Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.02.1959, Page 2

Hagtíðindi - 01.02.1959, Page 2
14 HAGTÍÐINDl 1959 og normalbrauð (1,25 kg) lækkuðu úr kr. 5,50 í kr. 5,40, franskbrauð (0,5 kg) úr kr. 4,00 í 3,90 og vínarbrauð úr kr. 1,10 í kr. 1,05 á stk. Annað brauð og brauð- vörur lækkuðu til samræmis. Verðlækkanir í fatnaðarflokknum ollu vísitölulækkun um rúm 0,3 stig, en þar var um að ræða mismun lækkana vegna niðurfærslu og kækkana, sem voru af- leiðing liækkunar tilkostnaðar á síðasta ári. Húsnœðisliðurinn lækkaði um 0,7 stig, vegna ákvæða 3. gr. niðurfærslulaga um, að húsnæðisliður vísitölunnar skyldi færður til samræmis við vísitölu viðhaldskostnaðar miðaða við kaupgreiðsluvísi- tölu 175. Vísitalan 2. jan. 1959 hafði hækkað um 1,0 stig, vegna kækkunar á vísi- tölu viðhaldskostnaðar í kjölfar hækkunar kaupgreiðsluvísitölu í 202 stig, og var því hér um að ræða niðurfærslu til mótvægis þessari hækkun 2. jan. 1959. Lækk- anir í flokknum „ýmisleg útgjöld“ (þar á meðal á liðnum ,,húslijálp“) lækkuðu vísitöluna um 0,7 stig, en þar á móti kom 0,2 stiga hækkun vegna hækkunar félags- gjalda Dagshrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur. Eldsneylisjlokkurinn er óhreyttur. Á öðrum stað hér í blaðinu er skýrt frá innihaldi og framkvæmd laga nr. 1/1959, um niðurfærslu verðlags og launa o. fl., og vísast til þess um nánari upp- lýsingar um ofangreindar verðlækkanir og áhrif jieirra á vísitöluna. Niðurfærsla verðlags og launa frá 1. febrúar 1959. Með lögum nr. 1 30. janúar 1959, um niðurfærslu verðlags og launa o. fl., var ákveðið, að verðlagsuppbót á laun og allar aðrar greiðslur, sem fylgja kaupgreiðslu- vísitölu, skyldi greidd samkvœmt vísitölu 175 frá 1. febrúar 1959. Þó skyldi verð- lagsuppbót ó bótauppliæðir samkvæmt II. kafla laga nr. 24/1956, um almanna- tryggingar, og á bótaupphæðir samkvæmt lögum nr. 29/1956, um atvinnuleysis- tryggingar, greidd eftir vísitölu 185 frá sama tíma. Kaupgreiðsluvísitala tímabils- ins september—nóvember 1958 var 185 stig, og svaraði það til framfærsluvísitölu 202 hinn 1. ágúst 1958, en frá 1. desember 1958 hækkaði kaupgreiðsluvísitalan í 202 stig, svarandi til framfærsluvísitölu 219 hinn 1. nóvember 1958 (183 +(219 -i- 200) =202). Lækkun kaupgreiðsluvísitölu úr 202 stigum í 185 stig taldist ekki fela í sér skerðingu verðlagsuppbótar, Jiar sem framfærsluvísitalan átti að lækka í 202 stig — sumpart með niðurgreiðslu og sumpart með lækkun þeirri á verði vöru og þjónustu, er leiddi! af skerðingu verðlagsuppbótar úr sem svarar 185 vísitölustig- um í 175 stig. — Vísitala framfærslukostnaðar lækkaði úr 220 stigum 1. des. 1958 í 212 stig 2. jan. 1959 vegna aukinnar niðurgreiðslu (sjá bls. 1—2 í janúarblaði Hagtíðinda 1959), og jiar við bættist væntanleg 6 stiga lækkun febrúarvísitölunnar vegna niðurfærslulaganna, þannig, að hún þyrfti enn að lækka um ca. 4 stig frá 1. marz 1959 til þess að komast niður í 202 stig. Gert var ráð fyrir einliverri frekari lækkun vísitölunnar 1. marz 1959 vegna niðurfærslunnar, þannig að bilið, sem þyrfti að brúa til að vísitalan yrði 202 stig jiann dag, yrði tæp 4 stig. Ríkisstjórnin lýsti J)ví yfir við meðferð málsins á Alþingi, að hún mundi auka niðurgreiðslur frá 1. marz 1959 eins og með þyrfti til þess, að framfærsluvísitala marzmánaðar yrði 202 stig. — Lækkun sú á launum, sem leiðir af niðurfærslu kaupgreiðsluvísitölu úr 185 stigum í 175 stig, er 5,4%. í niðurfærslulögunum er ákveðið, að ákvæðisvinnutaxtar samkvæmt samn- ingum stéttarfélaga skuli lækka til samræmis við niðurfærslu kaupgreiðsluvísitölu í 175 stig, og sömuleiðis eru sérstök ákvæði um lækkun á aksturstöxtum bifreiða.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.