Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1945, Blaðsíða 8

Hagtíðindi - 01.03.1945, Blaðsíða 8
36 HAGTÍÐINDl 1945 9 o/o landsmanna, en verzlunin fyrir 7 °/o. 6 °/o lifir á opinberri þjónusfu, en 5 o/o á persónulegri þjónustu, og 5 °/o eru óstarfandi, ásamt þeim, sem eru á þeirra vegum. í yfirlitinu er tekin til samanburðar atyinnuskiptingin við næsta allsherjarmanntal á undan, árið 1930. Þó eru tölurnar ekki teknar óbreyttar úr mnnntalinu 1930, heldur færðar til samraimis við þá skipt- ingu, sem notuð var við manntalið 1940. Að mestu leyti var þó skiptingin eins við bæði manntölin. Aðalmismunurinn var sá, að fiskverkun, sem talin var með fiskveiðum 1930, er talin með iðnaði 1940. En auk þess voru gerðar nokkrar smátilfæzlur, sem minna máli skipfa. Á áratugnum 1930 — 40 hefur Iandsmönnum fjölgað um tæplega 12°/o. Á sama tíma hefur Iandbúnaðarmannfjöldinn lækkað um 5 °/o og fiskveiðamannfjöldinn aðeins hækkað um 6 °/o. Fólki, sem lifir á persónu- legum þjónustustörfum, hefur fækkað um 1 °/o, vegna allmikillar fækkunar á heimilishjúum. Verzlunarmannfjöldinn hefur aftur á móti hækkað heldur meir en allur mannfjöldinn, eða um 15 °/o, en iðnaður og samgöngur hafa hækkað miklu meira, um 26 og 30°/o. Langmest tiltölulega hefur hækkunin orðið við opinber þjónustustörf, um 54 °/o, og nærri eins mikil hækkun (52 °/o) hefur orðið á liðnum »óstarfandi fólk«. Á yfirlitinu sést, að í sveitunum (en þar með eru talin kaupfún og þorp með færri en 300 íbúum) lifa nærri 3/4 hlutar íbúanna á landbún- aði og tæpl. Vio á fiskveiðum, en annarra atvinnuvega gætir lítið. I bæj- unum lifir hinsvegar aðeins mjög lítill hluti íbúanna á landbúnaði, og því minni hluti, sem bæirnir eru stærri. í kauptúnum og þorpum með yfir 300 íbúa eru fiskveiðarnar fjölmennasti atvinnuvegurinn, því að á þeim lifir meir en þriðjungur íbúanna, rúml. J/4 lifir á iðnaði, en tæpl. tys á verzlun eða samgöngum. I kaupstöðunum utan Reykjavíkur kveður einnig mikið að fiskveiðunum, þar sem meira en lk íbúanna lifir á þeim, en þó kveður þar meir að iðnaðinum, því að á honum lifir nærri þriðjungur íbúanna. Tæpl. ty5 íbúanna lifir á verzlun eða samgöngum. I Reykjavík lifir aðeins tæpl. í/io íbúanna á fiskveiðum. Iðnaðurinn er þar langfjöl- mennasti atvinnuvegurinn, þar sem rúml. þriðjungur íbúanna lifir á honum, en samgöngur og verzlun eru þar líka tiltölulega fjölmennir atvinnuvegir. Til þeirra beggja teljast 29 °/o af íbúunum. Á opinberum þjónustustörfum lífir tyio íbúanna í Reykjavík, eða heldur fleiri heldur en á fiskveiðum. Til opinberrar og persónulegrar þjónustu telst tiltölulega fleira fólk í Reykjavík heldur en annarsstaðar á landinu, en það er því færra, sem bæirnir eru minni, og tiltölulega fæst í sveitunum, og líku máli er að gegna um óstarfandi fólk (eftirlauna- og eignafólk, styrkþega o. fl.). Ríkisprentsmiöjan Gutenberg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.