Hagtíðindi - 01.04.1920, Blaðsíða 8
16
H AGTÍÐINDl
1920
Tala skipa þeirra, sem notuð liafa verið i innanlandssiglingum
(hvert skip talið einu sinni i hverri ferð), hefur samkvæmt sömu
skýrslum verið:
Guíuskip Segl- }g mótorskip Samtals
tals tonn tals tonn tnls tonn
1913... 445 37 259 97 2511 542 39 770
1914... 258 16 931 238 6 503 496 23 434
1915... 212 17 820 239 5 757 451 23 577
1916 ... 179 13 149 354 7 765 533 20 914
1917 ... 197 28 620 423 15 270 620 43 890
Hjer verður sú breyting á í byrjun stríðsins , að gufuskipa-
ferðum fækkar mikið, en skipunum fækkar þó lítið alls, því að
mótorskip (og seglskip) koma í staðinn, en tonnatalan lækkar mikið.
Árið 1917 verður aftur mikil hækkun á tonnatölunni, enda er þá
strandferðaskip landssjóðs komið til sögunnar og auk þess var þá
tekið á leigu til innanlandssiglinga eitt af skipum Sameinaða gufu-
skipafjelagsins (Botnia), sem var hjer statt þegar hert var á kaf-
bátahernnðinum. Annars eru hjer að eins talin þau skip, sem farið
liafa sjálfstæðar ferðir milli innanlandshafna, en ekki þótt þau hafi
komið við á 5Tmsum höfnum á leið til eða frá útlöndum.
Lax- og silungsveiði árið 1918.
Samkvæmt hlunnindaskýrslum hreppstjóranna 1918 veiddust
það ár 14 500 laxar. Er það miklu meiri veiði en undanfarin ár,
því að árið 1917 var hún aðeins 9 700 laxar, og 5 árin næstu þar
á undan (1912 — 16) 11 800 á ári að meðaltali.
Silungsveiði 1918 er talin 436 þús. silungar. Hefur veiðin það
ár verið með mesta móti. Árið 1917 var hún 378 þús., 5 árin þar á
undan (1912—16) að meðaltali 386 þús. á ári. Þó var veiðin meiri
árin 1915 og 1916 (445 þús. og 448 þús.). Annars er hæpið að bera
saman veiðina eftir tölunni einni, því að stærðin getur verið mjög
mismunandi og einkum getur murtan úr Þingvallavatni hleypt mjög
fram tölunni án þess að aflinn vaxi að sama skapi. Árið 1918
veiddust af henni 149 þús., 1917: 123 þús., 1916: 172 þús., 1915:
152 þúsund.
Prentsmiðjan Guteubcrg.