Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.03.1936, Page 4

Hagtíðindi - 01.03.1936, Page 4
20 HAGTÍÐINDI 1936 Líftryggingar 1934. í desember 1934 byrjaði Sjóvátryggingarfélag íslands á Iífsábyrgð- arstarfsemi jafnframt annari vátryggingarstarfsemi sinni. En þangað til var ekki rekin hér á landi nein innlend líftryggingarstarfsemi, nema ef telja skyldi Lífeyrissjóð embættismanna og Lífeyrissjóð barnakennara. En 6 erlendar lífsábyrgðarstofnanir eru nú starfandi hér, þrjár danskar, Statsanstalten for Livsforsikring, Danmark og Nye Danske, tvær sænskar, Thule (í Stokkhólmi) og Svea (í Qautaborg), og ein norsk, Andvaka. Statsanstalten hefur starfað hér síðan 1884, Danmark byrjaði lífsábyrgð- arstarfsemi sína hér 1913, Thule 1919, Andvaka 1920, Svea 1927 og Nye Danske 1930. Eftirfarandi yfirlit sýnir lífsábyrgðarstarfsemi þessara félaga hér á landi árið 1934. En til samanburðar er Iíka tekið árið 1933. 1933 1934 Lffsábyrgðir Tala Upphæö kr. Tala Upphæö kr. Skírteini gefin út á árinu 1 222 6014918 1 348 6 444 338 Tryggingar gengnar úr gildi á árinu 521 2 491 613 591 2 905 120 Tryggingar í gildi í árslok 7 920 30 348 684 8 673 33 887 903 Iögjöld á árinu •) — 676 114 — 803 224 Bónus-greiöslur — 135 188 — 29 272 Utborgaðar ábyrgöir — 147 988 — 143 968 Uppbót fyrir uppleystar ábyrgðir — 42 583 — 43 810 Lífeyristryggingar Utborgun (árleg) í vændum 121 34 488 119 34 288 Utborgun (árleg) áfallin 52 17 688 52 17 488 Meðaltryggingarupphæð á hverju skírteini var 3832 kr. árið 1933, en 3907 kr. árið 1934. Miðað við mannfjölda koma 270 kr. tryggingar- upphæð á hvern mann á landinu árið 1933, en 297 kr. árið 1934. Á hvert þúsund manna komu 70 tryggingarskírteini árið 1933, en 76árið 1934. Auk þeirra trygginga, sem hér eru taldar, mun sennilega eitthvað vera enn í gildi af tryggingum hjá erlendum félögum, sem áður hafa starfað hér, en hætt eru að taka nýjar tryggingar og hafa hér engan umboðsmann. En líklega er það ekki mikið. Samkvæmt skýrslum um starfsemi erlendra lífsábyrgðarfélaga hér á landi 1914, sem þó mun eitthvað vanta í, voru þá 1353 tryggingar í gildi og tryggingarupphæðin alls 2 530 452 kr. Komu þá 1870 kr. á hvert skírteini að meðaltali, en 29 kr. á hvern mann á landinu og 15 skírteini á hvert þúsund manna. 1) Þar meö einnig talin iðgjöld af lífeyristrYggingum.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.