Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1945, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.05.1945, Blaðsíða 7
1945 HAGTÍÐINDI 51 Byggingarkostnaður í sveitum 1944—45. Teiknistofa landbúnaðarins hefur, með hliðsjón af byggingarkostnaði húsa þeirra, sem reist hafa verið á veguni hennar á tímabilinu 1. maí 1944 — 1. maí 1945, talið, að byggingarkostnaður íbúðarhúsa úr steinsteypu, að stærð 7X8 metrar, ein hæð og kjallari, með þrem herbergjum, eld- húsi og forstofu á hæðinni, en snyrtiherbergi og geymslum í kjallara, hafi verið á þessu fímabili 40 387 kr. Er það lh °/o lækkun frá árinu áður, en tæpl. 304 °/o hækkun frá 1938-39. — Eftirfarandi yfirlit sýnir hækk- un byggingarkostnaðarins fyrir stríð. Upphæð , kr Vímiar 1938—39 ........................ 10 000 kr. 100 1939-40 ........................ 12 500— 125 1940-41 ........................ 17500— 175 1941-42 ........................ 19 975 — 198 1942—43 ........................ 32 875 — 329 1943—44 ........................ 40 580— 406 1944-45 ........................ 40 387 — 404 í nóv.bl. Hagtíð. 1941 erskýrt nánar frá grundvelli þessara útreikninga. Samkvæmt upplýsingum frá teiknistofunni skiptist byggingarkostnað- urinn 1944 — 45 þannig: Vinna ......................... 15 934 kr. eða 39.5 % Efni.......................... 24 453 — — 61 5 — Samfals 40 387 kr. eða lOO.o «/o Efnisflutningur og innlent óunnið byggingarefni, svo sem möl, sand ur og torf, er ekki innifalið í ofangreindum tölum. Manntalið 2. desember 1940. Fæðingarstaður. Af þeim 121474 manns, sem taldir voru heimilisfastir á íslandi við manntalið 2. desember 1940, töldust 119 866 fæddir innanlands, 1562 fæddir utanlands en 46 tilgreindu engan fæðingarstað. Flestir þeirra munu þó fæddir innanlands. Af hverjum 1000 manns búsettum hér á landi hafa þannig 129 verið fæddir erlendis. Er það heldur lægra hlutfall heldur en við mann- talið 1930. Þá voru hér búsettir 1 507 manns, sem fæddir voru erlendis, eða 13.8 af þúsundi. Af þeim, sem taldir voru fæddir erlendis við mann- talið 1940, var meir en helmingur, eða 872, íslenzkir ríkisborgarar. Eru það ýmist erlendir menn, er fengið hafa íslenzkan ríkisborgararétt með lögum og fjölskyldur þeirra, eða útlendar konur íslenzkra manna, er fengið hafa íslenzkan ríkisborgararétt við giftinguna, eða loks börn ís- lenzkra manna fædd erlendis. Eftirfarandi yfirlit sýnir fæðingarland er- lendis fæddra, og hvernig þeir skiptust í erlenda og íslenzka rikisborgara.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.