Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.07.1924, Síða 10

Hagtíðindi - 01.07.1924, Síða 10
42 HAGTÍÐINDI 1924 Siglufirði, en hitt frá Vestmannaeyjum. Árið áður var þessi út- flutningur aðeins 217 000 kg og árin þar á undan hverfandi Iftill. í 1. tölubl. Hagtíðinda þ. á. er skýrt frá sundurliðuðu út- flutningsmagni íslenskra afurða árið 1923 samkvæmt skeytum, sem hagstofan fjekk mánaðarlega frá lögreglustjórunum, en nákvæmt mun það yfirlit ekki vera, sem meðal annars sjest á því, að því ber ekki saman við útflutningsgjaldsskilagreinar lögreglustjóranna um útflutning á síld og fiskmjöli. í áðurnefndu yfirliti hefur útflutnings- upphæðin á síld árið 1923 af vangá verið talin lægri heldur en skeytin tilgreindu; þau töldu útflutninginn 244 972 tunnur, en samkv. útflutningsgjaldsskilagreinunum hefur hann verið 247 863 tunnur. Hafa þá fallið úr skeyti um 2 891 tunnur og er það ekki stórvægileg skekkja (rúmi. 1 %)• Lakar hefur tekist til um síldar- og fiskmjölið (þ. e. fóðurmjöl og fóðurkökur og áburðarefni). Dtflutningurinn af því samkvæmt útflutningsgjaldsskilagreinunum hefur verið 3 336 tonn, en skeyti komu aðeins um 2 752 tonn, svo að fallið hafa úr skeyti um 584 tonn eða rúml. 7e af öllum útflutningnum. Af útflutningsgjaldinu, sem greiðist af öllum útfluttum islenskum afurðum nema síld og fiskmjöli, má sjá, að verð þeirra hefur verið áætlað alls 51.6 milj. kr. Ef síldin er áætluð á 30 kr. tunnan, verður verðupphæð hennar 7.4 milj. kr., og ef fiskmjölið er áætlað að meðal- tali á 30 au. kg, þá verður verðupphæð þess 1 milj. kr. Ætti þá verðupphæð alls útflutningsins samkvæmt því að vera 60 milj. kr. Tollarnir árið 1923. Samkvæmt lollskilagreinum lögreglustjóranna fyrir siðastliðið ár hafa tollarnir á árinu orðið alls 3 801 000 kr. Er það aöeins 14 þúsund krónum meira heldur en næsta ár á undan (1922), er toll- arnir urðu alls 3 787 000 kr. Árið 1921 voru þeir 3 500 000 kr., en 1920 voru þeir 3 614 000 kr. Tollupphæðin í heild sinni hefur þannig verið svipuð öll þessi ár, en tollgrundvöllurinn hefur ekki verið sá sami, sumir tollar hafa á þessum árum verið hækkaðir, aðrir lækk- aðir eða afnumdir og nýir tollar settir í stað þeirra. Aðflutningstollarnir gömlu. Vinfanga- og vinandaiollur var 497 þús. kr„ þar af 192 þús. kr. af ómenguðum vinanda, 9 þús. kr. af kognaki, 233 þús. kr. af sherry, portvíni og malaga, 20 þús. kr. af öðrum vinföngum og af

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.