Hagtíðindi - 01.01.1916, Side 9
HAGTÍÐINDI
5
kg. Stafar það að líkindum mest af Norðurálfuófriðnum, þi’í að
aukningin stafar einmitt frá nauðsynjavörunum, sem menn hafa
viljað birgja sig upp af. Innflutningur af kolum hefur aukist um
9000 lestir (113 000 lestir 1914, en 104 000 lestir 1913), af salti um
7000 leslir (50 000 lestir 1914, en 43 000 lestir 1913) og af kornvör-
um og jarðeplum um 2000 lestir (15 000 lestir 1914, en 13 000 lestir
1913). Aftur á móti heíur aðflutningur af vefnaðarvöru minkað og
sömuleiðis af trjávið. Lækkunin á 6. il. (öðrum gjaldskyldum vörum)
stafar óefað að miklu leyti frá breytingu þeirri, sem gerð var á vöru-
tollslögunum á þinginu 1913 og gekk i gildi í ársbyrjun 1914. Flutt-
ust þá fjöldamargar vörutegundir úr 6. flokki yíir í 2. flokk og
nokkrar yfir í 1. flokk, enda verður vart við hækkun í háðum þess-
um flokkum, sem sjálfsagt stafar af þeirri breytingu.
Þyngd úlfluttu tollvaranna telst til að verið hafi alls 51 662 000
kg árið 1914, en 47 755 00O kg árið 1913. Umbúðir eru þar ekki
meðtaldar. Aukningin stafar mest af því, að útflutningur á síld hefur
hækkað um 60 000 tunnur (277 000 tunnur úlfluttar árið 1914, en
217 000 tunnur 1913).
Hjónavígslur, fæðingar og manndauði 1914.
Hjónavigslur.
Arið 1914 var tala giftinga hjer á landi 493. Er það lík tala
og næstu árin á undan. Árið 1913 voru giftingar 494 og 1912 497,
en árið 1911 voru þær 517 og voru þá með mesta móti. Saman-
borið við mannfjölda livers árs komu 5.o giftingar á hvert 1000
landsbúa árið 1914, 5.7 árið 1913 og 1912, en 6 o árið 1911. Gift-
ingarnar verða þannig fátíðari ár frá ári og sýnasl orðnar tiltölulega
færri lijer heldur en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni, að Irlandi
undanskildu. Á írlandi eru giftingar taldar fálíðastar lijer í álfu.
Árið 1913 voru þær 5.o á hvert 1000 Iandsbúa. í Svíþjóð og Noregi
eru giftingar einnig í fæsta lagi. Árið 1913 komu þó 59 á hvert
þúsund landsmanna í Svíþjóð og 6.3 í Noregi. Sama ár komu í
Danmörku 7.2 giftingar á hvert þúsund landsmanna og er það líka
minna heldur en í fleslum stærri löndum álfunnar.
Fæðingar.
Árið 1914 fæddusl lifandi 2 333 börn lrjer á landi, þar af 1 201
sveinar og 1 132 meyjar. Er það rúmu 100 fleira en árið á undan.
Þá fæddust lifandi 2 216 börn, árið 1912 2 234 og árið 1911 2 105.