Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.07.1924, Page 16

Hagtíðindi - 01.07.1924, Page 16
48 HAGTÍÐINDI 1924 að komið hafi 1 þríburafæðing á hvert ár að meðaltali, Þó hafa ekki ósjaldan komið fyrir 2 þríburafæðingar sama árið (og árið 1880 jafnvel 3), en þá hafa árin verið því fleiri, sem eDgin þriburafæðing hefur komið fyrir á. Fjórburafæðing hefur aldrei komið fyrir hjer á landi á þessu tímabili. Af hverjum 1000 fæðingum á þessu tímabili hafa þannig 983.7 verið einburafæðingar, 16.o tvíburafæðingar, en 0.3 þríburafæðingar. Yfirlitið sýnir einnig greinilega, að fæðingunum í heild sinni hefur mjög fækkað á þessu tímabili, einkum þegar þess er gætt, hve fólkinu hefur fjölgað á landinu. Þegar tala fæðinganna er borin sam- an við mannföldann, þá kemur í Ijós að: 1850—1860 komu 43.9 1861—1870 — 37.o 1871—1880 — 32.5 1881—1890 — 30.u 1891—1900 — 31.4 1901—1910 — 28.n 1911—1920 — 26.7 fæðingar á hvert 1000 landsbúa. Nánari upplýsingar um fleirburafæðingarnar fást eigi úr skýrsl- um prestanna fyr en nú á síðustu árum (síðan 1916). Árin 1916 — 22 fæddust alls 266 tvíburar og 8 þríburar. Á hvert þessara 7 ára koma þannig að meðaltali 38 tvíburar eða nákvæm- lega sama tala sem á alt timabilið 1850—1920, en þriburarnir hafa aftur á móti orðið meir en 1 á hvert ár að meðaltali. Kynferði tvíburanna þessi 7 ár hefur verið þannig: 2 sveinar................ 97 Sveinn og mey............ 79 2 meyjar................. 90 Af þriburunum voru: 3 sveinar............. 2 2 sveinar og 1 mey .... 3 3 meyjar.............. 1 1 sveinn og 2 meyjar .... 2 Meðal fleirbura er æfinlega miklu meir um andvana fædda heldur en meðal einbura og svo hefur einnig verið hjer þessi ár. 227 af tvíburunum voru báðir lifandi, 28 annar lifandi, en hinn andvana og 11 báðir andvana. Hafa þannig verið andvana 25 börn af 532 eða eða 4.7 af hundraði, en 1916—20 voru 3.i andvana af hverju hundraði fæddra alls. Af þríburunum þessi árin var 1 barnið and- vana, en hin öll lifandi. PrentBmiðjau Gutenberg.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.