Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.02.1959, Side 5

Hagtíðindi - 01.02.1959, Side 5
1959 HAGTlÐINDl 17 neyzluvali launþega í Reykjavík til undirbúnings því, að tekin væri upp nýr grund- völlur vísitölu framfœrslukostnaðar, en liinn eldri vísitölugrundvöllur, sem er mið- aður við tekjustig og neyzluvenjur fyrir stríð, er úreltur orðinn. Niðurstöður þess- arar neyzlurannsóknar hafa legið fyrir um nokkurt skeið og verið í athugun hjá ríkisstjórninni og öðrum, sem hlut eiga að máh. í 3. málsgr. 4. gr. niðurfærslu- laganna er ákveðið, að nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík, samkvæmt niðurstöðum neyzlurannsóknar kauplagsnefndar og Hagstofunnar, skuli taka gildi 1. marz 1959. Skal útgjaldaupphæð hins nýja vísitölugrundvallar þann dag vera sú grunnupphæð, er síðari breytingar vísitölunnar miðast við, og jafn- gildir því grunntölu 100. í samræmi við þetta ákveða lögin, að grunnlaun og verð- lagsuppbót 1. marz 1959 skuli felld saman í eina launaheild, er greiða skuli verð- lagsuppbót á frá 1. maí 1959 samkvæmt ákvæðum laganna þar að lútandi. Akvœði laganna um greiðslu verðlagsuppbótar eru sem hér segir: Á laun febrúar- mánaðar 1959 skal greiða verðlagsuppbót eftir vísitölu 175, en þó skal verðlags- uppbót á bótaupphæðir almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga ákveðin eftir vísitölu 185, eins og áður segir. Frá 1. marz eru grunnlaun og verðlagsuppbót sam- kvæmt vísitölu 175 (eða 185) felld í eina beildarfjárhæð, sem breytist ekki vegna ákvæða laganna til 30. apríl 1959. En á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst 1959 skal greiða verðlagsuppbót á liin nýju grunnlaun og á aðrar greiðslur, er fylgja kaup- greiðsluvísitölu, í hlutfalli við hækkun þá á vísitölu framfærslukostnaðar, sem kann að hafa orðið frá 1. marz til 1. apríl 1959. Frá 1. september 1959, og framvegis frá 1. desember, 1. marz, 1. júní o. s. frv., breytist verðlagsuppbót á laun á þriggja mánaða fresti eftir þeirri vísitöluhækkun, sem orðið hefur frá 1. marz 1959 og til 1. ágúst 1959, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí, o. s. frv. Er þetta óbreytt frá því, sem verið hefur mestan liluta tímans frá 1951. Þó skal við ákvörðun kaupgreiðslu- vísitölu frá 1. september 1959, og framvegis á þriggja mánaða fresti, ekki taka tillit til þeirrar breytingar á vísitölu framfœrslukostnaðar, sem á rót sína að rekja til breytts verðs á landbúnaðarvörum vegna hœkkunar á launum bónda og verkafólks hans, þeirrar, er leitt hefur af greiðslu verðlagsuppbðtar á laun almennt síðan 1. maí 1959. Þetta ákvæði miðar að því að draga úr víxlhækkunum kaupgjalds og verð- lags og er efnislega eins og ákvæði í 2. málshð 3. málsgr. 6. gr. gengisskráningar- laga, nr. 22/1950. Var þetta ákvæði síðar tekið óbreytt upp í kjarasamninga laun- þega og vinnuveitenda, en það varð óvirkt, er lög nr. 85/1956, um festingu verð- lags og kaupgjalds, voru sett. Nú hefur þetta ákvæði aftur verið leitt í lög, með þeirri breytingu, að nú skal framkvæma þennan útreikning ársfjórðungslega, en áður var það gert einu sinni á ári, þ. e. eftir hina árlegu haustverðlagningu land- búnaðarvara. Er þessi breyting afleiðing þess, að samkvæmt 8. gr. laganna er, eins og fyrr greinir, heimilt að breyta vinnulið verðlagsgrundvallar landbúnaðarvara — og þar með afurðaverði til bænda — ársfjórðungslega eftir kaupgreiðsluvísitölu, hhðstætt því sem gildir um greiðslu verðlagsuppbótar á laun almennt. — Frá 1. septembcr 1959 breytist kaupgreiðsluvísitalan ársfjórðungslega á sömu tímum og var samkvæmt ákvæðum 55. gr. laga nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl., en þau ákvæði voru felld úr gildi með setningu niðurfærslulaganna. Skiptaverð á fiski til bátasjómanna og fiskverð það, sem aflaverðlaun togara- sjómanna miðast við, skal samkvæmt ákvæðum laganna fylgja kaupgreiðsluvísi- tölu eftir sömu reglum og verðlagsuppbót á laun er greidd. Áður var minnzt á ákvæði laganna um bhðstæðar breytingar afurðaverðs til framleiðenda landbún- aðarvara eftir kaupgreiðsluvísitölu.

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.