Hagtíðindi - 01.02.1920, Síða 7
1920
hagtIðindi
3
Verðhækkun i nnúar 1020
siðnn i siðan i siðan i
júli 1914 jan. 1919 okt. 1919
Brauð (3 teg.) 244°/o -í- 3°/o 0°/o
Kornvörur (11 teg.) 293- 0- 0—
Kálmeti og ávextir (9 teg.) 239- 11 — 1—
Sykur (4 teg.) 288- 52- 4—
Kaffi, te, súkkulaði og kakaó (6 teg.) 125- 3- -f- 2—
Feiti, mjólk, ostur og egg (8 teg.) .. 307- -4- 2— 4—
Kjöt (9 teg.) 355- 74— 19-
Fiskur (5 teg.) 258- 49— 10-
Salt (1 teg.) 238- -r- 13— -F 5-
Sódi og sápa (4 teg.) 420- -4- 8— -4- 5-
Steinolía (1 teg.) 272— 12— 17—
Steinkol (1 teg.) 596- 20- 0—
Svo sem yfirlitið sýnir hefir á síðasta ársfjórðungi orðið til-
tölulega mjög mikil verðhækkun á kjöti, fiski og steinolíu. Á öðrum
vöruflokkum hefir verðliækkunin orðið minni eða jafnvel alls engin
og á sumum hefir orðið nokkur verðlækkun.
Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið
100 í júlímánuði 1914 eða rjett áður en stríðið byrjaði, þá hefir
það að meðaltali verið 341 í janúar 1919, JI70.Í október 1919 og
386 í janúar 1920. Hafa þá vörur þessar hækkað í verði að meðal-
tali um 286 % síðan stríðið bjrrjaði, um 13 % síðan í fyrravetur
og um 4 °/o á síðastliðnum ársfjórðungi.
Vörur þær, sem hjer eru taldar, eru flestar matvörur, 56 teg.
af 62 (ein teg., sem áður hefir verið tekin með, er feld i burtu,
óhögginn melis, sem ekki hefir verið fáanlegur i 3 ár), en auk mat-
varanna er tekið með sódi og sápa, steinolía og kol. Er verð-
hækkunin á þessum vörum meiri heldur en á matvörunum, enda
þólt verðið á þeim hafi heldur lækkað síðan í fyrravetur. Ef mat-
vörurnar eru teknar sjer/ hafa þær allar (56 teg.) að meðaltali
hækkað i verði um 271 °/o siðan i stríðsbyrjun, um 17 °/° síðan í
fyrravetur og um 5 °/o á síðastliðnum ársfjórðungi.
Þess ber að gæta, að tölur þær, sem hjer liafa verið greindar
sýna ekki beinlínis og út af fyrir sig, hve miklu dýrara sje orðið
að lifa hjer í Reykjavík heldur en var fyrir stríðið. Ef menn vilja
fá fulla vitneskju um það, verður að taka með fleiri útgjaldaliði
heldur en finnast í þessari skýrslu, svo sem einkum útgjöld tit hús-
næðis og fatnaðar. Aftur á móti sýnir skýrslan verðhækkun þá,
sem orðið hefir á flestum matvörum, eldsneyti og ljósmeti. Þó hefir
hjer að eins verið sýnd verðhækkunin á hverri vörutegund fyrir sig
og meðalverðhækkunin, þegar öllum vörunum er gert jafn hátt