Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.1972, Síða 20

Hagtíðindi - 01.08.1972, Síða 20
140 HAGTÍÐINDl 1972 séu metin og látin koma fram í vísitölunni, ef þau reyndust skipta máli. Hér er átt við fjölskyldur með miðlungstekjur eða lágtekjur í Reykjavík, enda er framfærsluvísitalan lögum samkvæmt miðuð við aðstæður þar. Nefndin telur, að slíkt mat hljóti fyrst og fremst að byggjast á útreikningum, sem leiða í ljós sambærilega breytingu álagðs tekjuskatts og hliðstæðra skatta á árinu 1972 frá því, sem orðið hefði á sama ári samkvæmt eldra skattakerfinu. Breyting þessara skatta frá 1971 til 1972 skiptir hins vegar ekki máli í þessu sambandi, eins og málavextir eru. Hækkun fasteignaskatts frá 1971 til 1972 í kjölfar nýs fasteignamats er þáttur í áorðinni kerfis- breytingu skatta, en hefur ekki verið tekin með í þessa útreikninga Kauplagsnefndar. Ástæðan er sú, að hækkun fasteignaskatts er sérstaklega tekin til greina við útreikning vísitölunnar, þ.e. látin koma fram í hækkun á húsnæðislið hennar. Hækkun framfærsluvísitölunnar af þessum sökum er tæplega 1,9 stig, þar af voru 0,9 stig tekin í vísitöluna 1. maí s.l., og hinn helmingur þessarar hækk- unar mun koma fram í henni 1. ágúst næstkomandi. Þessir útreikningar Kauplagsnefndar, sem miðast við hjón með 0-5 böm og með 300-600 þús. kr. brúttótekjur á árinu 1971, leiða það í ljós, að á móti 13.900 kr. útgjaldalækkun vegna niður- fellingar „nefskatta" (þ.e. almannatryggingagjalds og sjúkrasamlagsgjalds), er vegna skattbreyt- ingarinnar um að ræða aukin útgjöld til greiðslu tekjuskatts og hliðstæðra skatta, sem nema að meðaltali 3.905 kr. „Nettóhagur" þeirrar „fjölskyldu“, sem útreikningar miðast við, er þannig 9.995 kr. af kerfisbreytingunni. Svarar það til 3,8 vísitölustiga. Lokaniðurstaðan er sú, að til þess að framfærsluvísitalan sýni áhrif kerfisbreytingar skatta á heildarútgjöld „vísitölufjölskyldunnar" þarf að halda eftir í henni 1,5 stigum af þeim 5,3 stigum, sem vísitalan lækkar um vegna niðurfellingar , ,nefskatta“. Það þýðir, að hinn svo nefndi eftirstöðva- liður vísitölunnar, sem er 0,9 stig fyrir, hækkar um 0,6 stig í 1,5 stig. Þessi hækkun — sem svarar til 0,4ra stiga í kaupgreiðsluvísitölu — verður tekin í vísitöluna hinn 1. ágúst næstkomandi." Kaupgreiðsluvísitala tímabilsins 1. september til 30. nóvember 1972. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 87 11. júlí 1972, um tímabundnar efnahagsráðstafanir, skal á tíma- bilinu 1. september til 30. nóvember 1972 greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu 117 stig. Eftir fyrirmælum í síðari málsgr. sömu lagagreinar gildir þetta þó ekki, ef kaupgreiðslu- vísitala frá 1. september 1972, reiknuð samkvæmt ákvæðum kjarasamninga, hækkar meira en 2,5 stig. Ef svo fer, skal verðlagsuppbót frá 1. september 1972 vera 17% að viðbættri hækkun umfram nefnd 2,5 stig. Samkvæmt útreikningi Kauplagsnefndar er kaupgreiðsluvísitala frá 1. september 1972, reiknuð eftir ákvæðum kjarasamninga, 2,45 stigum hærri en 117 stig. Ber því samkvæmt nefndum laga- ákvæðum að greiða 17% verðlagsuppbót á tímabilinu 1. september til 30. nóvember 1972, eða óbreytta frá því, sem gilt hefur síðan 1. júni 1972. Inn- og útflutningur eftir mánuðum í millj. kr. Árin 1970, 1971 og jan.—júlí 1972* *) Innflutningur Útflutningur 1970 1971 1972 1970 1971 1972 Janúar................... 710,8 1.000,7 1.051,7 776,7 821,2 887,4 Febrúar.......... 667,1 1.132,3 1.334,4 752,7 775,5 1.052,0 Marz .................... 977,9 1.399,7 1.426,6 818,0 819,2 1.460,5 Apríl ................. 1.401,5 1.333,7 1.707,8 1.342,9 1.100,8 1.447,9 Maí ..................... 977,2 1.705,7 1.825,6 1.328,6 1.287,8 1.837,4 Júní .................... 915,1 2.163,4 2.241,6 864,8 1.463,0 1.264,9 JÚIí ............ *)1-237,1 2)1.372,0 3)1.542,9 1.385,4 1.622,0 1.636,7 Jan.-júlí 4)6.886,7 5)10.107,5 6)11.130,6 7.269,1 7.889,5 9.586,8 Ágúst................. 981,5 1.553,4 1.127,5 1.173,1 September...... 1.174,2 1.483,0 1.211,2 1.019,0 Október........ 1.154,6 1.318,7 1.176,0 1.240,7 Nóvember....... 1.404,9 1.855,1 948,1 1.108,7 Desember ........... 2,250,9 3.044,3__________________1.183,1________744,3___________ Alls 13.852,8 19.362,0 12,915,0 13.175,3 Innifalið i oíangr. innflutningstölum: Innflutt til Búrfellsvirkjunar: x) 39,1 2) 32,7 3) 46,9 4) 67.1 3) 237,7 6) 66,6 Innflutttil álbræðslu i Straumsvlk, alls: x) 138,9 2) 2,0 3) 27,2 4) 642,2 3) 599>8 6) 599>6 Þar af: Fjárfestingarvörur o.þ.h.: *) 1,9 2) 0,6 3) 3,3 4) 160,8 3) 115,0 6j 164,7 Hráefniogaörarrekstrarvörur: x) 137,0 2) 1,4 3) 23,9 4) 481,4 5) 484,8 6) 434,9 *) í öllum utanrikisverzlunartöflum Hagtiöinda er gengisviömiöun sem bér segir: Til ágúst 1971 er miöaö viö þaö gengi, er tók gildi 11. nóv. 1968 ($ 1,00 = kr. 88,10 sala, 87,90 kaup). Síðan 23. ágúst 1971 hefur gengi dollars verið 0,8--0,9% undir þessu gengi.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.