Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1950, Blaðsíða 16

Hagtíðindi - 01.01.1950, Blaðsíða 16
12 H AQTÍÐI NDI 1950 tvær færðir. 1948 var ferðatalan tæpl. 93 þús., en þar af var meir en J/4 hluti á Ieiðinni milli Reyhjavíkur og Hafnarfjarðar, því að þar voru farnar 72 ferðir á dag. Farþegatalan hefur vaxið mikið, einkum á stríðsárunum. Hæst komst hún í stríðslokin (1945) upp í 1 !/2 miljón. Síðan hefur hún aftur lækkað nokkuð og var 1.3 milj. 1948. Þar af var tala farþega milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar 923 þús. eða um 70 °/o af allri farþegatölunni. Farþegakílómetrar táknar þá vegalengd, er farþegarnir hafa ferðazt alls. Er hún betri mælikvarði á farþegaflutningana heldur en farþegatalan, þar sem hún tekur tillit til þess, hve langt menn ferðast. Þessi tala náði hámarki 1945, er hún komst upp í rúml. 35 !/2 miljón km. Síðan hefur hún aftur farið lækkandi og var 1948 rúml. 29 milj. km. Af þessari síð- ustu tölu kemur um 30 °/o á leiðina milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vegna þess hve leiðin er stutt, gætir hennar miklu minna hér heldur en í farþegatölunni. Fargjöldin á sérleyfisleiðunum námu alls 6 3/4 milj. kr. árið 1948 eða um 23 au. á hvern farþegakílómetra að meðaltali. Árið 1935 voru far- gjöldin alls um !/2 milj. kr. eða um 6 au. á hvern farþegakílómetra að meðaltali. Ríkisprentsmiðjan Qutenberg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.