Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.07.1936, Blaðsíða 5

Hagtíðindi - 01.07.1936, Blaðsíða 5
1936 HAGTIÐ I NDI 53 um 1347 manns, eða um 4 l °/o, og vantar þá lítið á, að öll mannfjölg- unin á landinu hafi lent þar. Þó hefur mannfjölgunin orðið tiltölulega meiri á Siglufirði, 132 manns eða 5.3 °/o. I öðrum kaupstöðum hefur hún aftur orðið tiltölulega minni, á Akureyri tæpl. 3 °/o, í Neskaupstað tæpl. 2 °/o og í Vestmannaeyjum l'/2°/o. En Seyðisfirði, Isafirði og Hafnar- firði hefur fólki fækkað. Mannfjöldinn í verslunarstöðum með fleirum en 300 íbúum hefur verið svo sem hér segir: 1934 1935 1934 1935 Keflavík 983 1 073 Blönduós 338 355 Akranes 1 569 1 602 Sauðárkrókur 869 899 477 514 718 711 564 516 366 346 Ólafsvík 447 452 Húsavík 938 945 Stykkishólmur 579 584 Eskifjörður 746 742 Patreksfjörður 658 628 Búðareyri í Reyðarfirði 311 321 Þingeyri 370 420 Búðir í Fáskrúðsfirði . 602 631 Flateyri 463 461 Stokkseyri 487 489 Suðureyri 376 363 Eyrarbakki 548 559 Bolungarvík 649 650 Samtals 13 408 13 613 Hnífsdalur 350 352 Auk kaupstaðanna hafa 22 kauptún haft fleiri en 300 íbúa og er það sama tala eins og árið áður. í þessum kauptúnum hefur fólki fjölgað um 205 manns eða 1.5 o/o og er það svipað eins og næsta ár á undan. Þó hefur fólkinu í 7 af þessum kauptúnum ekki fjölgað, heldur þvert á mófi fækkað nokkuð (Sandi, Patreksfirði, Flateyri, Suðureyri, Olafsfirði, Hrísey og Eskifirði). Hinsvegar hefur orðið mikil fjölgun í sumum hinna, og í 5 þeirra hefur hún verið tiltölulega meiri heldur en í Reykjavík (Þingeyri 13.5 0/0, Keflavík 9.1 °/o, Borgarnesi 7.8 °/o, Blönduósi 5.0 °/o og Búðum í Fáskrúðsfirði 4.8 °/o). Þegar íbúatalan í kauptúnum með meira en 300 manns er dregin frá mannfjöldanum í sýslunum, þá kemur fram íbúatala sveitanna að með- töldum kauptúnum innan við 300 manns. Þessi íbúatala var 49 466 í árs- lok 1934, en 48 889 í árslok 1935. Árið 1935 hefur því orðið fækkun um 577 manns eða um 1.2 °/o. Af öllum mannfjöldanum á landinu í árslok 1935 voru karlar 57 136, en konur 58 734. Koma þá 1 028 konur á móts við hvert þús- und karla.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.