Hagtíðindi - 01.08.1972, Page 22
142
HAGTÍÐJNDI
1972
3) Meðtalið er tillag atvinnurekenda í styrktarsjóð Dagsbrúnar, sem þeir hafa greitt síðan 29. júní
1961 og nemur 1 % af dagvinnukaupi án orlofs fyrir allar unnar dagvinnustundir. Enn fremur er,
síðan 26. júní 1966, meðaltalið tillag atvinnurekenda í orlofsheimilissjóð, en það nemur 0,25% af
byrjunarkaupi samkvæmt 1. taxta og er föst upphæð á hvem dagvinnutíma án tillits til hæðar
kauptaxta.
4) Meðtalið er 5% kaupálag, sem ákveðið var með sérstöku viðbótarsamkomulagi 19. júní 1970
(sjá bls. 136 í septemberblaði Hagtiðinda 1970). Samkvæmt samningi gilti kaupálag þetta aðeins
fyrir verkamenn í hafnarvinnu hjá Eimskipafél. íslands, en það kom fljótlega til að ná til hafnar-
vinnu hjá öðrum atvinnurekendum í Reykjavík — við skip, í vörugeymsluhúsum og við aðra
hafnarvinnu.
f töflunni er aðeins dagvinnukaup. Rétt er að geta þess hér um leið, að fyrir eftirvinnu er nú
greiddur dagvinnutaxti að viðbættum 40%, og fyrir nætur- og helgidagavinnu dagvinnutaxti að
viðbættum 80%. Fyrir 22. ágúst 1942 var um að ræða fastar kaupuppbætur fyrir yfirvinnu, ekki
hundraðshlutaálag á dagvinnutaxta. Á tímabilinu 22. ágúst 1942 til 31. maí 1961 var eftirvinna
greidd með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. Frá 1. júní 1961 til 30. júní
1964 var þetta álag 60% og 100%, frá 1. júlí 1964 til 9. júlí 1965 50% og um 90% (nætur- og helgi-
dagavinnutaxtar héldust óbreyttir að krónutölu frá síðustu samningum), frá 10. júlí 1965 til 18.
marz 1968 50% og 91 %, og frá 19. marz 1968 til 18. júní 1970 voru reiknaðir eftirvinnu -og nætur-
og helgidagavinnutaxtar, er skyldu eigi vera lægri en svaraði til þess, að reiknað væri 40% og 80%
álag á dagvinnukaup.
Eins og verið hefur er i töflunni miðað við byrjunarkaup og ekki tekið tillit til aldurshækkunar
kaups. Það skal upplýst í þessu sambandi, að með kjarasamningi 10. júlí 1965 fengu verkamenn
5 % hærra kaup, þegar þeir höfðu unnið hjá sama atvinnurekanda í tvö ár. Vegna ákvæða um greiðslu
skertrar verðlagsuppbótar ofan við visst launamark, fór þessi mismunur lækkandi, og var komin
niður í um 3% um áramót 1971/72, en með viðbótarsamkomulagi 8. apríl 1972 var ákveðið, að kaup
skyldi vera 4 % hærra eftir 2ja ára starf.
Til þess að betur komi fram, hvað felst í hugtakinu „almenn hafnarvinna“, sem hér er við miðað,
skal gerð eftirfarandi grein fyrir þeim tilfærslum, sem gerðar hafa verið á hafnarvinnutöxtum frá því
að sundurgreining þeirra hófst 1942 ( taiað var um sértaxta — til aðgreiningar frá hinum almenna
taxta — þar til 1. júní 1962, þá varð almenni taxtinn 1. taxti og aðrir taxtar fengu tölusetningu þar
fyrir ofan); Kola-, salt- og sementsvinna var greidd skv. I. sértaxta frá 22. ágúst 1942, skv. II. sér-
taxta frá 22. febr. 1944, skv. IV. sértaxta frá 20. júní 1949 og skv. II. sértaxta frá 19. des. 1952. Frá
31. maí 1954 greindist þessi vinna í tvennt: Kola- og saltvinna var þá greidd skv. V. sértaxta, skv.
IV. sértaxta frá 29. apríl 1955, skv. 5. taxta frá 1. júní 1962, skv. 6. taxta frá 10. júlí 1965, skv. 4. taxta
frá 1. des. 1971 og skv. 5. taxta frá 8. apríl 1972. Sementsvinna og lemping á kolum og á salti í lest
var frá 31. maí 1954 greitt skv. VII. sértaxta, skv. VI. sértaxta frá 29. apríl 1955, skv. 7. taxta frá
1. júní 1962, og skv. 5. taxta frá 1. des. 1971. — Fyrir samsvarandi vinnu við krít, kalk og leir hefur
verið greitt sama kaup og fyrir sementsvinnu síðan 20. júní 1949, einnig fyrir vinnu við upp- og
útskipun á tjöru- og karbólínbomum staurum síðan 29. apríl 1955. — Vinna við stúfun lýsistunna í
lest var greidd skv. II. sértaxta frá 1. marz 1946, skv. IV. sértaxta frá 20. júní 1949, skv. II. sértaxta
frá 19. des. 1952, skv. 3. taxta frá 1. júní 1962, en þessi liður féll niður með samningum frá 1. júlí
1964. — Fyrir vinnu við út- og uppskipun á ís var greitt skv. I. sértaxta frá’22. febr. 1944, skv. II.
sértaxta frá 1. marz 1946, skv. III. sértaxta frá 20. júní 1949 og skv.'I. sértaxta frá 19. des. 1952, en
með samningum 29. apríl 1955 féll þessi liður niður. — Kaup fyrir vinnu við uppskipun á saltfiski
var greitt skv. II. sértaxta frá 5. júlí 1947, skv. IV. sértaxta frá 20. júní 1949, skv. II. sértaxta frá
19. des. 1952, skv. VI. sértaxta frá 29. apríl 1955, skv. 7. taxta frá 1. júní 1962, skv. 8. taxta frá 1. júlí
1964, og skv. 6. taxta frá 1. des. 1971. Sama kaup hefur verið greitt fyrir vinnu við löndun og ísun
síldar í skip síðan 20. júní 1949, fyrir vinnu við uppskipun á fiski úr bátum síðan 23. sept. 1958, og
fyrir vinnu við afgreiðslu togara frá 29. apríl 1955, nema hvað síðast talda vinnan hækkaði í 8. taxta
frá 21. des. 1963. — Vinna í frystiklefum og frystilestum skipa var greidd skv. IV. sértaxta frá 23.
sept. 1958 og skv. 5. taxta frá 1. júní 1962, en frá 26. júní 1966 var greitt fyrirjvinnu í frystilestum
skv. 6. taxta, skv. 4. taxta frá 1. des. 1971 og skv. 5. taxta frá 8. apríl 1972, en vinna í frystiklefum
hefur verið einum taxta neðar síðan 1966. — Vindu- og lúgumönnum var greitt skv. 6. taxta frá
1. júlí 1964, skv. 4. taxta frá 1. des. 1971 og skv. 5. taxta frá 8. apríl 1972. — Stjómendum gaffal-
lyftara í hafnarvinnu var eftir 3. mánaða starfstíma greitt skv. 7. taxta frá 10. nóv. 1965, skv. 5. taxta
frá 1. des. 1971 og skv. 6. taxta frá 8. april 1972, en byrjendum skv. næsta taxta fyrir neðan.