3 363 000 kg 1914 og 3 309 000 kg 1913. Aðfiutningur betur þann:g lítið eilt aukisl af þeim árið 1914 og stafar það mest af töluvert auknum aðfiutningi á öli, sem hækk- að hefur úr 83 000 lítrum 1913 upp í 125 000 Htra 1914. Innflutn- ingur á sykri liefur líka aukist nokkuð, en aftur á móti minkað á kaffi- og kaffibæti. Vörutollsvörurnar vógu alls 210 377 000 kg 1914, en 194 565 000 kg 1913. Innflutningur af þeim hefur því aukist alls um tæp 16 milj.

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.