Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1958, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.10.1958, Blaðsíða 6
118 HAGTlÐINDI 1958 um farmgjöld íslenzkra skipa í millilandaflutningum (15). Sama gildir um saltfisk, sem fluttur er með íslenzkum togurum af miðunum til sölu erlendis. Frá söluverði lians er dreginn sölukostnaður og flutningskostnaður, áætlaður eftir flutningsgjöld- um skipafélaganna. Aðalþættirnir í liðnum ferða- og dvalarkostnaður (3) eru námskostnaður 15,0 millj. kr. og almennur ferða- og dvalarkostnaður 16,8 millj. kr. Síðari upphæðin er gjaldeyrissala gegn leyfum gjaldeyrisyfirvalda, og fer því auðvitað fjarri, að þar séu öll kurl komin til grafar. Við áætlun á tekjum af erlendum ferðamönnum (14) hefur nær eingöngu verið stuðzt við það, sem skilað hefur verið til bankanna af ferða- mannagj aldeyri. Farmgjaldatekjur íslenzkra skipa í millilandaflutningum (15) hafa verið taldar þessar: 1956 1957 millj. kr. millj. kr. Af útflutningi ísfisks..........................................;.... 6,4 5,6 „ útflutningi saltfisks .................................................. 0,3 0,6 ,, öðrum útflutningi ..................................................... 57,4 44,3 „ öðrum flutningi (aðallega vegna Keflavíkurflugvallar) ................ 0,6 0,8 Samtals 64,7 51,3 Helztu vaxtatekjur í erlendum gjaldeyri (23) eru vextir af erlendum verð- bréfum í eign Landsbankans, og vaxtagjöldin (9) eru vextir af erlendum lánum og lausaskuldum bankanna. Fyrir utan kostnað við rekstur sendiráða og ræðismannsskrifstofa erlendis (10), er innifalinn í liðnum kostnaður við opinberan erindrekstur erlendis svo og fram- lög til alþjóðastofnana. Tekjur vegna varnarliðs (26) eru gjaldeyristekjur af olíusölu til bandaríska varnarliðsins, tekjur vegna byggingarstarfsemi fyrir liðið og vegna annarra út- gjalda þess hér á landi. Innflutningur olíu og byggingarefnis, sem selt er varnar- liðinu, er færður í gjaldalið 2. Ymisleg útgjöld og tekjur (12 og 27) eru aðallega vinnulaun, umboðslaun, afgreiðsluþóknun, greiðslur fyrir tækniþjónustu o. þ. h. B. Fjármagnshreyfingar. Megnið af liðnum afborganir af lánum einkaaðila (1) eru afborganir af lánum vegna skipa- og flugvélakaupa. Lántökur einkaaðila (6) námu 48,8 millj. kr. Hér er um að ræða eftirtaldar lántökur: Lán Flugfélags íslands í dollurum 9,8 millj. kr. og í pundum 23,1 millj. kr. Eru bæði þessi lán með ríkisábyrgð, en eftirtalin lán eru ekki með ríkisábyrgð: Lán Eimskipafélags íslands í dollurum 2,9 millj. kr. og í dönskum krónum 7,3 millj. kr. Lán Eimskipafélags Reykjavíkur í sænskum krónum 3,7 millj. kr. Lán Brunabótafélags íslands í pundum 1,7 millj. kr. Lán Mjólkurbús Flóamanna í dönskum kr. 0,26 millj. kr. — Lán Brunabótafélagsins er í greiðslujafnaðarskýrslu Landsbankans talið með lánum einkaaðila, en ætti að teljast með lántökum opin- berra aðila. Eftirfarandi yfirlit sýnir ný erlend lán opinberra aðila 1957, hve mikið var notað af lánsfénu á árinu og hve mikið var ónotað í árslok. Enn fremur er sýnt, hve mikið var notað af eldri lánum og live mikið var eftir ónotað af þeim í árslok (tahð í millj. kr.):

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.