Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.1972, Síða 21

Hagtíðindi - 01.08.1972, Síða 21
1972 HAGTÍÐINDI 141 Tímakaup í almennri hafnarvinnu í Reykjavik. Kr. á klst. I dagvinnu. Árs- meðaltal í árslok Kr. á klst. i dagvinnu. Árs- meðaltal 1 árslok 1906-1912 0,2946 1953 15,26 15,33 1913 0,3375 0,35 1954 15,34 15,42 1914 0,35 0,35 1955 17,03 18,60 1924 1,344 1,40 1956 19,11 19,37 1934 (14/5 1930-23/7 1937) 1,36 1,36 1957 19,66 19,92 1938 (frá 24/7 1937) 1,45 1,45 1958 21,30 25,29 1939 1,45 1,45 1959 22,19 21,91 1940 1,72 1,84 1960 21,91 21,91 1941 2,28 2,59 1961 23,12 24,33 1942 3,49 5,68 1962 25,87 26,96 1943 5,62 5,66 1963 29,71 36,38 1944 6,66 6,91 1964 37,63 38,87 1945 7,04 7,24 1965 43,17 47,95 1946 7,92 8,35 1966 51,56 54,47 1947 8,87 9,50 1967 54,63 56,32 1948 8,74 8,74 1968 58,64 62,73 1949 9,20 9,61 1969 67,73 72,67 1950 10,41 11,13 1970 84,77 96,04 1951 12,62 13,84 1971 97,95 108,78 1952 14,30 15,33 1/1 1972 ........ 121,12 1/3 1972 ........ 122,17 1/6 1972 ....... 135,76 Aths. Reiknað ársmeðaltal er miðað við þá tölu daga, sem hver kauptaxti gilti á árinu. — Meðtalið er orlof, veik- indapeningar meðan þeir voru greiddir, tillag atvinnurekenda i styrktarsjóð og 5% sérstakt kaupálag til hafnarverka- manna. — Miðað er við byrjunarkaup, ekki kaup með aldurshækkun. Lengi var aðeins um að ræða einn kauptaxta Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík_ en síðan 22. ágúst 1942 hafa taxtarnir verið fleiri, og þeir urðu flestir 11 talsins, að meðtöldum ungl" ingakauptaxta. Samkvæmt kjarasamningi 4. des. 1971 og viðbótarsamkomulagi 8. apríl 1972, eru taxtamir nú 10 að meðtöldum unglingataxta. Samhliða því að töxtum fjölgaði áttu sér stað tilfærslur milli taxtaflokka, og þá ætíð í því formi, að ákveðnar legundir vinnu voru fluttar í hærri taxtaflokk. 1. taxtaflokkur (lágmarkstaxti) tæmdist að þessum sökum smám saman af störfum, sem þýðingu höfðu, og allmörg ár eru nú síðan þessi taxti hætti að skipta máli. Með kjarasamningi 4. des. 1971 voru svo 1. og 2. taxti felldir niður og starfsheiti samkvæmt þeim flutt í 3. taxtaflokk, sem varð 1. flokkur (sjá greinargerð um nýja kjarasamninga í des. 1971 í febrúarblaði Hagtíðinda 1972, bls. 37). Þó að þýðing hins gamla lágmarkstaxta Dagsbrúnar yrði þannig minni og minni, var að svo stöddu haldið áfram að miða við hann í töflu, „tímakaup í almennri verkamannavinnu í Reykjavík“, sem birt var öðru hverju í Hagtíðindum (og í Statistical Bulletin), og síðast í desemberblaði þeirra 1970. Nú hefst hins vegar birting nýrrar töflu um þetta efni (sjá hér fyrir ofan), og er þar miðað við ákveðna tegund starfs, en ekki við ákveðinn taxtaflokk. Var talið rétt að miða hér við „almenna hafnarvinnu". Hafnarvinna er margvísleg, og eins og kemur fram hér á eftir hefur hún allar götur síðan 1942 verið í fleiri en einum taxtaflokki. Það sem hér er nefnt „almenn hafnarvinna" er „skipa- vinna, vinna í pakkhúsi skipafélaga, bifreiðarstjórn" (þ.e. bifreiðastjórn við hafnarvinnu). Fyrir slíka hafnarvinnu var greitt samkvæmt lágmarkstaxta fram að 1. júní 1962, en frá þeim tíma fluttist hún í 2. taxtaflokk, frá 23. júní 1963 í 3. taxtaflokk, frá 21. des. 1963 í 4. taxtaflokk, og frá 26. júní 1966 í 5. taxtaflokk. Frá 1. des. 1971 fór þessi vinna loks í 4. taxtaflokk, en hann svarar til 6. taxtaflokks samkvæmt eldri samningum. Æskilegt hefði verið að birta vegið meðaltal tímakaups samkvæmt samningum Dagsbrúnar á hverjum tíma, en á því eru mikil vandkvæði. Var því horfið að því ráði að birta tímakaup fyrir „almenna hafnarvinnu“, en hún er ein mikilvægasta grein verkamannavinnu í Reykjavík og ekki ástæða til að ætla annað en að breytingar tímakaups fyrir hana gefi sæmilega góða mynd af breyt- ingum verkamannakaups í Reykjavík í heild. Eins og verið hefur i töflu Hagtíðinda um tímakaup verkamanna í Reykjavík, eru vissar kaup- viðbætur áfram meðtaldar í kaupupphæðum nýju töflunnar, eins og nú skal greina: 1) Meðtalið er orlof, sem nam 2% af dagvinnukaupi frá 1. des. 1941, 4% frá 22. ágúst 1942, 5% frá 19. des. 1952, 6% frá 29. apríl 1955, 7% frá 1. júlí 1964 og 8,33% frá l.jan. 1972. — Það skal upplýst, að síðan 29. júlí 1961 hefur orlof af yfirvinnu verið miðað við yfirvinnutaxta, en ekki reiknað sem um dagvinnu væri að ræða eins og verið hafði. Orlof var ekki reiknað af veikinda- peningum, sem greiddir voru um tíma, sjá hér á eftir. 2) Meðtaldir eru veikindapeningar, sem voru greiddir á tímabilinu 29. apríl 1955 til 22. sept. 1958 og námu 1 % af sömu upphæð og orlof var við miðað. Þeir voru felldir inn í grunnkaup frá og með 23. sept. 1958, og þar með var farið að reikna orlof af þeim.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.